Kaupþing kaupir kröfu á tískukóng af eignarhaldsfélagi ríkisins Hörður Ægisson skrifar 23. ágúst 2017 07:30 Kevin Stanford er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað Karen Millen ásamt eiginkonu sinni. Kaupþing hefur keypt kröfu af Lindarhvoli, eignarhaldsfélagi í eigu ríkissjóðs Íslands, á hendur breska kaupsýslumanninum Kevin Stanford. Ekki fást upplýsingar um fjárhæð kröfunnar en samkvæmt heimildum Markaðarins keypti Kaupþing kröfuna af eignaumsýslufélagi ríkisins fyrr í sumar. Deilur og málaferli milli Kaupþings og Stanfords hafa staðið yfir um margra ára skeið. Stanford, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað tískuverslanakeðjunar Karen Millen, var einn helsti viðskiptavinur Kaupþings fyrir fall bankans og sömuleiðis fjórði stærsti hluthafi hans með um 4,3 prósenta eignarhlut. Kaupþing vildi ekki svara fyrirspurn Markaðarins hvað félagið hefði keypt kröfuna á né heldur hver tilgangurinn með kaupunum hafi verið. Félagið Lindarhvoll, sem heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið, var sett á stofn í apríl 2016 og heldur utan um eignir sem voru framseldar til ríkissjóðs í tengslum við stöðugleikaframlög fjármálafyrirtækja í slitameðferð. Samkvæmt heimildum Markaðarins keypti Kaupþing kröfuna meðal annars í því skyni að styrkja stöðu sína í mögulegum samningaviðræðum við Stanford en krafan sem um ræðir beinist að honum persónulega. Kaupin komu í kjölfar þess að Paul Copley, forstjóri Kaupþings, gerði Stanford óformlegt tilboð um að ljúka öllum ágreiningsmálum milli hans og Kaupþings með greiðslu til Stanfords. Í skriflegu svari til Markaðarins segir Kaupþing að það sé ekki rétt, eins og heimildir blaðsins herma, að það tilboð hafi hljóðað upp á um 60 milljónir punda, jafnvirði 8 milljarða króna, sem Stanford hafi hafnað. „Viðræður aðila njóta trúnaðar en Kaupþing getur staðfest að félagið hefur ekki gert Kevin Stanford tilboð um greiðslu umræddrar fjárhæðar.“ Þá segir einnig í svari Kaupþings að „málaferli hafa staðið yfir milli Kaupþings og Kevin Stanford í Lúxemborg frá árinu 2011. Þær sáttaumleitanir sem hafa átt sér stað hafa engan árangur borið og eru frekari sáttaumleitanir hvorki yfirstandandi né fyrirhugaðar. […] Eins og sakir standa á Kaupþing ekki von á að ná sáttum við Kevin Stanford og mun neyta allra lagalegra úrræða til að sækja rétt sinn fyrir dómstólum í viðeigandi lögsögum.“ Í árslok 2015 gerði Stanford kröfu um að Kaupþing myndi greiða honum 545 milljónir punda, jafnvirði 74 milljarða króna. Greint var frá kröfunni á heimasíðu Kaupþings og sagt að hún kæmi til vegna atburða sem hafi átt sér stað í lok árs 2008 og ársbyrjun 2009. Í mars 2009 var tilkynnt um að Kaupþing banki í Lúxemborg hefði tekið yfir 25,4 prósenta hlut Stanford í töskufyrirtækinu Bulberry vegna skulda hans við Kaupþing.Stanford skuldaði Kaupþingi háar fjárhæðir við fall bankans og var einnig fjórði stærsti hlutahafi hans.Einnig í deilum við LBI Stanford hefur einnig átt í deilum við slitabú gamla Landsbankans (LBI). Slitastjórn LBI hafnaði á sínum tíma 11,6 milljarða króna gagnkröfum Stanfords sem fjárfestirinn vildi að gengi upp í skuld hans við kröfuhafa slitabúsins. Málið er komið til kasta íslenskra dómstóla og verður fyrirtaka í málinu fyrir héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan næsta mánuð. Stanford var um tíma einn af stærstu eigendum Mosaic Fashions. Þá var hann stór hluthafi í FL Group, í gegnum Materia Invest ehf., og átti einnig hlut í Baugi. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Viðskipti innlent Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Sjá meira
Kaupþing hefur keypt kröfu af Lindarhvoli, eignarhaldsfélagi í eigu ríkissjóðs Íslands, á hendur breska kaupsýslumanninum Kevin Stanford. Ekki fást upplýsingar um fjárhæð kröfunnar en samkvæmt heimildum Markaðarins keypti Kaupþing kröfuna af eignaumsýslufélagi ríkisins fyrr í sumar. Deilur og málaferli milli Kaupþings og Stanfords hafa staðið yfir um margra ára skeið. Stanford, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað tískuverslanakeðjunar Karen Millen, var einn helsti viðskiptavinur Kaupþings fyrir fall bankans og sömuleiðis fjórði stærsti hluthafi hans með um 4,3 prósenta eignarhlut. Kaupþing vildi ekki svara fyrirspurn Markaðarins hvað félagið hefði keypt kröfuna á né heldur hver tilgangurinn með kaupunum hafi verið. Félagið Lindarhvoll, sem heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið, var sett á stofn í apríl 2016 og heldur utan um eignir sem voru framseldar til ríkissjóðs í tengslum við stöðugleikaframlög fjármálafyrirtækja í slitameðferð. Samkvæmt heimildum Markaðarins keypti Kaupþing kröfuna meðal annars í því skyni að styrkja stöðu sína í mögulegum samningaviðræðum við Stanford en krafan sem um ræðir beinist að honum persónulega. Kaupin komu í kjölfar þess að Paul Copley, forstjóri Kaupþings, gerði Stanford óformlegt tilboð um að ljúka öllum ágreiningsmálum milli hans og Kaupþings með greiðslu til Stanfords. Í skriflegu svari til Markaðarins segir Kaupþing að það sé ekki rétt, eins og heimildir blaðsins herma, að það tilboð hafi hljóðað upp á um 60 milljónir punda, jafnvirði 8 milljarða króna, sem Stanford hafi hafnað. „Viðræður aðila njóta trúnaðar en Kaupþing getur staðfest að félagið hefur ekki gert Kevin Stanford tilboð um greiðslu umræddrar fjárhæðar.“ Þá segir einnig í svari Kaupþings að „málaferli hafa staðið yfir milli Kaupþings og Kevin Stanford í Lúxemborg frá árinu 2011. Þær sáttaumleitanir sem hafa átt sér stað hafa engan árangur borið og eru frekari sáttaumleitanir hvorki yfirstandandi né fyrirhugaðar. […] Eins og sakir standa á Kaupþing ekki von á að ná sáttum við Kevin Stanford og mun neyta allra lagalegra úrræða til að sækja rétt sinn fyrir dómstólum í viðeigandi lögsögum.“ Í árslok 2015 gerði Stanford kröfu um að Kaupþing myndi greiða honum 545 milljónir punda, jafnvirði 74 milljarða króna. Greint var frá kröfunni á heimasíðu Kaupþings og sagt að hún kæmi til vegna atburða sem hafi átt sér stað í lok árs 2008 og ársbyrjun 2009. Í mars 2009 var tilkynnt um að Kaupþing banki í Lúxemborg hefði tekið yfir 25,4 prósenta hlut Stanford í töskufyrirtækinu Bulberry vegna skulda hans við Kaupþing.Stanford skuldaði Kaupþingi háar fjárhæðir við fall bankans og var einnig fjórði stærsti hlutahafi hans.Einnig í deilum við LBI Stanford hefur einnig átt í deilum við slitabú gamla Landsbankans (LBI). Slitastjórn LBI hafnaði á sínum tíma 11,6 milljarða króna gagnkröfum Stanfords sem fjárfestirinn vildi að gengi upp í skuld hans við kröfuhafa slitabúsins. Málið er komið til kasta íslenskra dómstóla og verður fyrirtaka í málinu fyrir héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan næsta mánuð. Stanford var um tíma einn af stærstu eigendum Mosaic Fashions. Þá var hann stór hluthafi í FL Group, í gegnum Materia Invest ehf., og átti einnig hlut í Baugi. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Viðskipti innlent Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Sjá meira