Vilja sekta fyrir of mikinn meðalhraða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. ágúst 2017 19:30 Myndavélar sem mæla meðalhraða á vegum hafa leitt til umtalsverðrar fækkunar á alvarlegum umferðarslysum í Noregi. Sams konar eftirlit er nú komið í útboðsferli hér á landi. Vegagerðin leggur til eftirlitið verði sett upp víða þar sem slys vegna hraðaksturs eru algeng. Meðalhraðaeftirlit virkar þannig að tveimur myndavélum er komið fyrir sitt hvoru megin við endann á tilteknum vegkafla. Ein mynd er tekin af ökumanni þegar hann kemur inn á kaflann og önnur þegar farið er út af honum. Lengdin liggur fyrir og er meðalhraðinn reiknaður sjálfvirkt miðað við tímann sem það tekur ökumanninn að komast á milli myndavéla. Þeir sem fara of hratt eru sektaðir. Forstöðukona hjá Vegagerðinni segir þetta hafa reynst vel í Noregi. „Slysum og alvarlega slösuðum og látnum í Noregi fækkaði um 49 til 54% við uppsetningu þessa sjálfvirka meðaltalseftirlits," segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðukona hjá Vegagerðinni. Tæknin var nýverið prófuð á Hringveginum og hefur nú þegar verið leitað eftir tilboðum í uppsetningu á tveimur vegköflum. „Það hefur þegar verið ákveðið að hafa möguleika á að taka þetta sjálfvirka meðaltalseftirlit upp í nýjum Norðfjarðargöngum og jafnvel hugsanlega á Grindavíkurvegi á kaflanum milli Reykanesbrautar og Bláa Lónsins," segir Auður. Mun fleiri staðir koma þá einnig til greina og ætlar Vegagerðin að leggja til að meðalhraðaeftirliti verði komið fyrir í næstu samgönguáætlun. „Þetta hefur fengið ágætan hljómgrunn, bæði hér innan Vegagerðarinnar og hjá lögreglu en einnig hjá ráðuneytinu," segir Auður. Kostnaður við uppsetningu á hverjum kafla gæti verið um sextíu milljónir króna en samkvæmt skýrslu sem Mannvit vann fyrir Vegagerðina gæti fjárfestingin borgað sig upp á um það bil einu ári. Efitirlitið yrði þó einungis sett upp á köflum þar sem mörg slys verða sem hægt að tengja hraðakstri. „Þetta yrði mjög fljótt að borga sig upp, fyrst og fremst í minni slysakostnaði. Við erum ekki að þessu til að hanka ökumenn heldur fyrst og fremst til að auka öryggi fólks," segir Auður. Samgöngur Tengdar fréttir Lögreglan vill fara nýjar leiðir til að koma upp um hraðakstur Svokallaðar meðalhraðamyndavélar hafa gefið góða raun víða. Lögreglan hefur áhuga á að innleiða kerfið hér. 23. september 2015 13:03 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Myndavélar sem mæla meðalhraða á vegum hafa leitt til umtalsverðrar fækkunar á alvarlegum umferðarslysum í Noregi. Sams konar eftirlit er nú komið í útboðsferli hér á landi. Vegagerðin leggur til eftirlitið verði sett upp víða þar sem slys vegna hraðaksturs eru algeng. Meðalhraðaeftirlit virkar þannig að tveimur myndavélum er komið fyrir sitt hvoru megin við endann á tilteknum vegkafla. Ein mynd er tekin af ökumanni þegar hann kemur inn á kaflann og önnur þegar farið er út af honum. Lengdin liggur fyrir og er meðalhraðinn reiknaður sjálfvirkt miðað við tímann sem það tekur ökumanninn að komast á milli myndavéla. Þeir sem fara of hratt eru sektaðir. Forstöðukona hjá Vegagerðinni segir þetta hafa reynst vel í Noregi. „Slysum og alvarlega slösuðum og látnum í Noregi fækkaði um 49 til 54% við uppsetningu þessa sjálfvirka meðaltalseftirlits," segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðukona hjá Vegagerðinni. Tæknin var nýverið prófuð á Hringveginum og hefur nú þegar verið leitað eftir tilboðum í uppsetningu á tveimur vegköflum. „Það hefur þegar verið ákveðið að hafa möguleika á að taka þetta sjálfvirka meðaltalseftirlit upp í nýjum Norðfjarðargöngum og jafnvel hugsanlega á Grindavíkurvegi á kaflanum milli Reykanesbrautar og Bláa Lónsins," segir Auður. Mun fleiri staðir koma þá einnig til greina og ætlar Vegagerðin að leggja til að meðalhraðaeftirliti verði komið fyrir í næstu samgönguáætlun. „Þetta hefur fengið ágætan hljómgrunn, bæði hér innan Vegagerðarinnar og hjá lögreglu en einnig hjá ráðuneytinu," segir Auður. Kostnaður við uppsetningu á hverjum kafla gæti verið um sextíu milljónir króna en samkvæmt skýrslu sem Mannvit vann fyrir Vegagerðina gæti fjárfestingin borgað sig upp á um það bil einu ári. Efitirlitið yrði þó einungis sett upp á köflum þar sem mörg slys verða sem hægt að tengja hraðakstri. „Þetta yrði mjög fljótt að borga sig upp, fyrst og fremst í minni slysakostnaði. Við erum ekki að þessu til að hanka ökumenn heldur fyrst og fremst til að auka öryggi fólks," segir Auður.
Samgöngur Tengdar fréttir Lögreglan vill fara nýjar leiðir til að koma upp um hraðakstur Svokallaðar meðalhraðamyndavélar hafa gefið góða raun víða. Lögreglan hefur áhuga á að innleiða kerfið hér. 23. september 2015 13:03 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Lögreglan vill fara nýjar leiðir til að koma upp um hraðakstur Svokallaðar meðalhraðamyndavélar hafa gefið góða raun víða. Lögreglan hefur áhuga á að innleiða kerfið hér. 23. september 2015 13:03