Björn Ingi hættur hjá Vefpressunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2017 13:04 Björn Ingi Hrafnsson hefur verið orðaður við endurkomu í stjórnmála en sveitarstjórnarkosningar verða næsta vor. Vísir/Valli Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi Pressunnar, hættir störfum hjá Vefpressunni ehf. í kjölfar kaupa Sigurðar G. Guðjónssonar hæstaréttarlögmanns á félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu Björns Inga fyrir hönd Frjálsrar fjölmiðlunar og Pressunnar. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær keypti fyrirtækið Frjáls fjölmiðlun fjölmarga fjölmiðla af Pressunni og dótturfélögum hennar í vikunni. Í viðskiptunum felst að Frjáls Fjölmiðlun tekur yfir útgáfu DV, dv.is, Pressunnar, Eyjunnar, Bleikt, Birtu, doktor.is og 433.is auk sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN. „Kaupverðið er vel á sjötta hundrað milljónir króna og er greitt með reiðufé og yfirtöku skulda,“ segir í tilkynningunni. Allt starfsfólk viðkomandi fjölmiðla haldi störfum sínum eftir viðskiptin, utan að Björn Ingi hverfi til annarra starfa. Fyrst ætli hann í frí.„Ég er gríðarlega stoltur af þessum viðskiptum og finn fyrir miklum létti,“ er haft eftir Birni Inga í fréttatilkynningunni. „Með þessari sölu tekst að greiða niður skuldir, að tryggja rekstur mikilvægra fjölmiðla í okkar samfélagi og tryggja hagsmuni kröfuhafa. Það höfum við gert og ég hygg að umfang þessara viðskipta komi ýmsum á óvart í ljósi þess að ýmsir hafa reynt að tala virði þessara fjölmiðla niður á opinberum vettvangi.“ Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarformaður og eigandi Frjálsrar fjölmiðlunar, segir í tilkynningunni mikilvægt að Ísland eigi öfluga fjölmiðla. Hann hefur mikla reynslu af fjölmiðlarekstri og stýrði um skeið stærsta einkarekna fjölmiðlafyrirtæki landsins, Norðurljósum. „Ég hef fylgst með þessum rekstri og veit að þarna vinnur ákaflega hæft fólk. Framundan er spennandi tími, þar sem ég vonast til að sjá þessa fjölmiðla vaxa og dafna.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sigurður G. kaupir DV og aðrar eignir Pressunnar Ekki fást upplýsingar um hvaða fjárfestar standa að baki Sigurðar en Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 7. september 2017 06:00 Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Dalurinn á 68% hlut í Pressunni en vissu ekki af kaupum Sigurðar G. Guðjónssonar fyrr en þau voru gengin í gegn. 7. september 2017 12:12 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi Pressunnar, hættir störfum hjá Vefpressunni ehf. í kjölfar kaupa Sigurðar G. Guðjónssonar hæstaréttarlögmanns á félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu Björns Inga fyrir hönd Frjálsrar fjölmiðlunar og Pressunnar. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær keypti fyrirtækið Frjáls fjölmiðlun fjölmarga fjölmiðla af Pressunni og dótturfélögum hennar í vikunni. Í viðskiptunum felst að Frjáls Fjölmiðlun tekur yfir útgáfu DV, dv.is, Pressunnar, Eyjunnar, Bleikt, Birtu, doktor.is og 433.is auk sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN. „Kaupverðið er vel á sjötta hundrað milljónir króna og er greitt með reiðufé og yfirtöku skulda,“ segir í tilkynningunni. Allt starfsfólk viðkomandi fjölmiðla haldi störfum sínum eftir viðskiptin, utan að Björn Ingi hverfi til annarra starfa. Fyrst ætli hann í frí.„Ég er gríðarlega stoltur af þessum viðskiptum og finn fyrir miklum létti,“ er haft eftir Birni Inga í fréttatilkynningunni. „Með þessari sölu tekst að greiða niður skuldir, að tryggja rekstur mikilvægra fjölmiðla í okkar samfélagi og tryggja hagsmuni kröfuhafa. Það höfum við gert og ég hygg að umfang þessara viðskipta komi ýmsum á óvart í ljósi þess að ýmsir hafa reynt að tala virði þessara fjölmiðla niður á opinberum vettvangi.“ Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarformaður og eigandi Frjálsrar fjölmiðlunar, segir í tilkynningunni mikilvægt að Ísland eigi öfluga fjölmiðla. Hann hefur mikla reynslu af fjölmiðlarekstri og stýrði um skeið stærsta einkarekna fjölmiðlafyrirtæki landsins, Norðurljósum. „Ég hef fylgst með þessum rekstri og veit að þarna vinnur ákaflega hæft fólk. Framundan er spennandi tími, þar sem ég vonast til að sjá þessa fjölmiðla vaxa og dafna.“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sigurður G. kaupir DV og aðrar eignir Pressunnar Ekki fást upplýsingar um hvaða fjárfestar standa að baki Sigurðar en Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 7. september 2017 06:00 Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Dalurinn á 68% hlut í Pressunni en vissu ekki af kaupum Sigurðar G. Guðjónssonar fyrr en þau voru gengin í gegn. 7. september 2017 12:12 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Sigurður G. kaupir DV og aðrar eignir Pressunnar Ekki fást upplýsingar um hvaða fjárfestar standa að baki Sigurðar en Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 7. september 2017 06:00
Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Dalurinn á 68% hlut í Pressunni en vissu ekki af kaupum Sigurðar G. Guðjónssonar fyrr en þau voru gengin í gegn. 7. september 2017 12:12