Trump minnir repúblikana á af hverju þeir treysta honum ekki Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2017 12:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var í góðu skapi skömmu eftir að hann vaknaði í gær. Hann hafði horft á fréttir og séð jákvæða umfjöllun um þá ákvörðun sína að gera samkomulag við demókrata varðandi skuldaþak ríkisins og fjármögnun stjórnvalda. Jafnvel þó hann hafi grafið verulega undan eigin flokki með samkomulaginu.Samkvæmt New York Times hringdi forsetinn í Nancy Pelosi, leiðtoga minnihlutans í fulltrúadeild þingsins, og ræddi við hana um hina jákvæðu umfjöllun. Hann ræddi einnig við Chuck Schumer, leiðtoga demókrata í öldungadeildinni, og gladdist yfir því að jafnvel fréttir Fox News væru á jákvæðum nótum.Skömmu seinna hét hann því að starfa meira með fulltrúum Demókrataflokksins.„Ég held að samband okkar verði allt annað en það hefur verið undanfarin ár. Ég held að þetta sé frábært fyrir Bandaríkin og að þetta sé eitthvað sem fólkið vill sjá. Þau vilja viðræður og sjá okkur ná saman að einhverju leyti,“ sagði forsetinn við blaðamenn í gær.Sjá einnig: Trump valtar yfir áætlanir repúblikanaÞrátt fyrir að repúblikanar séu jafnvel reiðir út í Trump draga margir í efa að þetta ástand muni vara. Bæði þá muni Trump sjálfur missa áhugann á samstarfi við demókrata og demókratar muni missa áhugann á samstarfi við forsetann. Blaðamenn Politico segja ljóst að Trump hafi engan áhuga á að leiða Repúblikanaflokkinn á nokkurn hátt. Hann hefur ítrekað skammast yfir leiðtogum flokksins og jafnvel kallað eftir því að þingmenn sem honum lýst ekki á, verði ekki kosnir aftur.Trump er óútreiknanlegur og þingmenn flokks hans eru ósáttir við nýjasta útspil forsetans. Gjá hefur einnig myndast á milli þingmanna flokksins og leiðtoga þeirra í báðum deildum þingsins. Það er þeirra Paul Ryan og Mitch McConnell.Samkvæmt frétt Washington Post óttast þingmenn Repúblikanaflokksins að samband þeirra við Hvíta húsið hafi beðið verulega hnekki og að erfitt verði að koma stórum málum í gegnum báðar deildir þingsins og í gegnum forsetann.Uppfært 13: 15 Búið er að bæta við þremur tístum Trump þar sem hann gagnrýnir þingmenn Repúblikanaflokksins og segir þeim að einbeita sér að breytingum á skattkerfi Bandaríkjanna.Republicans, sorry, but I've been hearing about Repeal & Replace for 7 years, didn't happen! Even worse, the Senate Filibuster Rule will....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 8, 2017 ...never allow the Republicans to pass even great legislation. 8 Dems control - will rarely get 60 (vs. 51) votes. It is a Repub Death Wish!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 8, 2017 Republicans must start the Tax Reform/Tax Cut legislation ASAP. Don't wait until the end of September. Needed now more than ever. Hurry!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 8, 2017 Donald Trump Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var í góðu skapi skömmu eftir að hann vaknaði í gær. Hann hafði horft á fréttir og séð jákvæða umfjöllun um þá ákvörðun sína að gera samkomulag við demókrata varðandi skuldaþak ríkisins og fjármögnun stjórnvalda. Jafnvel þó hann hafi grafið verulega undan eigin flokki með samkomulaginu.Samkvæmt New York Times hringdi forsetinn í Nancy Pelosi, leiðtoga minnihlutans í fulltrúadeild þingsins, og ræddi við hana um hina jákvæðu umfjöllun. Hann ræddi einnig við Chuck Schumer, leiðtoga demókrata í öldungadeildinni, og gladdist yfir því að jafnvel fréttir Fox News væru á jákvæðum nótum.Skömmu seinna hét hann því að starfa meira með fulltrúum Demókrataflokksins.„Ég held að samband okkar verði allt annað en það hefur verið undanfarin ár. Ég held að þetta sé frábært fyrir Bandaríkin og að þetta sé eitthvað sem fólkið vill sjá. Þau vilja viðræður og sjá okkur ná saman að einhverju leyti,“ sagði forsetinn við blaðamenn í gær.Sjá einnig: Trump valtar yfir áætlanir repúblikanaÞrátt fyrir að repúblikanar séu jafnvel reiðir út í Trump draga margir í efa að þetta ástand muni vara. Bæði þá muni Trump sjálfur missa áhugann á samstarfi við demókrata og demókratar muni missa áhugann á samstarfi við forsetann. Blaðamenn Politico segja ljóst að Trump hafi engan áhuga á að leiða Repúblikanaflokkinn á nokkurn hátt. Hann hefur ítrekað skammast yfir leiðtogum flokksins og jafnvel kallað eftir því að þingmenn sem honum lýst ekki á, verði ekki kosnir aftur.Trump er óútreiknanlegur og þingmenn flokks hans eru ósáttir við nýjasta útspil forsetans. Gjá hefur einnig myndast á milli þingmanna flokksins og leiðtoga þeirra í báðum deildum þingsins. Það er þeirra Paul Ryan og Mitch McConnell.Samkvæmt frétt Washington Post óttast þingmenn Repúblikanaflokksins að samband þeirra við Hvíta húsið hafi beðið verulega hnekki og að erfitt verði að koma stórum málum í gegnum báðar deildir þingsins og í gegnum forsetann.Uppfært 13: 15 Búið er að bæta við þremur tístum Trump þar sem hann gagnrýnir þingmenn Repúblikanaflokksins og segir þeim að einbeita sér að breytingum á skattkerfi Bandaríkjanna.Republicans, sorry, but I've been hearing about Repeal & Replace for 7 years, didn't happen! Even worse, the Senate Filibuster Rule will....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 8, 2017 ...never allow the Republicans to pass even great legislation. 8 Dems control - will rarely get 60 (vs. 51) votes. It is a Repub Death Wish!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 8, 2017 Republicans must start the Tax Reform/Tax Cut legislation ASAP. Don't wait until the end of September. Needed now more than ever. Hurry!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 8, 2017
Donald Trump Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira