Biðraðir með tugum bíla enn daglegt brauð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. ágúst 2017 06:00 Á 15 mínútum keyrðu 43 ökumenn inn á dæluplan Costco. vísir/ernir „Þeir eru að taka til sín stóra markaðshlutdeild á þessa einu stöð,“ segir Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, um eldsneytisstöð Costco sem var opnuð fyrir þremur mánuðum. Tólf dælur á stöð Costco hafa gengið nánast linnulaust frá morgni til kvölds alla daga frá opnun enda fyrirtækið boðið lítraverð sem er allt að 30 krónum ódýrara. Það virðist sama hvenær dags er komið að dælustöðinni, alltaf er planið smekkfullt af bílum og biðröð með tugum bíla utan þess. Forsvarsmenn Costco hafa hingað til ekki viljað gefa mikið upp um eldsneytissölu sína. Blaðamaður gerði sér ferð að dælustöð Costco um klukkan ellefu á föstudagsmorgun til að gera óformlega athugun á traffíkinni. Á aðeins fimmtán mínútum taldi hann 43 bíla sem komust inn á dæluplanið, sem fyrir var fullt að vanda. Það gerir rétt tæplega þrjá bíla á mínútu og að þessum 15 mínútum loknum taldi hann 21 bíl í biðröðinni til að komast inn á planið þar sem taka við fleiri biðraðir við eina af dælum stöðvarinnar.Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu.Ef við gefum okkur að hver þessara 43 bíla hafi tekið 45 lítra af eldsneyti má áætla að ríflega 1.900 lítrar af viðskiptum hafi komið inn á dæluplanið á þessu korteri. Costco selur bensínlítrann á 167,9 krónur og dísillítrann á 158,9 og ef marka má þessar 15 mínútur þá eru daglegir viðskiptavinir ekki taldir í hundruðum, heldur þúsundum. Biðraðir líkt og þær sem eru daglegt brauð í Kauptúni eru eitthvað sem sést ekki á öðrum stöðvum og undir það tekur Guðrún. „Maður sér þetta bara hvergi annars staðar.“ Guðrún segir að Atlantsolía finni fyrir áhrifum Costco líkt og aðrir en þar á bæ ætli þau sér að leyfa tímanum að líða og sjá hvernig málin þróast. „Maður hefur engar tölur og áttar sig ekki á því hvað þeir eru að taka mikla hlutdeild eða frá hverjum. Ætli þeir séu ekki að taka jafn mikið af öllum.“ Guðrún segir aðspurð áhrifin ekki það alvarleg að grípa þurfi til niðurskurðar líkt og Fréttablaðið hefur greint frá að önnur fyrirtæki á borð við Papco hafi neyðst til að gera vegna samdráttar í kjölfar komu Costco. Vöruhúsið lúti þó allt öðrum lögmálum en Atlantsolía. „Við seljum bara bensín og olíu á meðan þeir eru með eina stöð sem í raun er notuð sem aðdráttarafl fyrir verslunina en er ekki aðaltekjulind þeirra. Það var ljóst frá fyrsta degi að við myndum aldrei getað jafnað verðið þeirra þannig að við höfum farið aðrar leiðir.“ Bendir Guðrún á að félagið bjóði lægra verð á völdum stöðvum, til dæmis á Skemmuvegi þar sem lítrinn er tólf krónum ódýrari en ella. Þar gildi sömuleiðis afsláttarkjör í ofanálag þannig að minni munur sé á Atlantsolíu og Costco þar. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Sjá meira
„Þeir eru að taka til sín stóra markaðshlutdeild á þessa einu stöð,“ segir Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, um eldsneytisstöð Costco sem var opnuð fyrir þremur mánuðum. Tólf dælur á stöð Costco hafa gengið nánast linnulaust frá morgni til kvölds alla daga frá opnun enda fyrirtækið boðið lítraverð sem er allt að 30 krónum ódýrara. Það virðist sama hvenær dags er komið að dælustöðinni, alltaf er planið smekkfullt af bílum og biðröð með tugum bíla utan þess. Forsvarsmenn Costco hafa hingað til ekki viljað gefa mikið upp um eldsneytissölu sína. Blaðamaður gerði sér ferð að dælustöð Costco um klukkan ellefu á föstudagsmorgun til að gera óformlega athugun á traffíkinni. Á aðeins fimmtán mínútum taldi hann 43 bíla sem komust inn á dæluplanið, sem fyrir var fullt að vanda. Það gerir rétt tæplega þrjá bíla á mínútu og að þessum 15 mínútum loknum taldi hann 21 bíl í biðröðinni til að komast inn á planið þar sem taka við fleiri biðraðir við eina af dælum stöðvarinnar.Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu.Ef við gefum okkur að hver þessara 43 bíla hafi tekið 45 lítra af eldsneyti má áætla að ríflega 1.900 lítrar af viðskiptum hafi komið inn á dæluplanið á þessu korteri. Costco selur bensínlítrann á 167,9 krónur og dísillítrann á 158,9 og ef marka má þessar 15 mínútur þá eru daglegir viðskiptavinir ekki taldir í hundruðum, heldur þúsundum. Biðraðir líkt og þær sem eru daglegt brauð í Kauptúni eru eitthvað sem sést ekki á öðrum stöðvum og undir það tekur Guðrún. „Maður sér þetta bara hvergi annars staðar.“ Guðrún segir að Atlantsolía finni fyrir áhrifum Costco líkt og aðrir en þar á bæ ætli þau sér að leyfa tímanum að líða og sjá hvernig málin þróast. „Maður hefur engar tölur og áttar sig ekki á því hvað þeir eru að taka mikla hlutdeild eða frá hverjum. Ætli þeir séu ekki að taka jafn mikið af öllum.“ Guðrún segir aðspurð áhrifin ekki það alvarleg að grípa þurfi til niðurskurðar líkt og Fréttablaðið hefur greint frá að önnur fyrirtæki á borð við Papco hafi neyðst til að gera vegna samdráttar í kjölfar komu Costco. Vöruhúsið lúti þó allt öðrum lögmálum en Atlantsolía. „Við seljum bara bensín og olíu á meðan þeir eru með eina stöð sem í raun er notuð sem aðdráttarafl fyrir verslunina en er ekki aðaltekjulind þeirra. Það var ljóst frá fyrsta degi að við myndum aldrei getað jafnað verðið þeirra þannig að við höfum farið aðrar leiðir.“ Bendir Guðrún á að félagið bjóði lægra verð á völdum stöðvum, til dæmis á Skemmuvegi þar sem lítrinn er tólf krónum ódýrari en ella. Þar gildi sömuleiðis afsláttarkjör í ofanálag þannig að minni munur sé á Atlantsolíu og Costco þar.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent