Ræða efnislega um mál Roberts Downey á fundi allsherjarnefndar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 08:45 Mál Roberts Downey (efst t.v.) verður fastlega rætt á opnum fundi allsherjar-og menntamálanefndar í dag. Vísir Þingmenn geta rætt og spurt efnislega út í málsmeðferðina sem mál Roberts Downey fékk þegar honum var veitt uppreist æru á liðnu ári á opnum fundi allsherjar-og menntamálanefndar í dag. Þetta er niðurstaða nefndarsviðs Alþingis sem vann minnisblað um málið í kjölfar þess að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata sem óskaði eftir fundinum í nefndinni, fór fram á rökstuðning fyrir því á hvaða forsendum formaður nefndarinnar, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hafði hafnað því að hægt væri að ræða mál Roberts Downey. Sjá einnig:Ósátt við að ekki megi ræða mál Roberts Downey „Það verður rætt efnislega. Það kom rökstuðningur frá nefndarsviði sem sagði að ég hefði í raun og veru metið þetta rétt, það er að okkur er auðvitað frjálst að spyrja um þetta einstaka mál en dómsmálaráðherra getur vísað í trúnað þegar við á. Það breytir því þó ekki að við megum ræða um mál Roberts Downey,“ segir Þórhildur Sunna í samtali Vísi. Fundur allsherjar-og menntamálanefndar hefst klukkan 10:30 og verður í beinni útsendingu á Vísi. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, mun þá koma fyrir fundinn og fara yfir þær reglur sem gilda um veitingu uppreistar æru en vinna stendur nú yfir í ráðuneytinu varðandi það hvernig breyta má verklaginu og reglunum. Þá kemur Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á, einnig á fundinn en hann hefur látið málið til sín taka að undanförnu og harðlega gagnrýnt málsmeðferðina alla, nú síðast í grein í Fréttablaðinu í gær. Robert Downey fékk uppreist æru þann 16. september í fyrra en málið komst í hámæli eftir að Hæstiréttur staðfesti í júní síðastliðnum úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Robert gæti fengið lögmannsréttindi sín á ný. Hann var dæmdur í þriggja ári fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum ungum stúlkum. Uppreist æru Tengdar fréttir Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54 Segir skammarlega tekið á málinu Fjallað verður um endurskoðun reglna um uppreist æru á nefndarfundi Alþingis í næstu viku. Þingmanni Pírata segist hafa verið synjað um að taka mál Roberts Downey sérstaklega fyrir og hefur óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Hún telur meirihluta Alþingis hafa komið skammarlega fram í umfjöllun um málið og óskar þess að einhver taki ábyrgð. 27. ágúst 2017 19:30 Óttarr Proppé um uppreist æru: „Borðleggjandi að leggja af þessar fáránlegu reglur“ Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar segir að stjórnmálamenn beri sameiginlega ábyrgð á því að hafa ekki aflagt, eða að minnsta kosti breytt reglum um veitingu uppreist æru. 15. ágúst 2017 13:15 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Þingmenn geta rætt og spurt efnislega út í málsmeðferðina sem mál Roberts Downey fékk þegar honum var veitt uppreist æru á liðnu ári á opnum fundi allsherjar-og menntamálanefndar í dag. Þetta er niðurstaða nefndarsviðs Alþingis sem vann minnisblað um málið í kjölfar þess að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata sem óskaði eftir fundinum í nefndinni, fór fram á rökstuðning fyrir því á hvaða forsendum formaður nefndarinnar, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hafði hafnað því að hægt væri að ræða mál Roberts Downey. Sjá einnig:Ósátt við að ekki megi ræða mál Roberts Downey „Það verður rætt efnislega. Það kom rökstuðningur frá nefndarsviði sem sagði að ég hefði í raun og veru metið þetta rétt, það er að okkur er auðvitað frjálst að spyrja um þetta einstaka mál en dómsmálaráðherra getur vísað í trúnað þegar við á. Það breytir því þó ekki að við megum ræða um mál Roberts Downey,“ segir Þórhildur Sunna í samtali Vísi. Fundur allsherjar-og menntamálanefndar hefst klukkan 10:30 og verður í beinni útsendingu á Vísi. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, mun þá koma fyrir fundinn og fara yfir þær reglur sem gilda um veitingu uppreistar æru en vinna stendur nú yfir í ráðuneytinu varðandi það hvernig breyta má verklaginu og reglunum. Þá kemur Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á, einnig á fundinn en hann hefur látið málið til sín taka að undanförnu og harðlega gagnrýnt málsmeðferðina alla, nú síðast í grein í Fréttablaðinu í gær. Robert Downey fékk uppreist æru þann 16. september í fyrra en málið komst í hámæli eftir að Hæstiréttur staðfesti í júní síðastliðnum úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Robert gæti fengið lögmannsréttindi sín á ný. Hann var dæmdur í þriggja ári fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum ungum stúlkum.
Uppreist æru Tengdar fréttir Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54 Segir skammarlega tekið á málinu Fjallað verður um endurskoðun reglna um uppreist æru á nefndarfundi Alþingis í næstu viku. Þingmanni Pírata segist hafa verið synjað um að taka mál Roberts Downey sérstaklega fyrir og hefur óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Hún telur meirihluta Alþingis hafa komið skammarlega fram í umfjöllun um málið og óskar þess að einhver taki ábyrgð. 27. ágúst 2017 19:30 Óttarr Proppé um uppreist æru: „Borðleggjandi að leggja af þessar fáránlegu reglur“ Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar segir að stjórnmálamenn beri sameiginlega ábyrgð á því að hafa ekki aflagt, eða að minnsta kosti breytt reglum um veitingu uppreist æru. 15. ágúst 2017 13:15 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54
Segir skammarlega tekið á málinu Fjallað verður um endurskoðun reglna um uppreist æru á nefndarfundi Alþingis í næstu viku. Þingmanni Pírata segist hafa verið synjað um að taka mál Roberts Downey sérstaklega fyrir og hefur óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Hún telur meirihluta Alþingis hafa komið skammarlega fram í umfjöllun um málið og óskar þess að einhver taki ábyrgð. 27. ágúst 2017 19:30
Óttarr Proppé um uppreist æru: „Borðleggjandi að leggja af þessar fáránlegu reglur“ Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar segir að stjórnmálamenn beri sameiginlega ábyrgð á því að hafa ekki aflagt, eða að minnsta kosti breytt reglum um veitingu uppreist æru. 15. ágúst 2017 13:15