Eldisfiskur frjáls um allt land Sveinn Arnarsson skrifar 8. september 2017 06:00 Eldislax hefur veiðst víðs vegar um landið í sumar. Eldisfiskur hefur veiðst í ám í öllum landsfjórðungum í sumar. Mest hefur veiðst af hnúðlaxi í lax- og silungsveiðiám en einnig hefur regnbogasilungur veiðst í sumar. Formaður Landssambands veiðifélaga segir þessar niðurstöður sýna hvað geti gerst með því að stórauka eldi hér við land.Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðvaNú þegar hafa verið staðfest 67 tilvik þar sem eldisfiskur veiddist í íslenskum ám. Eldisfiskur er óæskilegur gestur í íslenskum ám vegna mikilla og alvarlegra afleiðinga sem hann getur haft fyrir þá náttúrulegu stofna sem hér lifa. Þetta eru bráðabirgðaniðurstöður Hafrannsóknastofnunar, en heildarfjöldi veiddra eldisfiska er ekki ljós fyrr en veiðibækur hafa skilað sér til stofnunarinnar og þær rannsakaðar. Af þessum 67 tilvikum eiga átta við um regnbogasilung en 59 tilvik eru skráð um veiði á hnúðlaxi. Líklegt er að stangveiðimenn veiði aðeins brot af þeim eldisfiski sem syndir frjáls við strendur Íslands. Ekki er með nokkru móti hægt að gera sér grein fyrir magni eldisfisks en líklegt er að þessi 67 tilvik séu aðeins brotabrot af heildarumfanginu.Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélagaEinar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, segir þessar tölur koma vel út fyrir íslenskt sjókvíaeldi. „Þessar tölur gefa það til kynna að íslenskt sjókvíaeldi sé ekki vandamál fyrir íslenskar ár. Í tölunum er enginn lax úr íslensku sjókvíaeldi. Einnig eru mjög fá tilfelli um veiddan regnbogasilung. Þessar tölur gefa því vísbendingar um að vel sé haldið á spöðunum í fiskeldi á Íslandi og slysasleppingar ekki vandamál þar,“ segir Einar. Ekki eru þess dæmi að lax úr íslensku laxeldi í sjó hafi veiðst í ám í sumar. Aðeins er um hnúðlax að ræða í bókum Hafrannsóknastofnunar. Líklegt er þó að regnbogasilungurinn sé úr íslensku sjókvíaeldi. „Þetta er mjög óæskileg þróun í íslenskri náttúru,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga. „Hér eru á ferð strokufiskar úr eldi sem við viljum ekki sjá í íslenskri náttúru. Það skiptir sköpum fyrir íslenskt lífríki að við förum gætilega í þessum efnum. Skora ég einnig á alla þá veiðimenn sem telja sig hafa veitt þessi kvikindi að koma þeim til yfirvalda til rannsóknar hið snarasta svo hægt sé að skrá þessi tilvik og rannsaka.“ Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Eldisfiskur hefur veiðst í ám í öllum landsfjórðungum í sumar. Mest hefur veiðst af hnúðlaxi í lax- og silungsveiðiám en einnig hefur regnbogasilungur veiðst í sumar. Formaður Landssambands veiðifélaga segir þessar niðurstöður sýna hvað geti gerst með því að stórauka eldi hér við land.Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðvaNú þegar hafa verið staðfest 67 tilvik þar sem eldisfiskur veiddist í íslenskum ám. Eldisfiskur er óæskilegur gestur í íslenskum ám vegna mikilla og alvarlegra afleiðinga sem hann getur haft fyrir þá náttúrulegu stofna sem hér lifa. Þetta eru bráðabirgðaniðurstöður Hafrannsóknastofnunar, en heildarfjöldi veiddra eldisfiska er ekki ljós fyrr en veiðibækur hafa skilað sér til stofnunarinnar og þær rannsakaðar. Af þessum 67 tilvikum eiga átta við um regnbogasilung en 59 tilvik eru skráð um veiði á hnúðlaxi. Líklegt er að stangveiðimenn veiði aðeins brot af þeim eldisfiski sem syndir frjáls við strendur Íslands. Ekki er með nokkru móti hægt að gera sér grein fyrir magni eldisfisks en líklegt er að þessi 67 tilvik séu aðeins brotabrot af heildarumfanginu.Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélagaEinar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, segir þessar tölur koma vel út fyrir íslenskt sjókvíaeldi. „Þessar tölur gefa það til kynna að íslenskt sjókvíaeldi sé ekki vandamál fyrir íslenskar ár. Í tölunum er enginn lax úr íslensku sjókvíaeldi. Einnig eru mjög fá tilfelli um veiddan regnbogasilung. Þessar tölur gefa því vísbendingar um að vel sé haldið á spöðunum í fiskeldi á Íslandi og slysasleppingar ekki vandamál þar,“ segir Einar. Ekki eru þess dæmi að lax úr íslensku laxeldi í sjó hafi veiðst í ám í sumar. Aðeins er um hnúðlax að ræða í bókum Hafrannsóknastofnunar. Líklegt er þó að regnbogasilungurinn sé úr íslensku sjókvíaeldi. „Þetta er mjög óæskileg þróun í íslenskri náttúru,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga. „Hér eru á ferð strokufiskar úr eldi sem við viljum ekki sjá í íslenskri náttúru. Það skiptir sköpum fyrir íslenskt lífríki að við förum gætilega í þessum efnum. Skora ég einnig á alla þá veiðimenn sem telja sig hafa veitt þessi kvikindi að koma þeim til yfirvalda til rannsóknar hið snarasta svo hægt sé að skrá þessi tilvik og rannsaka.“
Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira