Koma svartolíu úr okkar lögsögu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. ágúst 2017 20:00 Sótagnir sem myndast við svartolíubruna hjá skemmtiferðaskipum eru svo fínar að þær mælast ekki með hefðbundnum mælitækjum Umhverfisstofnunar og eru þó skaðlegri en venjulegt svifryk. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar ættu að reyna koma svartolíu úr lögsögu landsins og vill að skemmtiferðaskip verði strax látin lúta loftgæðakröfum hér á landi.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá niðurstöðum mælinga á mengun skemmtiferðaskipa við Reykjavíkurhöfn. Flest skipin brenna svartolíu og sýna mælingar að magn örsmárra agna sem myndast í útblæstrinum er gríðarlegt. Sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun segir agnirnar vera smærri en svifryk og mælast þær því ekki í hefðbundnum mælingum. Geta þær hins vegar verið skaðlegri fyrir heilsu manna. „Því fínna sem svifrykið er því verra er það. Þetta er últra fínt og í sjálfu sér verra svifryk en annað grófara svifryk," segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Svartolían er vinsæl hjá stærri skipum þar sem hún er ódýr kostur en á svokölluðum ECA-svæðum, líkt og í Eystrasalti og Norðursjó, hafa verið settar verið takmarkanir á notkun hennar. Þar má brennisteinsinnihald í eldsneyti ekki vera meira en 0,1% og útilokar það notkun svartolíu. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar mættu stefna á sömu flokkun. „Það væri mjög skynsamlegt að mínu mati að finna sérstaklega viðkvæm svæði hér við Íslandsstrendur sem þurfa þessa alþjóðlegu flokkun," segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra. Hún segir nauðsynlegt að taka á málinu og er vinna þegar hafin hjá ráðuneytinu. „Þetta er mjög margslungis viðfangsefni, en allt neikvætt. Svartolían er mjög neikvæð og algjör tímaskekkja og við hljótum að vilja vera í forrystu með það hér á Íslandi að koma þessu út úr okkar lögsögu," segir Björt. Þetta gæti hins vegar tekið lengri tíma en ráðherra telur að grípa mætti strax til aðgerða gagnvart skemmtiferðaskipum. „Búa svo um hnútana að þessi skemmtiferðaskip og önnur skip sem eru að brenna svona rosalegri svartolíu, í svona miklu magni, að þau standist loftgæðakröfur sem gerðar eru til annarrar starfsemi," segir Björt. Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Fleiri fréttir „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sjá meira
Sótagnir sem myndast við svartolíubruna hjá skemmtiferðaskipum eru svo fínar að þær mælast ekki með hefðbundnum mælitækjum Umhverfisstofnunar og eru þó skaðlegri en venjulegt svifryk. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar ættu að reyna koma svartolíu úr lögsögu landsins og vill að skemmtiferðaskip verði strax látin lúta loftgæðakröfum hér á landi.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá niðurstöðum mælinga á mengun skemmtiferðaskipa við Reykjavíkurhöfn. Flest skipin brenna svartolíu og sýna mælingar að magn örsmárra agna sem myndast í útblæstrinum er gríðarlegt. Sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun segir agnirnar vera smærri en svifryk og mælast þær því ekki í hefðbundnum mælingum. Geta þær hins vegar verið skaðlegri fyrir heilsu manna. „Því fínna sem svifrykið er því verra er það. Þetta er últra fínt og í sjálfu sér verra svifryk en annað grófara svifryk," segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Svartolían er vinsæl hjá stærri skipum þar sem hún er ódýr kostur en á svokölluðum ECA-svæðum, líkt og í Eystrasalti og Norðursjó, hafa verið settar verið takmarkanir á notkun hennar. Þar má brennisteinsinnihald í eldsneyti ekki vera meira en 0,1% og útilokar það notkun svartolíu. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar mættu stefna á sömu flokkun. „Það væri mjög skynsamlegt að mínu mati að finna sérstaklega viðkvæm svæði hér við Íslandsstrendur sem þurfa þessa alþjóðlegu flokkun," segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra. Hún segir nauðsynlegt að taka á málinu og er vinna þegar hafin hjá ráðuneytinu. „Þetta er mjög margslungis viðfangsefni, en allt neikvætt. Svartolían er mjög neikvæð og algjör tímaskekkja og við hljótum að vilja vera í forrystu með það hér á Íslandi að koma þessu út úr okkar lögsögu," segir Björt. Þetta gæti hins vegar tekið lengri tíma en ráðherra telur að grípa mætti strax til aðgerða gagnvart skemmtiferðaskipum. „Búa svo um hnútana að þessi skemmtiferðaskip og önnur skip sem eru að brenna svona rosalegri svartolíu, í svona miklu magni, að þau standist loftgæðakröfur sem gerðar eru til annarrar starfsemi," segir Björt.
Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Fleiri fréttir „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sjá meira