Hættum að mismuna fólki með geðsjúkdóma! Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 8. september 2017 07:00 Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september næstkomandi. Dagurinn er mikilvæg áminning þess að róa þarf öllum árum að því að taka á rótum þessa alvarlega vanda. Að mínu mati er hluti vandans úrelt lagaumhverfi sem mismunar fólki með geðsjúkdóma og dregur mögulega úr vilja þeirra til þess að leita sér aðstoðar. Þrátt fyrir ítrekaðar átölur Evrópunefndar gegn pyntingum (CPT nefndin) gagnvart íslenskum yfirvöldum er fólki með geðsjúkdóma enn mismunað í lögum landsins á margvíslegan hátt. Lögræðislög heimila t.d. nauðungarvistun einstaklinga á þeim grunni að: „[…] hann er haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða verulegar líkur eru taldar á að svo sé […].“ CPT nefndin hefur réttilega bent á, að það að einstaklingur sé metinn með geðsjúkdóm er ekki lögmæt ástæða til frelsissviptingar. Þá veita lögræðislögin allt of rúmar heimildir til þvingaðrar meðferðar nauðungarvistaðra einstaklinga. Þó hefur CPT-nefndin ítrekað að slíkt lagaumhverfi auki hættuna á pyntingum og annarri vanvirðandi og ómannúðlegri meðferð gagnvart nauðungarvistuðum. Eins sé ekki réttlætanlegt að skerða sjálfsákvörðunarrétt geðsjúkra um eigin meðferð með jafn rúmum hætti og raun ber vitni. Þessi úr sér gengnu lög eru ekki til þess fallin að auka traust þeirra sem fyrir þeim verða vegna alvarlegra andlegra veikinda á réttarkerfinu. Þau lýsa því viðhorfi að fólk með andleg veikindi missi þar með sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama og lífi. Þau valda því eflaust að færri leita sér hjálpar við alvarlegum veikindum en ella vegna vantrausts á heilbrigðis- og réttarkerfinu. Ótti við að missa sjálfsákvörðunarréttinn, að sæta frelsissviptingu og/eða þvingaðri meðferð að ósekju er raunsær og skiljanlegur í tilfelli geðsjúkra sem leita sér hjálpar. Fólk með geðsjúkdóma á að njóta sömu mannréttinda og aðrir en gera það ekki á Íslandi í dag. Það er óásættanlegt og má ekki standa í vegi fyrir því að fólk með geðsjúkdóma leiti sér hjálpar þegar á þarf að halda. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september næstkomandi. Dagurinn er mikilvæg áminning þess að róa þarf öllum árum að því að taka á rótum þessa alvarlega vanda. Að mínu mati er hluti vandans úrelt lagaumhverfi sem mismunar fólki með geðsjúkdóma og dregur mögulega úr vilja þeirra til þess að leita sér aðstoðar. Þrátt fyrir ítrekaðar átölur Evrópunefndar gegn pyntingum (CPT nefndin) gagnvart íslenskum yfirvöldum er fólki með geðsjúkdóma enn mismunað í lögum landsins á margvíslegan hátt. Lögræðislög heimila t.d. nauðungarvistun einstaklinga á þeim grunni að: „[…] hann er haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða verulegar líkur eru taldar á að svo sé […].“ CPT nefndin hefur réttilega bent á, að það að einstaklingur sé metinn með geðsjúkdóm er ekki lögmæt ástæða til frelsissviptingar. Þá veita lögræðislögin allt of rúmar heimildir til þvingaðrar meðferðar nauðungarvistaðra einstaklinga. Þó hefur CPT-nefndin ítrekað að slíkt lagaumhverfi auki hættuna á pyntingum og annarri vanvirðandi og ómannúðlegri meðferð gagnvart nauðungarvistuðum. Eins sé ekki réttlætanlegt að skerða sjálfsákvörðunarrétt geðsjúkra um eigin meðferð með jafn rúmum hætti og raun ber vitni. Þessi úr sér gengnu lög eru ekki til þess fallin að auka traust þeirra sem fyrir þeim verða vegna alvarlegra andlegra veikinda á réttarkerfinu. Þau lýsa því viðhorfi að fólk með andleg veikindi missi þar með sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama og lífi. Þau valda því eflaust að færri leita sér hjálpar við alvarlegum veikindum en ella vegna vantrausts á heilbrigðis- og réttarkerfinu. Ótti við að missa sjálfsákvörðunarréttinn, að sæta frelsissviptingu og/eða þvingaðri meðferð að ósekju er raunsær og skiljanlegur í tilfelli geðsjúkra sem leita sér hjálpar. Fólk með geðsjúkdóma á að njóta sömu mannréttinda og aðrir en gera það ekki á Íslandi í dag. Það er óásættanlegt og má ekki standa í vegi fyrir því að fólk með geðsjúkdóma leiti sér hjálpar þegar á þarf að halda. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar