Eldisfiskur frjáls um allt land Sveinn Arnarsson skrifar 8. september 2017 06:00 Eldislax hefur veiðst víðs vegar um landið í sumar. Eldisfiskur hefur veiðst í ám í öllum landsfjórðungum í sumar. Mest hefur veiðst af hnúðlaxi í lax- og silungsveiðiám en einnig hefur regnbogasilungur veiðst í sumar. Formaður Landssambands veiðifélaga segir þessar niðurstöður sýna hvað geti gerst með því að stórauka eldi hér við land.Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðvaNú þegar hafa verið staðfest 67 tilvik þar sem eldisfiskur veiddist í íslenskum ám. Eldisfiskur er óæskilegur gestur í íslenskum ám vegna mikilla og alvarlegra afleiðinga sem hann getur haft fyrir þá náttúrulegu stofna sem hér lifa. Þetta eru bráðabirgðaniðurstöður Hafrannsóknastofnunar, en heildarfjöldi veiddra eldisfiska er ekki ljós fyrr en veiðibækur hafa skilað sér til stofnunarinnar og þær rannsakaðar. Af þessum 67 tilvikum eiga átta við um regnbogasilung en 59 tilvik eru skráð um veiði á hnúðlaxi. Líklegt er að stangveiðimenn veiði aðeins brot af þeim eldisfiski sem syndir frjáls við strendur Íslands. Ekki er með nokkru móti hægt að gera sér grein fyrir magni eldisfisks en líklegt er að þessi 67 tilvik séu aðeins brotabrot af heildarumfanginu.Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélagaEinar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, segir þessar tölur koma vel út fyrir íslenskt sjókvíaeldi. „Þessar tölur gefa það til kynna að íslenskt sjókvíaeldi sé ekki vandamál fyrir íslenskar ár. Í tölunum er enginn lax úr íslensku sjókvíaeldi. Einnig eru mjög fá tilfelli um veiddan regnbogasilung. Þessar tölur gefa því vísbendingar um að vel sé haldið á spöðunum í fiskeldi á Íslandi og slysasleppingar ekki vandamál þar,“ segir Einar. Ekki eru þess dæmi að lax úr íslensku laxeldi í sjó hafi veiðst í ám í sumar. Aðeins er um hnúðlax að ræða í bókum Hafrannsóknastofnunar. Líklegt er þó að regnbogasilungurinn sé úr íslensku sjókvíaeldi. „Þetta er mjög óæskileg þróun í íslenskri náttúru,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga. „Hér eru á ferð strokufiskar úr eldi sem við viljum ekki sjá í íslenskri náttúru. Það skiptir sköpum fyrir íslenskt lífríki að við förum gætilega í þessum efnum. Skora ég einnig á alla þá veiðimenn sem telja sig hafa veitt þessi kvikindi að koma þeim til yfirvalda til rannsóknar hið snarasta svo hægt sé að skrá þessi tilvik og rannsaka.“ Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Eldisfiskur hefur veiðst í ám í öllum landsfjórðungum í sumar. Mest hefur veiðst af hnúðlaxi í lax- og silungsveiðiám en einnig hefur regnbogasilungur veiðst í sumar. Formaður Landssambands veiðifélaga segir þessar niðurstöður sýna hvað geti gerst með því að stórauka eldi hér við land.Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðvaNú þegar hafa verið staðfest 67 tilvik þar sem eldisfiskur veiddist í íslenskum ám. Eldisfiskur er óæskilegur gestur í íslenskum ám vegna mikilla og alvarlegra afleiðinga sem hann getur haft fyrir þá náttúrulegu stofna sem hér lifa. Þetta eru bráðabirgðaniðurstöður Hafrannsóknastofnunar, en heildarfjöldi veiddra eldisfiska er ekki ljós fyrr en veiðibækur hafa skilað sér til stofnunarinnar og þær rannsakaðar. Af þessum 67 tilvikum eiga átta við um regnbogasilung en 59 tilvik eru skráð um veiði á hnúðlaxi. Líklegt er að stangveiðimenn veiði aðeins brot af þeim eldisfiski sem syndir frjáls við strendur Íslands. Ekki er með nokkru móti hægt að gera sér grein fyrir magni eldisfisks en líklegt er að þessi 67 tilvik séu aðeins brotabrot af heildarumfanginu.Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélagaEinar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, segir þessar tölur koma vel út fyrir íslenskt sjókvíaeldi. „Þessar tölur gefa það til kynna að íslenskt sjókvíaeldi sé ekki vandamál fyrir íslenskar ár. Í tölunum er enginn lax úr íslensku sjókvíaeldi. Einnig eru mjög fá tilfelli um veiddan regnbogasilung. Þessar tölur gefa því vísbendingar um að vel sé haldið á spöðunum í fiskeldi á Íslandi og slysasleppingar ekki vandamál þar,“ segir Einar. Ekki eru þess dæmi að lax úr íslensku laxeldi í sjó hafi veiðst í ám í sumar. Aðeins er um hnúðlax að ræða í bókum Hafrannsóknastofnunar. Líklegt er þó að regnbogasilungurinn sé úr íslensku sjókvíaeldi. „Þetta er mjög óæskileg þróun í íslenskri náttúru,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga. „Hér eru á ferð strokufiskar úr eldi sem við viljum ekki sjá í íslenskri náttúru. Það skiptir sköpum fyrir íslenskt lífríki að við förum gætilega í þessum efnum. Skora ég einnig á alla þá veiðimenn sem telja sig hafa veitt þessi kvikindi að koma þeim til yfirvalda til rannsóknar hið snarasta svo hægt sé að skrá þessi tilvik og rannsaka.“
Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira