Hættum að mismuna fólki með geðsjúkdóma! Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 8. september 2017 07:00 Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september næstkomandi. Dagurinn er mikilvæg áminning þess að róa þarf öllum árum að því að taka á rótum þessa alvarlega vanda. Að mínu mati er hluti vandans úrelt lagaumhverfi sem mismunar fólki með geðsjúkdóma og dregur mögulega úr vilja þeirra til þess að leita sér aðstoðar. Þrátt fyrir ítrekaðar átölur Evrópunefndar gegn pyntingum (CPT nefndin) gagnvart íslenskum yfirvöldum er fólki með geðsjúkdóma enn mismunað í lögum landsins á margvíslegan hátt. Lögræðislög heimila t.d. nauðungarvistun einstaklinga á þeim grunni að: „[…] hann er haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða verulegar líkur eru taldar á að svo sé […].“ CPT nefndin hefur réttilega bent á, að það að einstaklingur sé metinn með geðsjúkdóm er ekki lögmæt ástæða til frelsissviptingar. Þá veita lögræðislögin allt of rúmar heimildir til þvingaðrar meðferðar nauðungarvistaðra einstaklinga. Þó hefur CPT-nefndin ítrekað að slíkt lagaumhverfi auki hættuna á pyntingum og annarri vanvirðandi og ómannúðlegri meðferð gagnvart nauðungarvistuðum. Eins sé ekki réttlætanlegt að skerða sjálfsákvörðunarrétt geðsjúkra um eigin meðferð með jafn rúmum hætti og raun ber vitni. Þessi úr sér gengnu lög eru ekki til þess fallin að auka traust þeirra sem fyrir þeim verða vegna alvarlegra andlegra veikinda á réttarkerfinu. Þau lýsa því viðhorfi að fólk með andleg veikindi missi þar með sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama og lífi. Þau valda því eflaust að færri leita sér hjálpar við alvarlegum veikindum en ella vegna vantrausts á heilbrigðis- og réttarkerfinu. Ótti við að missa sjálfsákvörðunarréttinn, að sæta frelsissviptingu og/eða þvingaðri meðferð að ósekju er raunsær og skiljanlegur í tilfelli geðsjúkra sem leita sér hjálpar. Fólk með geðsjúkdóma á að njóta sömu mannréttinda og aðrir en gera það ekki á Íslandi í dag. Það er óásættanlegt og má ekki standa í vegi fyrir því að fólk með geðsjúkdóma leiti sér hjálpar þegar á þarf að halda. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september næstkomandi. Dagurinn er mikilvæg áminning þess að róa þarf öllum árum að því að taka á rótum þessa alvarlega vanda. Að mínu mati er hluti vandans úrelt lagaumhverfi sem mismunar fólki með geðsjúkdóma og dregur mögulega úr vilja þeirra til þess að leita sér aðstoðar. Þrátt fyrir ítrekaðar átölur Evrópunefndar gegn pyntingum (CPT nefndin) gagnvart íslenskum yfirvöldum er fólki með geðsjúkdóma enn mismunað í lögum landsins á margvíslegan hátt. Lögræðislög heimila t.d. nauðungarvistun einstaklinga á þeim grunni að: „[…] hann er haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða verulegar líkur eru taldar á að svo sé […].“ CPT nefndin hefur réttilega bent á, að það að einstaklingur sé metinn með geðsjúkdóm er ekki lögmæt ástæða til frelsissviptingar. Þá veita lögræðislögin allt of rúmar heimildir til þvingaðrar meðferðar nauðungarvistaðra einstaklinga. Þó hefur CPT-nefndin ítrekað að slíkt lagaumhverfi auki hættuna á pyntingum og annarri vanvirðandi og ómannúðlegri meðferð gagnvart nauðungarvistuðum. Eins sé ekki réttlætanlegt að skerða sjálfsákvörðunarrétt geðsjúkra um eigin meðferð með jafn rúmum hætti og raun ber vitni. Þessi úr sér gengnu lög eru ekki til þess fallin að auka traust þeirra sem fyrir þeim verða vegna alvarlegra andlegra veikinda á réttarkerfinu. Þau lýsa því viðhorfi að fólk með andleg veikindi missi þar með sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama og lífi. Þau valda því eflaust að færri leita sér hjálpar við alvarlegum veikindum en ella vegna vantrausts á heilbrigðis- og réttarkerfinu. Ótti við að missa sjálfsákvörðunarréttinn, að sæta frelsissviptingu og/eða þvingaðri meðferð að ósekju er raunsær og skiljanlegur í tilfelli geðsjúkra sem leita sér hjálpar. Fólk með geðsjúkdóma á að njóta sömu mannréttinda og aðrir en gera það ekki á Íslandi í dag. Það er óásættanlegt og má ekki standa í vegi fyrir því að fólk með geðsjúkdóma leiti sér hjálpar þegar á þarf að halda. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar