Óheppilegu myndbandi af íbúa Hrafnistu dreift á Facebook Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. ágúst 2017 11:32 Pétur Magnússon er forstjóri Hrafnistu. Vísir Skerpa þurfti á leiðbeiningum til gesta Hrafnistu um að taka ekki myndir eða myndbönd af heimilismönnum án leyfis eftir að mál kom upp í sumar þar sem gestur tók myndband af íbúa heimilisins í óheppilegum aðstæðum.Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að ungur gestur á hjúkrunarheimili Hrafnistu hafi í óleyfi tekið upp myndband af heimilismanni sem var ótengdur gestinum. Þegar upp komst um málið var rætt við gestinn og myndbandinu eytt. „Það var starfsmaður sem benti okkur á það væri búið að setja myndband á Facebook-síðu. Þá höfðum við beint samband við viðkomandi. Í kjölfarið fórum við í vakningarátak til þess að hvetja fólk til þess að hafa þetta í huga,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu í samtali við Vísi. Segir hann að ef myndbandinu hefði ekki verið eytt hefði málið verið kært til lögreglu á grundvelli persónuverndarlaga. Pétur segir mikilvægt að hafa í huga að hjúkrunarheimili á borð við Hrafnistu séu heimili fólks og þar eigi heimilismenn rétt á því að ekki séu teknar myndir eða myndbönd af þeim án leyfis. „Með þessum breytingum sem hafa orðið með tilkomu samfélagsmiðla eru myndbirtingar orðnar miklu almennari en þær voru. Þá hefur hættan á þessu aukist,“ segir Pétur. Að hans hefur átakið gengið vel og flestir hafi tekið vel í það. Ekki hafi komið upp sambærilegt mál eftir atvikið í sumar. „Ekki sem við vitum um en við getum náttúrulega ekki fylgst með öllum samfélagsmiðlum. Við verðum bara að treysta fólki,“ segir Pétur en bendir á að ekki sé hægt að banna myndatökur alfarið á hjúkrunarheimilum. „Þetta er mikilvægt tæki í nútíma lífi að eiga myndbönd af afa eða ömmu. Það er gaman að eiga það og við setjum ekki út á það. Maður þarf að lifa með þessu, það er ekki hægt að fara banna þetta alfarið.“ Heilbrigðismál Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Skerpa þurfti á leiðbeiningum til gesta Hrafnistu um að taka ekki myndir eða myndbönd af heimilismönnum án leyfis eftir að mál kom upp í sumar þar sem gestur tók myndband af íbúa heimilisins í óheppilegum aðstæðum.Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að ungur gestur á hjúkrunarheimili Hrafnistu hafi í óleyfi tekið upp myndband af heimilismanni sem var ótengdur gestinum. Þegar upp komst um málið var rætt við gestinn og myndbandinu eytt. „Það var starfsmaður sem benti okkur á það væri búið að setja myndband á Facebook-síðu. Þá höfðum við beint samband við viðkomandi. Í kjölfarið fórum við í vakningarátak til þess að hvetja fólk til þess að hafa þetta í huga,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu í samtali við Vísi. Segir hann að ef myndbandinu hefði ekki verið eytt hefði málið verið kært til lögreglu á grundvelli persónuverndarlaga. Pétur segir mikilvægt að hafa í huga að hjúkrunarheimili á borð við Hrafnistu séu heimili fólks og þar eigi heimilismenn rétt á því að ekki séu teknar myndir eða myndbönd af þeim án leyfis. „Með þessum breytingum sem hafa orðið með tilkomu samfélagsmiðla eru myndbirtingar orðnar miklu almennari en þær voru. Þá hefur hættan á þessu aukist,“ segir Pétur. Að hans hefur átakið gengið vel og flestir hafi tekið vel í það. Ekki hafi komið upp sambærilegt mál eftir atvikið í sumar. „Ekki sem við vitum um en við getum náttúrulega ekki fylgst með öllum samfélagsmiðlum. Við verðum bara að treysta fólki,“ segir Pétur en bendir á að ekki sé hægt að banna myndatökur alfarið á hjúkrunarheimilum. „Þetta er mikilvægt tæki í nútíma lífi að eiga myndbönd af afa eða ömmu. Það er gaman að eiga það og við setjum ekki út á það. Maður þarf að lifa með þessu, það er ekki hægt að fara banna þetta alfarið.“
Heilbrigðismál Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels