Íslensk verslun verið blóraböggull fyrir hátt verðlag Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2017 14:14 Forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar segir íslenska verslun hafa verið blóraböggul fyrir hátt verðlag á mætvælum. Lítill markaður og háir tollar á landbúnaðarvörur hafi aftur á móti mikil áhrif og að stjórnvöld þurfi að koma til móts við neytendur. Á Sprengisandi í morgun ræddi Kristján Kristjánsson við Emil B. Karlsson, forstöðumann Rannsóknarseturs verslunarinnar. Umfjöllunarefnið var sú bylting sem framundan er og stendur nú yfir í verslun hér á landi, eftir að alþjóðlegar verslunarkeðjur hafa sýnt íslenskum markaði aukinn áhuga. Opnun Costco hefur haft mikil áhrif á markaðinn og fyrirsjáanlegt að opnun H&M á Íslandi muni breyta landslaginu. Emil segir í raun undarlegt að þessar verslanir hafi ekki komið fyrr og nefnir þar tvær líklegar ástæður; lítinn markað og háa tolla. „Mér skilst að stór hluti af þeim fötum sem Íslendingar kaupa hafi þegar verið keypt í H&M erlendis. Fataverslun hér heima er að dragast saman. Það virðist annars vegar vera vegna þess að fólk fer til útlanda og kaupir þar föt og svo líka á netinu,“ segir Emil en mikil sprenging hefur orðið í fataverslun á netinu - „og þá er auðvitað lag fyrir H&M að koma hingað.“Emil B. Karlsson.Vísir/AntonEmil segir að með aukinni netverslun í bland við alþjóðlegar keðjur muni samkeppni aukast og verðið lækka. „Já, auðvitað eiga verslanir að reyna að grípa til einhverra ráðstafana; með kannski sameiningum eða einhverjum nýjungum. Þetta er það sem er spáð alls staðar, að það verði þessi verðþrýstingur.“Tali eins og þeir séu lausir undan einokunarverslun Emil segir neikvætt viðhorf einkenna umræðuna um íslenska verslun og það tengist verðlagi. Það sjáist nú við opnun Costco þar sem Íslendingar tali eins og þeir séu að losna undan einokunarverslun. Það sé þó ekki sé réttlátt að kenna versluninni um þar sem aðrir þættir en álagning skýri hátt verð á matvælum á Íslandi. Ef stjórnvöld vilji koma til móts við neytendur þurfi að breyta reglum um verndartolla á landbúnaðarvörum. „Við sjáum til dæmis að tollar á kjöt, mjólkurvörur, osta - við erum með 30% verðtolla og svo einhverja krónutölu á magnið, 715 krónur til dæmis á hvert ostakíló. Venjulega þegar verið er að flytja inn þessar vörur þá eru þær tvöfalt dýrari en innkaupsverðið er og þá er álagningin eftir“ segir Emil Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar. Spjall þeirra Emils og Kristjáns má heyra hér að neðan. Costco H&M Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar segir íslenska verslun hafa verið blóraböggul fyrir hátt verðlag á mætvælum. Lítill markaður og háir tollar á landbúnaðarvörur hafi aftur á móti mikil áhrif og að stjórnvöld þurfi að koma til móts við neytendur. Á Sprengisandi í morgun ræddi Kristján Kristjánsson við Emil B. Karlsson, forstöðumann Rannsóknarseturs verslunarinnar. Umfjöllunarefnið var sú bylting sem framundan er og stendur nú yfir í verslun hér á landi, eftir að alþjóðlegar verslunarkeðjur hafa sýnt íslenskum markaði aukinn áhuga. Opnun Costco hefur haft mikil áhrif á markaðinn og fyrirsjáanlegt að opnun H&M á Íslandi muni breyta landslaginu. Emil segir í raun undarlegt að þessar verslanir hafi ekki komið fyrr og nefnir þar tvær líklegar ástæður; lítinn markað og háa tolla. „Mér skilst að stór hluti af þeim fötum sem Íslendingar kaupa hafi þegar verið keypt í H&M erlendis. Fataverslun hér heima er að dragast saman. Það virðist annars vegar vera vegna þess að fólk fer til útlanda og kaupir þar föt og svo líka á netinu,“ segir Emil en mikil sprenging hefur orðið í fataverslun á netinu - „og þá er auðvitað lag fyrir H&M að koma hingað.“Emil B. Karlsson.Vísir/AntonEmil segir að með aukinni netverslun í bland við alþjóðlegar keðjur muni samkeppni aukast og verðið lækka. „Já, auðvitað eiga verslanir að reyna að grípa til einhverra ráðstafana; með kannski sameiningum eða einhverjum nýjungum. Þetta er það sem er spáð alls staðar, að það verði þessi verðþrýstingur.“Tali eins og þeir séu lausir undan einokunarverslun Emil segir neikvætt viðhorf einkenna umræðuna um íslenska verslun og það tengist verðlagi. Það sjáist nú við opnun Costco þar sem Íslendingar tali eins og þeir séu að losna undan einokunarverslun. Það sé þó ekki sé réttlátt að kenna versluninni um þar sem aðrir þættir en álagning skýri hátt verð á matvælum á Íslandi. Ef stjórnvöld vilji koma til móts við neytendur þurfi að breyta reglum um verndartolla á landbúnaðarvörum. „Við sjáum til dæmis að tollar á kjöt, mjólkurvörur, osta - við erum með 30% verðtolla og svo einhverja krónutölu á magnið, 715 krónur til dæmis á hvert ostakíló. Venjulega þegar verið er að flytja inn þessar vörur þá eru þær tvöfalt dýrari en innkaupsverðið er og þá er álagningin eftir“ segir Emil Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar. Spjall þeirra Emils og Kristjáns má heyra hér að neðan.
Costco H&M Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira