Taldir hafa grætt tæpar 50 milljónir á meintum innherjasvikum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. ágúst 2017 16:47 Þetta er í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins sem héraðssaksóknari rannsakar mál er varðar meint brot í viðskiptum með bréf í skráðu félagi. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari telur að hópur manna sem grunaðir eru um að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair Group hafi hagnast um tæpar 48 milljónir á viðskiptunum.Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar sem staðfest hefur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um haldlagningu á fjármunum yfirmanns hjá Icelandair sem tengist málinu. Hann hefur verið sendur í leyfi vegna málsins. Alls var lagt hald á sjö milljónir króna í tengslum við rannsókn á þætti þessa tiltekna einstaklings í hinum meintu innherjasvikum. Er hann grunaður um að hafa látið hópi manna í té innherjaupplýsingar sem nýttar voru til viðskipta með hlutabréf í Icelandair Group í aðdraganda þess að félagið sendi frá sér afkomutilkynningar til kauphallar. Mennirnir gerðu svonefnda framvirka samninga við innlendar fjármálastofnanir, þar á meðal Landsbankann, en ljóst þykir að þær hafi tapað háum fjárhæðum á samningunum. Hinn grunaði yfirmaður var í slagtogi með að minnsta kosti þremur mönnum, en einn þeirra hlaut nýlega fangelsisdóm í Hæstarétti fyrir peningaþvætti, fíkniefnabrot og rekstur á spilavíti. Á meðal sönnunargagna eru tölvupóstar sem yfirmaðurinn sendi til meintra samverkamanna sinna. Þetta er í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins sem héraðssaksóknari rannsakar mál er varðar meint brot í viðskiptum með bréf í skráðu félagi. Tengdar fréttir Hlutabréf Icelandair lækkað um 40% Bréfin féllu um 3,3 prósent í verði í rúmlega 560 milljóna króna viðskiptum í gær, en alls hefur gengi bréfanna fallið um tæp sextán prósent síðustu sjö daga. 2. ágúst 2017 06:00 Eignir frystar vegna meintra brota yfirmanns Icelandair Héraðssaksóknari rannsakar nú meint brot yfirmanns hjá Icelandair. 19. júlí 2017 18:45 Yfirmaður hjá Icelandair sendur í leyfi vegna rannsóknar FME Yfirmaður hjá Icelandair grunaður um brot á lögum um verðbréfaviðskipti. Var sendur í leyfi frá störfum í lok maí. Rannsóknin beinist að viðskiptum með bréf í aðdraganda kolsvartrar afkomuviðvörunar sem félagið sendi frá sér 1. febrúar. 19. júlí 2017 06:00 Yfirmaður hjá Icelandair var í slagtogi með dæmdum sakamanni Yfirmaður hjá Icelandair, grunaður um verðbréfabrot, var í slagtogi með fleiri mönnum. Til rannsóknar eru viðskipti með bréf í Icelandair fáeinum dögum áður en félagið gaf út kolsvarta afkomuviðvörun. 21. júlí 2017 06:00 Töpuðu stórfé á meintum innherjasvikum Landsbankinn var á meðal þeirra fjármálastofnana sem töpuðu fjármunum á umfangsmiklum viðskiptum við menn sem bjuggu yfir innherjaupplýsingum um Icelandair Group. Fjármálastofnanir töpuðu tugum milljóna króna vegna viðskiptanna. 24. júlí 2017 06:00 Rannsókn á innherjasvikum miðar ágætlega Rannsókn héraðssaksóknara á meintum innherjasvikum yfirmanns hjá Icelandair er ágætlega á veg komin. Ekki er þó vitað hvenær henni lýkur, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara. 17. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Héraðssaksóknari telur að hópur manna sem grunaðir eru um að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair Group hafi hagnast um tæpar 48 milljónir á viðskiptunum.Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar sem staðfest hefur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um haldlagningu á fjármunum yfirmanns hjá Icelandair sem tengist málinu. Hann hefur verið sendur í leyfi vegna málsins. Alls var lagt hald á sjö milljónir króna í tengslum við rannsókn á þætti þessa tiltekna einstaklings í hinum meintu innherjasvikum. Er hann grunaður um að hafa látið hópi manna í té innherjaupplýsingar sem nýttar voru til viðskipta með hlutabréf í Icelandair Group í aðdraganda þess að félagið sendi frá sér afkomutilkynningar til kauphallar. Mennirnir gerðu svonefnda framvirka samninga við innlendar fjármálastofnanir, þar á meðal Landsbankann, en ljóst þykir að þær hafi tapað háum fjárhæðum á samningunum. Hinn grunaði yfirmaður var í slagtogi með að minnsta kosti þremur mönnum, en einn þeirra hlaut nýlega fangelsisdóm í Hæstarétti fyrir peningaþvætti, fíkniefnabrot og rekstur á spilavíti. Á meðal sönnunargagna eru tölvupóstar sem yfirmaðurinn sendi til meintra samverkamanna sinna. Þetta er í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins sem héraðssaksóknari rannsakar mál er varðar meint brot í viðskiptum með bréf í skráðu félagi.
Tengdar fréttir Hlutabréf Icelandair lækkað um 40% Bréfin féllu um 3,3 prósent í verði í rúmlega 560 milljóna króna viðskiptum í gær, en alls hefur gengi bréfanna fallið um tæp sextán prósent síðustu sjö daga. 2. ágúst 2017 06:00 Eignir frystar vegna meintra brota yfirmanns Icelandair Héraðssaksóknari rannsakar nú meint brot yfirmanns hjá Icelandair. 19. júlí 2017 18:45 Yfirmaður hjá Icelandair sendur í leyfi vegna rannsóknar FME Yfirmaður hjá Icelandair grunaður um brot á lögum um verðbréfaviðskipti. Var sendur í leyfi frá störfum í lok maí. Rannsóknin beinist að viðskiptum með bréf í aðdraganda kolsvartrar afkomuviðvörunar sem félagið sendi frá sér 1. febrúar. 19. júlí 2017 06:00 Yfirmaður hjá Icelandair var í slagtogi með dæmdum sakamanni Yfirmaður hjá Icelandair, grunaður um verðbréfabrot, var í slagtogi með fleiri mönnum. Til rannsóknar eru viðskipti með bréf í Icelandair fáeinum dögum áður en félagið gaf út kolsvarta afkomuviðvörun. 21. júlí 2017 06:00 Töpuðu stórfé á meintum innherjasvikum Landsbankinn var á meðal þeirra fjármálastofnana sem töpuðu fjármunum á umfangsmiklum viðskiptum við menn sem bjuggu yfir innherjaupplýsingum um Icelandair Group. Fjármálastofnanir töpuðu tugum milljóna króna vegna viðskiptanna. 24. júlí 2017 06:00 Rannsókn á innherjasvikum miðar ágætlega Rannsókn héraðssaksóknara á meintum innherjasvikum yfirmanns hjá Icelandair er ágætlega á veg komin. Ekki er þó vitað hvenær henni lýkur, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara. 17. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Hlutabréf Icelandair lækkað um 40% Bréfin féllu um 3,3 prósent í verði í rúmlega 560 milljóna króna viðskiptum í gær, en alls hefur gengi bréfanna fallið um tæp sextán prósent síðustu sjö daga. 2. ágúst 2017 06:00
Eignir frystar vegna meintra brota yfirmanns Icelandair Héraðssaksóknari rannsakar nú meint brot yfirmanns hjá Icelandair. 19. júlí 2017 18:45
Yfirmaður hjá Icelandair sendur í leyfi vegna rannsóknar FME Yfirmaður hjá Icelandair grunaður um brot á lögum um verðbréfaviðskipti. Var sendur í leyfi frá störfum í lok maí. Rannsóknin beinist að viðskiptum með bréf í aðdraganda kolsvartrar afkomuviðvörunar sem félagið sendi frá sér 1. febrúar. 19. júlí 2017 06:00
Yfirmaður hjá Icelandair var í slagtogi með dæmdum sakamanni Yfirmaður hjá Icelandair, grunaður um verðbréfabrot, var í slagtogi með fleiri mönnum. Til rannsóknar eru viðskipti með bréf í Icelandair fáeinum dögum áður en félagið gaf út kolsvarta afkomuviðvörun. 21. júlí 2017 06:00
Töpuðu stórfé á meintum innherjasvikum Landsbankinn var á meðal þeirra fjármálastofnana sem töpuðu fjármunum á umfangsmiklum viðskiptum við menn sem bjuggu yfir innherjaupplýsingum um Icelandair Group. Fjármálastofnanir töpuðu tugum milljóna króna vegna viðskiptanna. 24. júlí 2017 06:00
Rannsókn á innherjasvikum miðar ágætlega Rannsókn héraðssaksóknara á meintum innherjasvikum yfirmanns hjá Icelandair er ágætlega á veg komin. Ekki er þó vitað hvenær henni lýkur, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara. 17. ágúst 2017 06:00