Þurftu ítrekað að henda unglingum úr yfirgefnu húsi í miðborginni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. ágúst 2017 12:04 Heljarinnar hip hop tónlistarhátíð fór fram á Ingólfstorgi í gær. Vísir/andri marinó Á annað hundrað þúsund manns var í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt þegar mest var í gærkvöldi en dagskráin náði hámarki uppúr klukkan ellefu með glæsilegri flugeldasýningu. Þó nokkur erill var hjá lögreglu og slökkviliði og segir yfirlögregluþjónn að eitthvað hafi verið um unglingadrykkju. Mikil stemmning og gleði einkenndi Menningarnótt í gær og lék veðrið við hátíðargesti sem sóttu tónlistarviðburði meðal annars í Hljómskálagarðinum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var að aðsókn í miðbæinn jöfn og þétt frá hádegi og fram á kvöld. Lögreglan segir að töluverður erill hafi verið í gærkvöldi og í nótt og segir Ásgeir Þór Ásgeisson, yfirlögregluþjónn, að flest útköllin hafi tengst ölvun. „Þetta gekk bara nokkuð vel. Það var mikið að gera hjá lögreglu á milli klukkan 19 í gærkvöldi og fram að flugeldasýningu,“ segir Ásgeir og bætir við að flest útköllin hafi tengst tónlistarhátið sem fram fór á Ingólfstorgi. Um er að ræða „Hip Hop Hátíð Menningarnætur“. Eitthvað hafi verið um smá pústra en málin að öðru leyti ekki talin alvarleg.Fjölmargir klifruðu upp á hús Seðlabankans til að tryggja sér gott útsýni fyrir flugeldasýninguna.Vísir/Andri marinóKomu sér fyrir í yfirgefinni bygginguMikill fjöldi unglinga sóttu tónleikana á Ingólfstorgi og þurfti lögreglan nokkrum sinnum að rýma yfirgefna byggingu sem stendur við Ingólfstorg þar sem unglingar höfðu komið sér fyrir. Ásgeir segir að eitthvað hafi verið um unglingadrykkju. „Við vorum með í áætlunum okkar að reyna að hefta þetta með því að fara snemma af stað og hella niður. Það gekk svo sem ágætlega,“ segir Ásgeir. Nokkrir foreldrar hafi þurft að koma og sækja börnin sín. Þegar dagskrá Menningarnætur lauk eftir flugeldasýningu var mikil umferð úr miðborginni og segir Ásgeir hana hafa gengið áfallalaust. „Miðað við þennan geysilega fjölda í miðbænum þá gekk þetta, vægt til orða tekið, mjög vel. Mesti kúfurinn var á svona rúmlega klukkustund og eftir einn og hálfan tíma var þetta komið í eðlilegt skipulag.“Lögregla hafði í nógu að snúast en gaf sér líka tíma til að sinna aðdáendum.Vísir/Andri MarinóFangageymslur fullar Ásgeir segir að flest mál sem komu upp í nótt hafi tengst ölvun eða ástand fólks. Þá séu allar fangageymslur lögreglunnar á Hverifsgötu fullar og þurfti að færa suma í fangaklefa í Hafnarfirði. „En samkvæmt mínum heimildum er ekki um að ræða nein stórmál, fólk er þarna sökum ástands,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá þurfti slökkvilið að sinna 60 sjúkraflutningum í nótt. Varðstjóri segir það heldur meira en á venjulegu laugardagskvöldi. Menningarnótt Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Semja um vopnahlé Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Á annað hundrað þúsund manns var í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt þegar mest var í gærkvöldi en dagskráin náði hámarki uppúr klukkan ellefu með glæsilegri flugeldasýningu. Þó nokkur erill var hjá lögreglu og slökkviliði og segir yfirlögregluþjónn að eitthvað hafi verið um unglingadrykkju. Mikil stemmning og gleði einkenndi Menningarnótt í gær og lék veðrið við hátíðargesti sem sóttu tónlistarviðburði meðal annars í Hljómskálagarðinum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var að aðsókn í miðbæinn jöfn og þétt frá hádegi og fram á kvöld. Lögreglan segir að töluverður erill hafi verið í gærkvöldi og í nótt og segir Ásgeir Þór Ásgeisson, yfirlögregluþjónn, að flest útköllin hafi tengst ölvun. „Þetta gekk bara nokkuð vel. Það var mikið að gera hjá lögreglu á milli klukkan 19 í gærkvöldi og fram að flugeldasýningu,“ segir Ásgeir og bætir við að flest útköllin hafi tengst tónlistarhátið sem fram fór á Ingólfstorgi. Um er að ræða „Hip Hop Hátíð Menningarnætur“. Eitthvað hafi verið um smá pústra en málin að öðru leyti ekki talin alvarleg.Fjölmargir klifruðu upp á hús Seðlabankans til að tryggja sér gott útsýni fyrir flugeldasýninguna.Vísir/Andri marinóKomu sér fyrir í yfirgefinni bygginguMikill fjöldi unglinga sóttu tónleikana á Ingólfstorgi og þurfti lögreglan nokkrum sinnum að rýma yfirgefna byggingu sem stendur við Ingólfstorg þar sem unglingar höfðu komið sér fyrir. Ásgeir segir að eitthvað hafi verið um unglingadrykkju. „Við vorum með í áætlunum okkar að reyna að hefta þetta með því að fara snemma af stað og hella niður. Það gekk svo sem ágætlega,“ segir Ásgeir. Nokkrir foreldrar hafi þurft að koma og sækja börnin sín. Þegar dagskrá Menningarnætur lauk eftir flugeldasýningu var mikil umferð úr miðborginni og segir Ásgeir hana hafa gengið áfallalaust. „Miðað við þennan geysilega fjölda í miðbænum þá gekk þetta, vægt til orða tekið, mjög vel. Mesti kúfurinn var á svona rúmlega klukkustund og eftir einn og hálfan tíma var þetta komið í eðlilegt skipulag.“Lögregla hafði í nógu að snúast en gaf sér líka tíma til að sinna aðdáendum.Vísir/Andri MarinóFangageymslur fullar Ásgeir segir að flest mál sem komu upp í nótt hafi tengst ölvun eða ástand fólks. Þá séu allar fangageymslur lögreglunnar á Hverifsgötu fullar og þurfti að færa suma í fangaklefa í Hafnarfirði. „En samkvæmt mínum heimildum er ekki um að ræða nein stórmál, fólk er þarna sökum ástands,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá þurfti slökkvilið að sinna 60 sjúkraflutningum í nótt. Varðstjóri segir það heldur meira en á venjulegu laugardagskvöldi.
Menningarnótt Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Semja um vopnahlé Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira