Sumarið framlengt: Landsmenn hvattir til að nýta veðurblíðuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 10:12 Íslendingar víðast hvar á landinu gætu fengið tækifæri til sólbaða næstu daga ef fram fer sem horfir. Vísir/Eyþór Veður verður með besta móti víðast hvar á landinu í vikunni, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hann gerir ráð fyrir nokkurri framlengingu á sumrinu, yfir 20 stiga hita á einhverjum stöðum næstu daga, en svo snýst þó upp í bleytuspá um helgina. „Það verður fínasta veður í vikunni, dettur kannski í 20 stig einhvers staðar yfir daginn,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Hann segir besta veðrið að öllum líkindum verða á Vesturlandi á miðvikudag og fimmtudag en á morgun verður einna bjartast á höfuðborgarsvæðinu. Þá mælir Þorsteinn sérstaklega með því að landsmenn nýti góða veðrið á meðan það varir. „Það er um að gera að nota þessa viku vel, þetta verður sennilega ágætasta sumarveður. Á morgun verður bjartast sunnan- og vestanlands en gæti þykknað svolítið upp fyrir norðan, þetta skiptist svona á.“Sumarveðrið víkur fyrir lægð um helginaÁ föstudag fer þó að þykkna upp vestan- og sunnanlands með vætu. Þá er almenn bleytuspá um helgina, með tilheyrandi rigningu og stífum vindi víðast hvar, en á Norðurlandi gæti aftur á móti haldist þurrt að mestu. Aðspurður segir Þorsteinn haustið þó ekki alveg handan við hornið. „Nei, það kemur ekki alveg strax en það virðist vera einhver meiri óróleiki í veðrinu í næstu viku, það eru hérna djúpar lægðir á siglingu.“Hér að neðan má sjá veðurhorfur næstu daga samkvæmt vef Veðurstofu Íslands:Á miðvikudag og fimmtudag:Austankaldi með suðurströndinni, annars hægviðri. Sums staðar skýjað við sjávarsíðuna, en annars léttskýjað. Hiti 8 til 19 stig, hlýjast á V-landi, en svalast á Austfjörðum. Á föstudag:Hægir vindar og bjart með köflum A-til, en suðaustankaldi og dálítil væta V-lands. Hiti 10 til 17 stig að deginum, hlýjast NA-til. Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir ákveðna suðaustanátt með rigningu, en lengst af þurrviðri fyrir norðan. Áfram milt veður. Veður Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Veður verður með besta móti víðast hvar á landinu í vikunni, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hann gerir ráð fyrir nokkurri framlengingu á sumrinu, yfir 20 stiga hita á einhverjum stöðum næstu daga, en svo snýst þó upp í bleytuspá um helgina. „Það verður fínasta veður í vikunni, dettur kannski í 20 stig einhvers staðar yfir daginn,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Hann segir besta veðrið að öllum líkindum verða á Vesturlandi á miðvikudag og fimmtudag en á morgun verður einna bjartast á höfuðborgarsvæðinu. Þá mælir Þorsteinn sérstaklega með því að landsmenn nýti góða veðrið á meðan það varir. „Það er um að gera að nota þessa viku vel, þetta verður sennilega ágætasta sumarveður. Á morgun verður bjartast sunnan- og vestanlands en gæti þykknað svolítið upp fyrir norðan, þetta skiptist svona á.“Sumarveðrið víkur fyrir lægð um helginaÁ föstudag fer þó að þykkna upp vestan- og sunnanlands með vætu. Þá er almenn bleytuspá um helgina, með tilheyrandi rigningu og stífum vindi víðast hvar, en á Norðurlandi gæti aftur á móti haldist þurrt að mestu. Aðspurður segir Þorsteinn haustið þó ekki alveg handan við hornið. „Nei, það kemur ekki alveg strax en það virðist vera einhver meiri óróleiki í veðrinu í næstu viku, það eru hérna djúpar lægðir á siglingu.“Hér að neðan má sjá veðurhorfur næstu daga samkvæmt vef Veðurstofu Íslands:Á miðvikudag og fimmtudag:Austankaldi með suðurströndinni, annars hægviðri. Sums staðar skýjað við sjávarsíðuna, en annars léttskýjað. Hiti 8 til 19 stig, hlýjast á V-landi, en svalast á Austfjörðum. Á föstudag:Hægir vindar og bjart með köflum A-til, en suðaustankaldi og dálítil væta V-lands. Hiti 10 til 17 stig að deginum, hlýjast NA-til. Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir ákveðna suðaustanátt með rigningu, en lengst af þurrviðri fyrir norðan. Áfram milt veður.
Veður Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira