Misskilningur ástæða þess að auglýsingarnar fengu að rísa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. september 2017 20:00 Skerpa þarf á verkferlum er varða útgáfu auglýsingaleyfa á borgarlandi, segir varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Misskilningur hafi valdið því að tvær umdeildar auglýsingar hafi fengið að rísa.Umbúðirnar hafa verið að finnast á víð og dreif.vísir/ófeigur sigurðssonAnnars vegar er um að ræða gríðarstóran innkaupapoka sem verslunarrisinn H&M kom fyrir á Lækjartorgi, og nú síðast málmkassa sem stendur við Stein í hlíðum Esjunnar, og hefur að geyma Kellogg‘s orkustykki frá Nóa Siríus. Þar eru göngumenn hvattir til þess að birta myndir af sér á samfélagsmiðlum þar sem það gæti átt möguleika á verðlaunum, en fólk hefur lýst yfir áhyggjum vegna umbúðanna sem finnast nú á víð og dreif í Esjuhlíðum. Kassinn var settur upp í lok ágúst, en greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að borgin hafi farið fram á að hann yrði fjarlægður, því leyfin séu ekki fyrir hendi. Forsvarsmenn Nóa Siríusar fullyrða í samtali við fréttastofu að leyfin hafi verið til staðar, og segjast furða sig á viðbrögðum borgaryfirvalda. Þeir muni hins vegar fjarlægja kassann í síðasta lagi á morgun.Engir eftirmálar Magnea Þóra Guðmundsdóttir, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs, segist ekki gera ráð fyrir að einhverjir eftirmálar verði. Hún segir að reglur um afnot af borgarlandi vegna skilta og útstillinga ekki tæmandi, enda geti auglýsingarnar verið eins fjölbreyttar og þær séu margar. Þar af leiðandi geti misskilningur átt sér stað.Kassinn hefur að geyma orkustangir frá Kelloggs's en um er að ræða hluta af auglýsingaherferð Nóa Siríusar.„Aðili hjá borginni hélt að verið væri að afhenda einhverjar súkkulaðistangir en svo hefur hefur komið í ljós að það er bara kassi sem stendur á Esjunni og það hefur ekkert leyfi verið gefið fyrir því,“ segir Magnea. Sömuleiðis hafi misskilningur átt sér stað í tilfelli H&M pokans. „Það var gefið leyfi fyrir þeirri auglýsingu, en enn og aftur, það hefur orðið einhver misskilningur. Í því tilfelli hélt starfsmaðurinn sem gefur leyfisveitingar að hann væri að gefa leyfi á að auglýsa einhvern viðburð. Ég veit ekki hvort það útskýri eitthvað að starfsmaðurinn var á leið í sumarleyfi, en það hefur greinilega vantað upp á einhverjar upplýsingar hvers eðlis auglýsingin var.“ Hún segir verkferla í sífelldri endurskoðun. „Kannski eru það bara þessir ferlar sem þarf að skerpa á til að passa það að svona misskilningur verði ekki aftur,“ segir Magnea.H&M innkaupapokanum var komið fyrir á Lækjartorgi, en færður á bílaplan Smáralindar í kjölfarið.vísir/vilhelm Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Orkustykki í óleyfi í hlíðum Esjunnar Nói Síríus hefur komið fyrir kassa fullum af Kellogg's orkustykkjum í hlíðum Esjunnar. Reykjavíkurborg segir að ekki hafi verið veitt leyfi fyrir kassanum sem er hluti af auglýsingarherferð. Kvartað undan sóðaskap af umbúðunum. 8. september 2017 06:00 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
Skerpa þarf á verkferlum er varða útgáfu auglýsingaleyfa á borgarlandi, segir varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Misskilningur hafi valdið því að tvær umdeildar auglýsingar hafi fengið að rísa.Umbúðirnar hafa verið að finnast á víð og dreif.vísir/ófeigur sigurðssonAnnars vegar er um að ræða gríðarstóran innkaupapoka sem verslunarrisinn H&M kom fyrir á Lækjartorgi, og nú síðast málmkassa sem stendur við Stein í hlíðum Esjunnar, og hefur að geyma Kellogg‘s orkustykki frá Nóa Siríus. Þar eru göngumenn hvattir til þess að birta myndir af sér á samfélagsmiðlum þar sem það gæti átt möguleika á verðlaunum, en fólk hefur lýst yfir áhyggjum vegna umbúðanna sem finnast nú á víð og dreif í Esjuhlíðum. Kassinn var settur upp í lok ágúst, en greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að borgin hafi farið fram á að hann yrði fjarlægður, því leyfin séu ekki fyrir hendi. Forsvarsmenn Nóa Siríusar fullyrða í samtali við fréttastofu að leyfin hafi verið til staðar, og segjast furða sig á viðbrögðum borgaryfirvalda. Þeir muni hins vegar fjarlægja kassann í síðasta lagi á morgun.Engir eftirmálar Magnea Þóra Guðmundsdóttir, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs, segist ekki gera ráð fyrir að einhverjir eftirmálar verði. Hún segir að reglur um afnot af borgarlandi vegna skilta og útstillinga ekki tæmandi, enda geti auglýsingarnar verið eins fjölbreyttar og þær séu margar. Þar af leiðandi geti misskilningur átt sér stað.Kassinn hefur að geyma orkustangir frá Kelloggs's en um er að ræða hluta af auglýsingaherferð Nóa Siríusar.„Aðili hjá borginni hélt að verið væri að afhenda einhverjar súkkulaðistangir en svo hefur hefur komið í ljós að það er bara kassi sem stendur á Esjunni og það hefur ekkert leyfi verið gefið fyrir því,“ segir Magnea. Sömuleiðis hafi misskilningur átt sér stað í tilfelli H&M pokans. „Það var gefið leyfi fyrir þeirri auglýsingu, en enn og aftur, það hefur orðið einhver misskilningur. Í því tilfelli hélt starfsmaðurinn sem gefur leyfisveitingar að hann væri að gefa leyfi á að auglýsa einhvern viðburð. Ég veit ekki hvort það útskýri eitthvað að starfsmaðurinn var á leið í sumarleyfi, en það hefur greinilega vantað upp á einhverjar upplýsingar hvers eðlis auglýsingin var.“ Hún segir verkferla í sífelldri endurskoðun. „Kannski eru það bara þessir ferlar sem þarf að skerpa á til að passa það að svona misskilningur verði ekki aftur,“ segir Magnea.H&M innkaupapokanum var komið fyrir á Lækjartorgi, en færður á bílaplan Smáralindar í kjölfarið.vísir/vilhelm
Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Orkustykki í óleyfi í hlíðum Esjunnar Nói Síríus hefur komið fyrir kassa fullum af Kellogg's orkustykkjum í hlíðum Esjunnar. Reykjavíkurborg segir að ekki hafi verið veitt leyfi fyrir kassanum sem er hluti af auglýsingarherferð. Kvartað undan sóðaskap af umbúðunum. 8. september 2017 06:00 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
Orkustykki í óleyfi í hlíðum Esjunnar Nói Síríus hefur komið fyrir kassa fullum af Kellogg's orkustykkjum í hlíðum Esjunnar. Reykjavíkurborg segir að ekki hafi verið veitt leyfi fyrir kassanum sem er hluti af auglýsingarherferð. Kvartað undan sóðaskap af umbúðunum. 8. september 2017 06:00