Árleg spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liða í Olísdeildum karla og kvenna sem og Grill 66-deildinni var kynnt í dag. Fram mun samkvæmt henni verða Íslandsmeistari kvenna annað árið í röð en ÍBV ber sigur úr býtum karlamegin.
Valur er ríkjandi Íslandsmeistari karla en verður í öðru sæti samkvæmt spánni.
Í kvennaflokki er Stjarnan skammt á eftir Fram í fjölda atkvæðia en þessi tvö lið voru í nokkrum sérflokki á síðasta tímabili.
Niðurstöðuna má sjá hér fyrir neðan.
Olísdeild kvenna:
1. Fram 218 stig
2. Stjarnan 199
3. ÍBV 177
4. Valur 163
5. Haukar 153
6. Grótta 124
7. Selfoss 120
8. Fjölnir 94
Olísdeild karla:
1. ÍBV 381 stig
2. Valur 361
3. FH 324
4. Afturelding 308
5. Haukar 279
6. Stjarnan 277
7. Selfoss 218 stig
8. ÍR 183
9. Fram 154
10. Fjölnir 130
11. Grótta 124
12. Víkingur 78
Grill 66-deild kvenna:
1. HK 221 stig
2. KA/Þór 220
3. Afturelding 205
4. FH 191
5. ÍR 165
6. Fylkir 133
7. Víkingur 124
8. Fram U 107
Grill 66-deild karla:
1. KA 311 stig
2. Akureyri 308
3. HK 281
4. Þróttur 260
5. Valur U 222
6. Hvíti Riddarinn 201
7. ÍBV U 184
8. Mílan 181
9. Stjarnan 158
10. Haukar U 144
ÍBV og Fram spáð titlinum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti

Svona var blaðamannafundur Snorra
Handbolti



Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn

