Hyggst ná fram jafnvægi á milli ferskvöru og veitinga með útimarkaði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. ágúst 2017 21:32 Mathöllin opnaði í gær á Menningarnótt. Vísir/eyþór „Það var alger húsfyllir, þetta er bara ótrúlegt,“ segir Bjarki Vigfússon, einn stofnenda Mathallarinnar á Hlemmi sem opnaði í gær á Menningarnótt. Bjarki segist ekki hafa búist við slíkum mannfjölda: „Við ætluðum okkur að vera búnir að opna þetta aðeins fyrr og búa okkur undir þessa traffík þannig að það má eiginlega segja að það hafi komið okkur á óvart hvað þetta gekk þó smurt þrátt fyrir þennan mikla fjölda,“ segir Bjarki.Í Mathöllinni er alls konar matur.Vísir/eyþórEins og yfirbyggt torgMathöllin er opin frá átta á morgnanna til ellefu á kvöldin en er það ekki frekar óvanalegur opnunartími? „Ég hef ekki leitt hugann að því en þetta eru bara svo mismunandi aðilar með ólíkar þarfir. Kaffihús og bakarí eru vön að opna snemma og þetta stjórnast líka af því að Hlemmur er enn þá biðstöð fyrir farþega Strætó. Það er allt í lagi að koma þangað og hinkra eftir strætó þó maður ætli sér ekki að eiga viðskipti þá stundina.“ Að sögn Bjarka var lagt upp með það að reyna að hafa húsið sem mest opið. „Það er bara eðli þessa húss að þarna kemur fólk til að bíða eftir strætó eða labba í gegn og skýla sér. Þetta er bara svona yfirbyggt torg og það má alltaf líta inn,” segir Bjarki.Draumurinn að bjóða upp á meiri hrávöruÞrátt fyrir að flestir séu ánægðir með kærkomna viðbót við veitingaflóru borgarinnar hefur borið á nokkurri gagnrýni sem lýtur að því að ójafnvægi er á milli hrávöru og verslunar. Bjarki hefur ekki farið varhluta af þessari gagnrýni. „Það er bara ekki viðskiptagrundvöllur fyrir bara hrávörumarkaði sem er opinn alla daga frá morgni til kvölds, það bara þekkist varla í okkar heimshluta og sérstaklega ekki í svona litlum borgum eins og Reykjavík. En kannski verður það þannig í framtíðinni.“Fyrir utan Hlemm er ráðgert að blása til matarmarkaðar þar sem hægt verður að kaupa hrávöru.Vísir/eyþór Bjarki segist ná upp jafnvæginu á milli hrávöru og veitinga með mörkuðunum sem verða fyrir utan Mathöllina. „Menn geta bara prófað hver raunverulega er grundvöllurinn fyrir þessu. Ég hef mjög litlar áhyggjur af þessari gagnrýni enda er ég búinn að fara mjög djúpt í hana sjálfur innra með mér og skoða þetta út frá öllum mögulegum hliðum og veit alveg að hverju ég er að stefna að hérna til langs tíma.“ Stefnt er að því að hafa hrávörumarkað fyrir utan Mathöllina um helgar. „Þetta er bara byrjunin. Við munum vera með alls kyns markaði hérna á torginu fyrir utan, um helgar og jólin og þá kemur meiri hrávara inn eins og kjöt og mjólkurvörur.“ Alls kyns frumkvöðlar og bændur taka þátt í markaðinum og segir Bjarki að ótal möguleikar séu opnir í því samhengi.Bjarki segir að Rabbarbarinn sé fyrsta grænmetisverslunin sem sé með allt í lausu.Vísir/eyþórFerskt, íslenskt grænmetiÍ Mathöllinni er grænmetisverslunin Rabbarbarinn þar sem hægt er að versla ferskt, íslenskt grænmeti „sem er fyrsta grænmetisverslunin sem er með allt í lausu, alltaf nýjasta og ferskasta uppskeran frá Íslandi,“ segir Bjarki. Verslunin er í samvinnu við Sölufélag garðyrkjumanna „allir grænmetisbændurnir sem eiga Sölufélagið eru bakjarlar verslunarinnar,“ segir Bjarki en einnig eru seldar vörur frá Friðheimum. Menningarnótt Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
„Það var alger húsfyllir, þetta er bara ótrúlegt,“ segir Bjarki Vigfússon, einn stofnenda Mathallarinnar á Hlemmi sem opnaði í gær á Menningarnótt. Bjarki segist ekki hafa búist við slíkum mannfjölda: „Við ætluðum okkur að vera búnir að opna þetta aðeins fyrr og búa okkur undir þessa traffík þannig að það má eiginlega segja að það hafi komið okkur á óvart hvað þetta gekk þó smurt þrátt fyrir þennan mikla fjölda,“ segir Bjarki.Í Mathöllinni er alls konar matur.Vísir/eyþórEins og yfirbyggt torgMathöllin er opin frá átta á morgnanna til ellefu á kvöldin en er það ekki frekar óvanalegur opnunartími? „Ég hef ekki leitt hugann að því en þetta eru bara svo mismunandi aðilar með ólíkar þarfir. Kaffihús og bakarí eru vön að opna snemma og þetta stjórnast líka af því að Hlemmur er enn þá biðstöð fyrir farþega Strætó. Það er allt í lagi að koma þangað og hinkra eftir strætó þó maður ætli sér ekki að eiga viðskipti þá stundina.“ Að sögn Bjarka var lagt upp með það að reyna að hafa húsið sem mest opið. „Það er bara eðli þessa húss að þarna kemur fólk til að bíða eftir strætó eða labba í gegn og skýla sér. Þetta er bara svona yfirbyggt torg og það má alltaf líta inn,” segir Bjarki.Draumurinn að bjóða upp á meiri hrávöruÞrátt fyrir að flestir séu ánægðir með kærkomna viðbót við veitingaflóru borgarinnar hefur borið á nokkurri gagnrýni sem lýtur að því að ójafnvægi er á milli hrávöru og verslunar. Bjarki hefur ekki farið varhluta af þessari gagnrýni. „Það er bara ekki viðskiptagrundvöllur fyrir bara hrávörumarkaði sem er opinn alla daga frá morgni til kvölds, það bara þekkist varla í okkar heimshluta og sérstaklega ekki í svona litlum borgum eins og Reykjavík. En kannski verður það þannig í framtíðinni.“Fyrir utan Hlemm er ráðgert að blása til matarmarkaðar þar sem hægt verður að kaupa hrávöru.Vísir/eyþór Bjarki segist ná upp jafnvæginu á milli hrávöru og veitinga með mörkuðunum sem verða fyrir utan Mathöllina. „Menn geta bara prófað hver raunverulega er grundvöllurinn fyrir þessu. Ég hef mjög litlar áhyggjur af þessari gagnrýni enda er ég búinn að fara mjög djúpt í hana sjálfur innra með mér og skoða þetta út frá öllum mögulegum hliðum og veit alveg að hverju ég er að stefna að hérna til langs tíma.“ Stefnt er að því að hafa hrávörumarkað fyrir utan Mathöllina um helgar. „Þetta er bara byrjunin. Við munum vera með alls kyns markaði hérna á torginu fyrir utan, um helgar og jólin og þá kemur meiri hrávara inn eins og kjöt og mjólkurvörur.“ Alls kyns frumkvöðlar og bændur taka þátt í markaðinum og segir Bjarki að ótal möguleikar séu opnir í því samhengi.Bjarki segir að Rabbarbarinn sé fyrsta grænmetisverslunin sem sé með allt í lausu.Vísir/eyþórFerskt, íslenskt grænmetiÍ Mathöllinni er grænmetisverslunin Rabbarbarinn þar sem hægt er að versla ferskt, íslenskt grænmeti „sem er fyrsta grænmetisverslunin sem er með allt í lausu, alltaf nýjasta og ferskasta uppskeran frá Íslandi,“ segir Bjarki. Verslunin er í samvinnu við Sölufélag garðyrkjumanna „allir grænmetisbændurnir sem eiga Sölufélagið eru bakjarlar verslunarinnar,“ segir Bjarki en einnig eru seldar vörur frá Friðheimum.
Menningarnótt Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira