Trump minnir repúblikana á af hverju þeir treysta honum ekki Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2017 12:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var í góðu skapi skömmu eftir að hann vaknaði í gær. Hann hafði horft á fréttir og séð jákvæða umfjöllun um þá ákvörðun sína að gera samkomulag við demókrata varðandi skuldaþak ríkisins og fjármögnun stjórnvalda. Jafnvel þó hann hafi grafið verulega undan eigin flokki með samkomulaginu.Samkvæmt New York Times hringdi forsetinn í Nancy Pelosi, leiðtoga minnihlutans í fulltrúadeild þingsins, og ræddi við hana um hina jákvæðu umfjöllun. Hann ræddi einnig við Chuck Schumer, leiðtoga demókrata í öldungadeildinni, og gladdist yfir því að jafnvel fréttir Fox News væru á jákvæðum nótum.Skömmu seinna hét hann því að starfa meira með fulltrúum Demókrataflokksins.„Ég held að samband okkar verði allt annað en það hefur verið undanfarin ár. Ég held að þetta sé frábært fyrir Bandaríkin og að þetta sé eitthvað sem fólkið vill sjá. Þau vilja viðræður og sjá okkur ná saman að einhverju leyti,“ sagði forsetinn við blaðamenn í gær.Sjá einnig: Trump valtar yfir áætlanir repúblikanaÞrátt fyrir að repúblikanar séu jafnvel reiðir út í Trump draga margir í efa að þetta ástand muni vara. Bæði þá muni Trump sjálfur missa áhugann á samstarfi við demókrata og demókratar muni missa áhugann á samstarfi við forsetann. Blaðamenn Politico segja ljóst að Trump hafi engan áhuga á að leiða Repúblikanaflokkinn á nokkurn hátt. Hann hefur ítrekað skammast yfir leiðtogum flokksins og jafnvel kallað eftir því að þingmenn sem honum lýst ekki á, verði ekki kosnir aftur.Trump er óútreiknanlegur og þingmenn flokks hans eru ósáttir við nýjasta útspil forsetans. Gjá hefur einnig myndast á milli þingmanna flokksins og leiðtoga þeirra í báðum deildum þingsins. Það er þeirra Paul Ryan og Mitch McConnell.Samkvæmt frétt Washington Post óttast þingmenn Repúblikanaflokksins að samband þeirra við Hvíta húsið hafi beðið verulega hnekki og að erfitt verði að koma stórum málum í gegnum báðar deildir þingsins og í gegnum forsetann.Uppfært 13: 15 Búið er að bæta við þremur tístum Trump þar sem hann gagnrýnir þingmenn Repúblikanaflokksins og segir þeim að einbeita sér að breytingum á skattkerfi Bandaríkjanna.Republicans, sorry, but I've been hearing about Repeal & Replace for 7 years, didn't happen! Even worse, the Senate Filibuster Rule will....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 8, 2017 ...never allow the Republicans to pass even great legislation. 8 Dems control - will rarely get 60 (vs. 51) votes. It is a Repub Death Wish!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 8, 2017 Republicans must start the Tax Reform/Tax Cut legislation ASAP. Don't wait until the end of September. Needed now more than ever. Hurry!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 8, 2017 Donald Trump Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var í góðu skapi skömmu eftir að hann vaknaði í gær. Hann hafði horft á fréttir og séð jákvæða umfjöllun um þá ákvörðun sína að gera samkomulag við demókrata varðandi skuldaþak ríkisins og fjármögnun stjórnvalda. Jafnvel þó hann hafi grafið verulega undan eigin flokki með samkomulaginu.Samkvæmt New York Times hringdi forsetinn í Nancy Pelosi, leiðtoga minnihlutans í fulltrúadeild þingsins, og ræddi við hana um hina jákvæðu umfjöllun. Hann ræddi einnig við Chuck Schumer, leiðtoga demókrata í öldungadeildinni, og gladdist yfir því að jafnvel fréttir Fox News væru á jákvæðum nótum.Skömmu seinna hét hann því að starfa meira með fulltrúum Demókrataflokksins.„Ég held að samband okkar verði allt annað en það hefur verið undanfarin ár. Ég held að þetta sé frábært fyrir Bandaríkin og að þetta sé eitthvað sem fólkið vill sjá. Þau vilja viðræður og sjá okkur ná saman að einhverju leyti,“ sagði forsetinn við blaðamenn í gær.Sjá einnig: Trump valtar yfir áætlanir repúblikanaÞrátt fyrir að repúblikanar séu jafnvel reiðir út í Trump draga margir í efa að þetta ástand muni vara. Bæði þá muni Trump sjálfur missa áhugann á samstarfi við demókrata og demókratar muni missa áhugann á samstarfi við forsetann. Blaðamenn Politico segja ljóst að Trump hafi engan áhuga á að leiða Repúblikanaflokkinn á nokkurn hátt. Hann hefur ítrekað skammast yfir leiðtogum flokksins og jafnvel kallað eftir því að þingmenn sem honum lýst ekki á, verði ekki kosnir aftur.Trump er óútreiknanlegur og þingmenn flokks hans eru ósáttir við nýjasta útspil forsetans. Gjá hefur einnig myndast á milli þingmanna flokksins og leiðtoga þeirra í báðum deildum þingsins. Það er þeirra Paul Ryan og Mitch McConnell.Samkvæmt frétt Washington Post óttast þingmenn Repúblikanaflokksins að samband þeirra við Hvíta húsið hafi beðið verulega hnekki og að erfitt verði að koma stórum málum í gegnum báðar deildir þingsins og í gegnum forsetann.Uppfært 13: 15 Búið er að bæta við þremur tístum Trump þar sem hann gagnrýnir þingmenn Repúblikanaflokksins og segir þeim að einbeita sér að breytingum á skattkerfi Bandaríkjanna.Republicans, sorry, but I've been hearing about Repeal & Replace for 7 years, didn't happen! Even worse, the Senate Filibuster Rule will....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 8, 2017 ...never allow the Republicans to pass even great legislation. 8 Dems control - will rarely get 60 (vs. 51) votes. It is a Repub Death Wish!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 8, 2017 Republicans must start the Tax Reform/Tax Cut legislation ASAP. Don't wait until the end of September. Needed now more than ever. Hurry!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 8, 2017
Donald Trump Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira