Sjálfstæðisflokkurinn í yfirburðastöðu Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. ágúst 2017 02:00 Ráðhús Reykjavíkur. vísir/stefán Sjálfstæðisflokkurinn fengi mestan stuðning allra flokka í Reykjavíkurborg ef borgarstjórnarkosningar færu fram í dag. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Flokkurinn fengi 34,2 prósent atkvæða. Það er næstum tvöfalt meira en Vinstri grænir fengju, en þeir eru næststærsti flokkurinn samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Samfylkingin er með 13,7 prósent, Píratar 12,4 prósent. Flokkur fólksins kemur svo sterkur inn með 7 prósenta fylgi. Halldór Halldórsson, núverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir fylgið á töluverðri hreyfingu. Hann bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið með 32 prósent fylgi í könnun í desember en síðan um 27 prósent fyrir um það bil mánuði. Sveitarstjórnarkosningar fara fram í vor. Halldór segir að fylgið muni hreyfast þangað til ljóst verður hverjir bjóða fram. „En ég ætla að vona að þetta sé til marks um það að eitthvað af málflutningnum hafi skilað sér,“ segir Halldór, sem sjálfur hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næstu kosningum. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.063 manns í Reykjavík samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki dagana 28. og 29. ágúst þar til náðist í 791. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Svarhlutfallið var 74,4 prósent. Alls tóku 46 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Tólf prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu, tæp 18 prósent voru ekki búin að gera upp hug sinn og 24 prósent vildu ekki svara spurningunni. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fengi mestan stuðning allra flokka í Reykjavíkurborg ef borgarstjórnarkosningar færu fram í dag. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Flokkurinn fengi 34,2 prósent atkvæða. Það er næstum tvöfalt meira en Vinstri grænir fengju, en þeir eru næststærsti flokkurinn samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Samfylkingin er með 13,7 prósent, Píratar 12,4 prósent. Flokkur fólksins kemur svo sterkur inn með 7 prósenta fylgi. Halldór Halldórsson, núverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir fylgið á töluverðri hreyfingu. Hann bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið með 32 prósent fylgi í könnun í desember en síðan um 27 prósent fyrir um það bil mánuði. Sveitarstjórnarkosningar fara fram í vor. Halldór segir að fylgið muni hreyfast þangað til ljóst verður hverjir bjóða fram. „En ég ætla að vona að þetta sé til marks um það að eitthvað af málflutningnum hafi skilað sér,“ segir Halldór, sem sjálfur hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næstu kosningum. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.063 manns í Reykjavík samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki dagana 28. og 29. ágúst þar til náðist í 791. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Svarhlutfallið var 74,4 prósent. Alls tóku 46 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Tólf prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu, tæp 18 prósent voru ekki búin að gera upp hug sinn og 24 prósent vildu ekki svara spurningunni. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk?
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum