Kostnaðurinn við öryggisgæslu Trump að sliga leyniþjónustuna Kjartan Kjartansson skrifar 22. ágúst 2017 10:00 Trump hefur verið á faraldsfæti og gist í eigin klúbbum um helgar. Hann er sagður hafa lýst Hvíta húsinu sem hreysi við meðlimi í einum golfklúbba sinna. Vísir/AFP Féð sem alríkisstjórn Bandaríkjanna ver til öryggisgæslu fyrir forsetann og fjölskyldu hans er uppurið fyrir árið, aðeins sjö mánuðum eftir að Donald Trump tók við embætti. Ástæðan er tíðar ferðir, stór fjölskylda og fjöldi eigna Trump víða um Bandaríkin. Dagblaðið USA Today upplýsti um þetta í gær. Leyniþjónustan geti ekki lengur greitt þeim hundruð fulltrúum sínum sem þarf til að gæta öryggis Trump og fjölskyldu. Leyniþjónustan hefur lagalega skyldu til að vernda forseta Bandaríkjanna og forseta hans öllum stundum. Fjárframlög til hennar eru hins vegar takmörkuð í fjárlögum alríkisstjórnarinnar. Randolph Alles, forstjóri Leyniþjónustunnar, sagði við USA Today að fleiri en þúsund fulltrúar hafi komið að gæslunni á þessu ári. Launa- og yfirvinnukostnaður þeirra sé þegar farinn út fyrir þau framlög sem þjónustunni var ætlað fyrir allt árið.Hver ferð í golfklúbbinn kostar jafnvirði hundruð milljóna krónaTrump hefur ferðast til eigna sinna í Flórída, New Jersey og Virginíu um nærri því hverja einustu helgi eftir að hann tók við embætti 20. janúar. Þá hafa börn hans ferðast innan og utan lands í viðskiptaerindum. Alls njóta 42 einstaklingar í kringum forsetann verndar leyniþjónustunnar, þar á meðal átján skyldmenni Trump. Í tíð Baracks Obama gætti leyniþjónustan 31 einstaklings. Í umfjöllun vefsíðunnar Vox kemur fram að áætlað sé að hver ferð Trump til Mar-a-Lago, golfklúbbs í eigu forsetans í Flórída, kosti leyniþjónustuna þrjár milljónir dollara. Það eru rúmar 316 milljónir íslenskra króna á núverandi gengi. Donald Trump Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Féð sem alríkisstjórn Bandaríkjanna ver til öryggisgæslu fyrir forsetann og fjölskyldu hans er uppurið fyrir árið, aðeins sjö mánuðum eftir að Donald Trump tók við embætti. Ástæðan er tíðar ferðir, stór fjölskylda og fjöldi eigna Trump víða um Bandaríkin. Dagblaðið USA Today upplýsti um þetta í gær. Leyniþjónustan geti ekki lengur greitt þeim hundruð fulltrúum sínum sem þarf til að gæta öryggis Trump og fjölskyldu. Leyniþjónustan hefur lagalega skyldu til að vernda forseta Bandaríkjanna og forseta hans öllum stundum. Fjárframlög til hennar eru hins vegar takmörkuð í fjárlögum alríkisstjórnarinnar. Randolph Alles, forstjóri Leyniþjónustunnar, sagði við USA Today að fleiri en þúsund fulltrúar hafi komið að gæslunni á þessu ári. Launa- og yfirvinnukostnaður þeirra sé þegar farinn út fyrir þau framlög sem þjónustunni var ætlað fyrir allt árið.Hver ferð í golfklúbbinn kostar jafnvirði hundruð milljóna krónaTrump hefur ferðast til eigna sinna í Flórída, New Jersey og Virginíu um nærri því hverja einustu helgi eftir að hann tók við embætti 20. janúar. Þá hafa börn hans ferðast innan og utan lands í viðskiptaerindum. Alls njóta 42 einstaklingar í kringum forsetann verndar leyniþjónustunnar, þar á meðal átján skyldmenni Trump. Í tíð Baracks Obama gætti leyniþjónustan 31 einstaklings. Í umfjöllun vefsíðunnar Vox kemur fram að áætlað sé að hver ferð Trump til Mar-a-Lago, golfklúbbs í eigu forsetans í Flórída, kosti leyniþjónustuna þrjár milljónir dollara. Það eru rúmar 316 milljónir íslenskra króna á núverandi gengi.
Donald Trump Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira