Menga eins og milljón bílar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 20:00 Eitt skemmtiferðaskip mengar á við milljón bíla á einum sólarhring, eða á við um þrefaldan bílaflota landsins. Mælingar sýna að þegar skip er í höfn verða loftgæðin í Reykjavík verri en í miðborg erlendra stórborga. Stjórnvöld ættu að krefjast breytinga, segja náttúruverndasamtök. Náttúruverndarsamtök Íslands, með aðstöð þýsku samtakanna Nature and Biodiversity Union, hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. Flest skipin brenna svartolíu og hafa ekki komið fyrir hreinsibúnaði líkt og finna má í bílum. Þegar svartolían brennur myndast sótagnir sem dreifast með útblæstrinum og geta þær haft mjög skaðleg áhrif á heilsu manna og umhverfið. Mælingar á liðnum dögum sýna að magn þessara örsmáu agna í útblæstri skemmtiferðaskipa við Reykjavíkurhöfn er um 200 sinnum meira en eðlilegt má teljast. Til samanburðar verða loftgæðin verri en í miðbæ erlendra stórborga á borð við Peking á háannatíma. Efnafræðingur sem sá um mælingarnar var á meðal vísindamanna sem komu upp um svik bílframleiðenda, sem fegruðu tölur um útblástur díselbíla. Hann hvetur stjórnvöld til að grípa til aðgerða og hækka hafnargjöld á skip sem ekki hafa komið upp hreinsibúnaði. „Þessi félög skilja fjármál þegar þau þurfa að spara en ef þau þurfa að greiða hærri hafnargjöld munu viðbrögð þeirra vera hröð og þau breyta þá viðhorfinu. Við vitum að þessi tækni er á boðstólum og þeim ber að beita henni til að vernda heilsu fólksins og vernda umhverfi ykkar," segir Dr. Axel Friedrich, efnafræðingur. Hann segir mengunina ekki einskoraðist við hafnarsvæðin. „Við höfum gert mælingar langt frá hafnarsvæðum og samkvæmt þeim er magn mengandi agna mjög mikið. Hér er oft mjög vindasamt og við slíkar aðstæður berst mengun frá þessum skipum út um alla borg," segir Axel. Hann bendir á að skipin séu í gangi við hafnarbakkann og mengi því í lengri tíma. „Þetta eru hótel og þau þurfa því að keyra vélarnar í höfnum til að framleiða nauðsynlegt rafmagn. Þetta skapar því mikla hættu. Ef þessi skip væru uppi á landi myndu reglur ESB banna starfrækslu þeirra því þetta eru orkuver," segir Axel. Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Fleiri fréttir „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sjá meira
Eitt skemmtiferðaskip mengar á við milljón bíla á einum sólarhring, eða á við um þrefaldan bílaflota landsins. Mælingar sýna að þegar skip er í höfn verða loftgæðin í Reykjavík verri en í miðborg erlendra stórborga. Stjórnvöld ættu að krefjast breytinga, segja náttúruverndasamtök. Náttúruverndarsamtök Íslands, með aðstöð þýsku samtakanna Nature and Biodiversity Union, hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. Flest skipin brenna svartolíu og hafa ekki komið fyrir hreinsibúnaði líkt og finna má í bílum. Þegar svartolían brennur myndast sótagnir sem dreifast með útblæstrinum og geta þær haft mjög skaðleg áhrif á heilsu manna og umhverfið. Mælingar á liðnum dögum sýna að magn þessara örsmáu agna í útblæstri skemmtiferðaskipa við Reykjavíkurhöfn er um 200 sinnum meira en eðlilegt má teljast. Til samanburðar verða loftgæðin verri en í miðbæ erlendra stórborga á borð við Peking á háannatíma. Efnafræðingur sem sá um mælingarnar var á meðal vísindamanna sem komu upp um svik bílframleiðenda, sem fegruðu tölur um útblástur díselbíla. Hann hvetur stjórnvöld til að grípa til aðgerða og hækka hafnargjöld á skip sem ekki hafa komið upp hreinsibúnaði. „Þessi félög skilja fjármál þegar þau þurfa að spara en ef þau þurfa að greiða hærri hafnargjöld munu viðbrögð þeirra vera hröð og þau breyta þá viðhorfinu. Við vitum að þessi tækni er á boðstólum og þeim ber að beita henni til að vernda heilsu fólksins og vernda umhverfi ykkar," segir Dr. Axel Friedrich, efnafræðingur. Hann segir mengunina ekki einskoraðist við hafnarsvæðin. „Við höfum gert mælingar langt frá hafnarsvæðum og samkvæmt þeim er magn mengandi agna mjög mikið. Hér er oft mjög vindasamt og við slíkar aðstæður berst mengun frá þessum skipum út um alla borg," segir Axel. Hann bendir á að skipin séu í gangi við hafnarbakkann og mengi því í lengri tíma. „Þetta eru hótel og þau þurfa því að keyra vélarnar í höfnum til að framleiða nauðsynlegt rafmagn. Þetta skapar því mikla hættu. Ef þessi skip væru uppi á landi myndu reglur ESB banna starfrækslu þeirra því þetta eru orkuver," segir Axel.
Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Fleiri fréttir „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sjá meira