Fjöldi Íslendinga í Flórída flýr undan Irmu Birgir Olgeirsson skrifar 9. september 2017 00:01 Frá Turnpike í Flórída, sem er ein af þremur aðalleiðum fylkisins, en umferðin þar hefur verið mjög þétt undanfarna tvo sólarhringa. Vísir/Getty „Ef einhver er í vandræðum og póstar á þessa síðu er ég alveg viss um að einhver myndi svara þeirra hjálparbeiðni,“ segir Pétur Már Sigurðsson, formaður félagsins Íslendingar í Flórída, um Facebook-síðuna sem félagið rekur. Fellibylurinn Irma stefnir nú hraðbyri á Flórídaskaga. Talið er að ytri bönd fellbylsins muni ná Miami annað kvöld en Pétur segir að vonast sé til að Irma verði farin af skaganum um hádegi næstkomandi mánudag. Staðan í Flórída er sú að allir sem eru við ströndina og við skerjagarð skagans er skipað að fara inn í landi og er engin undantekning frá því.Pétur Sigurðsson, formaður félagsins Íslendingar í Flórída.AðsendIrma mun ryðja á undan sér flóðbylgju sem getur náð allt að fjögurra metra hæð sem er hærra en lægstu hús. Þess vegna er skylda að yfirgefa strandlengjuna og fara inn í land og hafa fjöldi Íslendinga þurft að gera þar. Einhverjir hafa leitað á náðir Íslendingafélagsins í Flórída og þá hefur einnig verið hægt að fá aðstoð frá ræðismönnum á svæðinu. Pétur segir mjög erfitt að áætla hversu margir Íslendingar eru í Flórída þessa dagana. Til að mynda var um þrjátíu þúsund íbúum og 25 þúsund ferðamönnum í grennd við Miami skipað upp á meginlandi og segir Pétur næsta víst að fjöldi Íslenindga hafi verið þar. „Þeir Íslendingar sem ég þekki sem eru þarna suður frá fóru allir inn í land. Það eru einhver hundruð,“ segir Pétur. Hann bendir á að um nítján milljónir séu í Flórída og um fjórar til fimm milljónir séu á vegunum að reyna að koma sér í burtu. „Einhverstaðar sá ég að einhverjir voru búnir að vera 20 klukkutíma þar sem átti að vera nokkurra tíma leið,“ segir Pétur Már. Þrjár aðalleiðir eru í Flórída, Interstate 75, Interstate 95 og Turnpike. „Það er búið að vera bíll við bíl á þeim götum í tvo sólarhringa.“ Hann segir að brottflutningarnir gangi þó nokkuð vel og það megi þakka allsherjar almannavarnaæfingu sem var haldin í fylkinu fyrir nokkrum árum. „Sú æfing miðaðist við hvað við gerum í versta tilfelli, það er að segja ef stór fellibylur eins og Irma kemur upp skagann og hefur áhrif á allt heila fylkið,“ segir Pétur. Allar takmarkanir varðandi þungaflutninga og svefntíma bílstjóra hafa verið felldar niður tímabundið svo hægt sé að koma bensíni á bensínstöðvar og lagt áherslu á að nóg bensíns sé á bensínstöðvum í kringum þessar þrjár stofnbrautir. Pétur er búinn að búa á Flórída í 19 ár, en hann er með hús í Ventura í Orlando. Hann undirbýr sig vel fyrir fellibylji og keyptir sér rafstöð árið 2004 sem hefur komið honum vel. Hann passar upp á að eiga nóg eldsneyti á rafstöðina og sér til þess að eiga nóg af þurrmat ef hún skyldi bila. Hann passar upp á að eiga nóg af vatni, drykkjarvörum og rafhlöðum og reynir að vera undir það búinn að vera sjálfum sér nógur í allt að viku fyrir fellibyl á borð við Irmu. Fellibylurinn Irma Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Sjá meira
„Ef einhver er í vandræðum og póstar á þessa síðu er ég alveg viss um að einhver myndi svara þeirra hjálparbeiðni,“ segir Pétur Már Sigurðsson, formaður félagsins Íslendingar í Flórída, um Facebook-síðuna sem félagið rekur. Fellibylurinn Irma stefnir nú hraðbyri á Flórídaskaga. Talið er að ytri bönd fellbylsins muni ná Miami annað kvöld en Pétur segir að vonast sé til að Irma verði farin af skaganum um hádegi næstkomandi mánudag. Staðan í Flórída er sú að allir sem eru við ströndina og við skerjagarð skagans er skipað að fara inn í landi og er engin undantekning frá því.Pétur Sigurðsson, formaður félagsins Íslendingar í Flórída.AðsendIrma mun ryðja á undan sér flóðbylgju sem getur náð allt að fjögurra metra hæð sem er hærra en lægstu hús. Þess vegna er skylda að yfirgefa strandlengjuna og fara inn í land og hafa fjöldi Íslendinga þurft að gera þar. Einhverjir hafa leitað á náðir Íslendingafélagsins í Flórída og þá hefur einnig verið hægt að fá aðstoð frá ræðismönnum á svæðinu. Pétur segir mjög erfitt að áætla hversu margir Íslendingar eru í Flórída þessa dagana. Til að mynda var um þrjátíu þúsund íbúum og 25 þúsund ferðamönnum í grennd við Miami skipað upp á meginlandi og segir Pétur næsta víst að fjöldi Íslenindga hafi verið þar. „Þeir Íslendingar sem ég þekki sem eru þarna suður frá fóru allir inn í land. Það eru einhver hundruð,“ segir Pétur. Hann bendir á að um nítján milljónir séu í Flórída og um fjórar til fimm milljónir séu á vegunum að reyna að koma sér í burtu. „Einhverstaðar sá ég að einhverjir voru búnir að vera 20 klukkutíma þar sem átti að vera nokkurra tíma leið,“ segir Pétur Már. Þrjár aðalleiðir eru í Flórída, Interstate 75, Interstate 95 og Turnpike. „Það er búið að vera bíll við bíl á þeim götum í tvo sólarhringa.“ Hann segir að brottflutningarnir gangi þó nokkuð vel og það megi þakka allsherjar almannavarnaæfingu sem var haldin í fylkinu fyrir nokkrum árum. „Sú æfing miðaðist við hvað við gerum í versta tilfelli, það er að segja ef stór fellibylur eins og Irma kemur upp skagann og hefur áhrif á allt heila fylkið,“ segir Pétur. Allar takmarkanir varðandi þungaflutninga og svefntíma bílstjóra hafa verið felldar niður tímabundið svo hægt sé að koma bensíni á bensínstöðvar og lagt áherslu á að nóg bensíns sé á bensínstöðvum í kringum þessar þrjár stofnbrautir. Pétur er búinn að búa á Flórída í 19 ár, en hann er með hús í Ventura í Orlando. Hann undirbýr sig vel fyrir fellibylji og keyptir sér rafstöð árið 2004 sem hefur komið honum vel. Hann passar upp á að eiga nóg eldsneyti á rafstöðina og sér til þess að eiga nóg af þurrmat ef hún skyldi bila. Hann passar upp á að eiga nóg af vatni, drykkjarvörum og rafhlöðum og reynir að vera undir það búinn að vera sjálfum sér nógur í allt að viku fyrir fellibyl á borð við Irmu.
Fellibylurinn Irma Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Sjá meira