„Er þessi stelpa um borð hjá okkur?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. ágúst 2017 09:49 Nukaraaq Larsen gengur inn í dómsal í dag. vísir/anton brink Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Møller Olsen var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þinghald hófst klukkan níu og þá kom fyrir dóminn Nukaraaq Larsen sem er skipverji á Polar Nanoq og var því vinnufélagi Thomasar á þeim tíma þegar Birna Brjánsdóttir hvarf þann 14. janúar síðastliðinn.Fylgjast má með beinni textalýsingu Vísis úr réttarsal hér. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu að bana en hann neitar sök. Hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag og fylgdist svo með því sem fram fór í dómsal en hann er ekki mættur í salinn í dag. Kolbrún Benediktsdóttir, sækjandi málsins, byrjaði á að spyrja Nukaraaq út í það hvort hann hefði rætt eitthvað við annan vinnufélaga sinn, Nikolaj Olsen, eftir að Polar Nanoq fór úr höfn í Hafnarfirði. Nikolaj hafði um tíma stöðu sakbornings í málinu en hann gaf skýrslu fyrir dómi í gær. Vissu að einhverjir um borð væru grunaðir Nukaraaq sagði að hann vissi að Nikolaj hefði drukkið á föstudagskvöldið og aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Þeir hefðu rætt það en ekki mikið frekar um það sem gerðist. Nukaraaq kvaðst hins vegar hafa áttað sig á því að eitthvað hefði gerst þegar skipinu var snúið við. Þegar fregnir af hvarfi Birnu bárust sagðist hann svo hafa gantast í Nikolaj. „Svo gantast ég við hann „Er þessi stelpa um borð hjá okkur?“ og hann sagði nei. Þegar skipinu var snúið við vissum við að einhverjir um borð væru grunaðir. Við fáum að vita að lögreglan kæmi til okkar og myndi vilja ræða við okkur en Nikolaj sagði að hann hefði enga ástæðu til að hafa áhyggjur,“ sagði Nukaraaq. Hann lýsti því svo að Nikolaj hefði sagst hafa verið ansi fullur þessa nótt. Hann hafi sofnað í rauða Kia Rio-bílnum og egar hann vaknaði í bílnum og leit til baka minntist hann þess að hafa séð tvær konur í aftursætinu. „Hann sagði að hann hefði komið einn í skipið og farið upp í rúm,“ sagði Nukaraaq. Aðspurður kvaðst hann ekkert hafa rætt við Thomas. Verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, spurði Nukaraaq hvort hann hefði tekið eftir einhverjum áverkum á höndum Nikolaj. Nukaraaq kvaðst ekki muna eftir því og sagðist ekki hafa verið að reyna að taka eftir neinu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Enginn Thomas Møller í dómsal Tuttugu vitni koma fyrir dóminn í dag. 22. ágúst 2017 09:30 Spurnum sækjanda ósvarað Aðalmeðferð í sakamáli gegn grænlenskum sjómanni, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hófst í gær. Heyra mátti saumnál detta meðan ákærði gaf skýrslu. Framburður hans tók óvænta stefnu. 22. ágúst 2017 06:00 Í beinni: Aðalmeðferð í Birnumálinu heldur áfram Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í dag en hún hófst í gær. 22. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Møller Olsen var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þinghald hófst klukkan níu og þá kom fyrir dóminn Nukaraaq Larsen sem er skipverji á Polar Nanoq og var því vinnufélagi Thomasar á þeim tíma þegar Birna Brjánsdóttir hvarf þann 14. janúar síðastliðinn.Fylgjast má með beinni textalýsingu Vísis úr réttarsal hér. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu að bana en hann neitar sök. Hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag og fylgdist svo með því sem fram fór í dómsal en hann er ekki mættur í salinn í dag. Kolbrún Benediktsdóttir, sækjandi málsins, byrjaði á að spyrja Nukaraaq út í það hvort hann hefði rætt eitthvað við annan vinnufélaga sinn, Nikolaj Olsen, eftir að Polar Nanoq fór úr höfn í Hafnarfirði. Nikolaj hafði um tíma stöðu sakbornings í málinu en hann gaf skýrslu fyrir dómi í gær. Vissu að einhverjir um borð væru grunaðir Nukaraaq sagði að hann vissi að Nikolaj hefði drukkið á föstudagskvöldið og aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Þeir hefðu rætt það en ekki mikið frekar um það sem gerðist. Nukaraaq kvaðst hins vegar hafa áttað sig á því að eitthvað hefði gerst þegar skipinu var snúið við. Þegar fregnir af hvarfi Birnu bárust sagðist hann svo hafa gantast í Nikolaj. „Svo gantast ég við hann „Er þessi stelpa um borð hjá okkur?“ og hann sagði nei. Þegar skipinu var snúið við vissum við að einhverjir um borð væru grunaðir. Við fáum að vita að lögreglan kæmi til okkar og myndi vilja ræða við okkur en Nikolaj sagði að hann hefði enga ástæðu til að hafa áhyggjur,“ sagði Nukaraaq. Hann lýsti því svo að Nikolaj hefði sagst hafa verið ansi fullur þessa nótt. Hann hafi sofnað í rauða Kia Rio-bílnum og egar hann vaknaði í bílnum og leit til baka minntist hann þess að hafa séð tvær konur í aftursætinu. „Hann sagði að hann hefði komið einn í skipið og farið upp í rúm,“ sagði Nukaraaq. Aðspurður kvaðst hann ekkert hafa rætt við Thomas. Verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, spurði Nukaraaq hvort hann hefði tekið eftir einhverjum áverkum á höndum Nikolaj. Nukaraaq kvaðst ekki muna eftir því og sagðist ekki hafa verið að reyna að taka eftir neinu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Enginn Thomas Møller í dómsal Tuttugu vitni koma fyrir dóminn í dag. 22. ágúst 2017 09:30 Spurnum sækjanda ósvarað Aðalmeðferð í sakamáli gegn grænlenskum sjómanni, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hófst í gær. Heyra mátti saumnál detta meðan ákærði gaf skýrslu. Framburður hans tók óvænta stefnu. 22. ágúst 2017 06:00 Í beinni: Aðalmeðferð í Birnumálinu heldur áfram Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í dag en hún hófst í gær. 22. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Spurnum sækjanda ósvarað Aðalmeðferð í sakamáli gegn grænlenskum sjómanni, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hófst í gær. Heyra mátti saumnál detta meðan ákærði gaf skýrslu. Framburður hans tók óvænta stefnu. 22. ágúst 2017 06:00
Í beinni: Aðalmeðferð í Birnumálinu heldur áfram Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í dag en hún hófst í gær. 22. ágúst 2017 07:00