Segir aukið upplýsingaflæði geta valdið ruglingi hjá farþegum Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 10:45 Margrét Helgadóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Heimsferða, segir að bilanir geti komið upp hjá hvaða flugfélagi sem er. Vísir Margrét Helgadóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Heimsferða, segir í samtali við Vísi að fyrirtækið sé ekki að endurskoða samstarf sitt með flugfélaginu Primera Air eftir að allt að 21 klukkutíma seinkun var á ferðum flugfélagsins um helgina. Flugi seinkaði frá Tenerif um 18 klukkustundir, frá Alicante um 21 klukkustund og til Malaga um rúmar sex klukkustundir. „Þetta getur gerst fyrir hvaða flugfélag sem er og við höfum oft lent í þessum hjá öðrum flugfélögum, eða það hefur komið fyrir,“ segir Margrét. Þá segir Margrét jafnframt að þau harmi það að slíkar seinkanir hafi átt sér stað.Gagnrýndu upplýsingagjöf Farþegar vélanna sem seinkuðu frá Tenerif, Alicante og Malaga, hafa gagnrýnt lélega upplýsingagjöf og segja að misvísandi upplýsingar hafi borist þeim frá ferðaskrifstofum Heimsferða og Úrval Útsýns. „Ég held að það sé nú tilkomið vegna þess að í rauninni eru upplýsingarnar sem við erum að gefa að koma frá flugfélögum, eftir bestu vitund hverju sinni. Þannig að það er verið að reyna að upplýsa farþega hverju sinni eftir bestu vitund en það er enginn að leika sér að því að gefa misvísandi upplýsingar,“ segir Margrét. Margrét segir að verið sé að endurskoða ferla hvað varðar upplýsingagjöf og nefnir að það sé spurning um hvort best sé að upplýsa farþega um allar breytingar þar sem það geti valdið ruglingi. „Það er þannig að það eru kannski margir boltar á lofti hvert sinn. Það er kannski verið að reyna að finna vél og á sama tíma er verið að reyna að lagfæra þá sem er að, þannig að það er spurning hvort það eigi að upplýsa farþega um alla bolta sem eru á lofti eða ekki. Það getur stundum valdið ruglingi eða misskilningi,“ segir Margrét.Keðjuverkandi áhrif Ástæða seinkananna um helgina voru meðal annars bilanir í vélum. Margrét segir þetta hafa keðjuverkandi áhrif. „Þetta er keðjuverkandi. Þegar vélin bilar í Alicante þá hefur það áhrif á næsta flug á eftir en það var kölluð inn önnur vél fyrir Malaga flugið og hún var staðsett í Evrópu og þurfti að fljúga hingað, það er ástæðan fyrir þeirri seinkun,“ segir Margrét. Ferðalög Tengdar fréttir Primera Air: „Það er alltaf spurning hvað er nóg af upplýsingum“ Framkvæmdastjóri hjá Primera Air segir félagið vera með ferla sem eigi að tryggja upplýsingagjöf til farþega 20. ágúst 2017 12:27 Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Fjölmargir Íslendingar hafa orðið strandaglópar svo klukkustundum skiptir um helgina eftir ítrekaðar seinkanir Primera Air. 20. ágúst 2017 10:30 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira
Margrét Helgadóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Heimsferða, segir í samtali við Vísi að fyrirtækið sé ekki að endurskoða samstarf sitt með flugfélaginu Primera Air eftir að allt að 21 klukkutíma seinkun var á ferðum flugfélagsins um helgina. Flugi seinkaði frá Tenerif um 18 klukkustundir, frá Alicante um 21 klukkustund og til Malaga um rúmar sex klukkustundir. „Þetta getur gerst fyrir hvaða flugfélag sem er og við höfum oft lent í þessum hjá öðrum flugfélögum, eða það hefur komið fyrir,“ segir Margrét. Þá segir Margrét jafnframt að þau harmi það að slíkar seinkanir hafi átt sér stað.Gagnrýndu upplýsingagjöf Farþegar vélanna sem seinkuðu frá Tenerif, Alicante og Malaga, hafa gagnrýnt lélega upplýsingagjöf og segja að misvísandi upplýsingar hafi borist þeim frá ferðaskrifstofum Heimsferða og Úrval Útsýns. „Ég held að það sé nú tilkomið vegna þess að í rauninni eru upplýsingarnar sem við erum að gefa að koma frá flugfélögum, eftir bestu vitund hverju sinni. Þannig að það er verið að reyna að upplýsa farþega hverju sinni eftir bestu vitund en það er enginn að leika sér að því að gefa misvísandi upplýsingar,“ segir Margrét. Margrét segir að verið sé að endurskoða ferla hvað varðar upplýsingagjöf og nefnir að það sé spurning um hvort best sé að upplýsa farþega um allar breytingar þar sem það geti valdið ruglingi. „Það er þannig að það eru kannski margir boltar á lofti hvert sinn. Það er kannski verið að reyna að finna vél og á sama tíma er verið að reyna að lagfæra þá sem er að, þannig að það er spurning hvort það eigi að upplýsa farþega um alla bolta sem eru á lofti eða ekki. Það getur stundum valdið ruglingi eða misskilningi,“ segir Margrét.Keðjuverkandi áhrif Ástæða seinkananna um helgina voru meðal annars bilanir í vélum. Margrét segir þetta hafa keðjuverkandi áhrif. „Þetta er keðjuverkandi. Þegar vélin bilar í Alicante þá hefur það áhrif á næsta flug á eftir en það var kölluð inn önnur vél fyrir Malaga flugið og hún var staðsett í Evrópu og þurfti að fljúga hingað, það er ástæðan fyrir þeirri seinkun,“ segir Margrét.
Ferðalög Tengdar fréttir Primera Air: „Það er alltaf spurning hvað er nóg af upplýsingum“ Framkvæmdastjóri hjá Primera Air segir félagið vera með ferla sem eigi að tryggja upplýsingagjöf til farþega 20. ágúst 2017 12:27 Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Fjölmargir Íslendingar hafa orðið strandaglópar svo klukkustundum skiptir um helgina eftir ítrekaðar seinkanir Primera Air. 20. ágúst 2017 10:30 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira
Primera Air: „Það er alltaf spurning hvað er nóg af upplýsingum“ Framkvæmdastjóri hjá Primera Air segir félagið vera með ferla sem eigi að tryggja upplýsingagjöf til farþega 20. ágúst 2017 12:27
Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Fjölmargir Íslendingar hafa orðið strandaglópar svo klukkustundum skiptir um helgina eftir ítrekaðar seinkanir Primera Air. 20. ágúst 2017 10:30