Ástandið farið að hafa slæm áhrif á börnin og fjölskyldulífið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. ágúst 2017 19:30 Enn er ómannað í tæplega 250 stöðugildi í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar. Sérstaklega vantar starfsfólk í frístundastarf með fötluðum börnum með þeim afleiðingum að eingöngu er boðið upp á vistun þrjá daga vikunnar. Áður en leikskólar og grunnskólar hófu starf eftir sumarfrí var ljóst að mikil mannekla yrði í skólastarfi. Síðustu vikur hefur verið unnið að ráðningum en enn vantar í 108 stöðugildi í leikskólum borgarinnar, 25 stöðugildi í grunnskólum, þar af átta kennara og 114 stöðugildi í frístundaheimilum eða 226 starfsmenn í hlutastarf. Þar af vantar 74 starfsmenn í sértækar félagsmiðstöðvar fyrir fötluð börn. Í frístundastarfi Klettaskóla vantar að ráða í 42 stöðugildi þannig að börnin fá vistun aðeins þrjá daga í viku.Manneklan endurspegli stærra vandamál Þórir Jónsson Hraundal, formaður Foreldrafélags Klettaskóla, segir ástandið hafa slæm áhrif á börnin og fjölskyldulífið. „Auðvitað hefur þetta slæm áhrif á fjölskyldur, bæði foreldra og sömuleiðis börnin sjálf sem mörg hver eru háð sinni rútínu. Þannig að þetta er afar óheppilegt að þetta skuli aftur vera komið upp, þó þetta líti aðeins betur út í ár. Þetta er eitthvað sem er farið að gerast trekk í trekk sem þarf að bregðast við,“ segir Þórir, og bætir við að manneklan endurspegli stærra vandamál. „Það er annars vegar hvernig við lítum á þennan allra viðkvæmasta hóp í landinu, fötluð börn og hins vegar umönnunarstörf. Kjarni málsins er að það þarf að gera þessi störf eftirsóknarverðari og hvort sem það er með hærri launum, fríðindum, eða einhverju slíku að þá þarf að bregðast við þessu á einhvern raunhæfan hátt. Ekki bara vona að þetta verði alltaf í lagi á hverju ári.“Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri.Margir að bítast um sama vinnuaflið Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri, segir marga vera að bítast um sama vinnuaflið í borginni. „Staðan er betri þetta haustið, heldur en síðasta haust þar sem okkur vantaði mun fleira fólk. Þar gátum við í raun og veru ekki boðið þriggja daga vistun, en staðan er betri í dag. Við viljum hafa þetta betra, en svona er staðan,“ segir hann. „Það er er verið að taka viðtöl. Þetta gengur hægt og rólega en við vonumst til þess að þetta skáni, hratt.“ Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Enn er ómannað í tæplega 250 stöðugildi í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar. Sérstaklega vantar starfsfólk í frístundastarf með fötluðum börnum með þeim afleiðingum að eingöngu er boðið upp á vistun þrjá daga vikunnar. Áður en leikskólar og grunnskólar hófu starf eftir sumarfrí var ljóst að mikil mannekla yrði í skólastarfi. Síðustu vikur hefur verið unnið að ráðningum en enn vantar í 108 stöðugildi í leikskólum borgarinnar, 25 stöðugildi í grunnskólum, þar af átta kennara og 114 stöðugildi í frístundaheimilum eða 226 starfsmenn í hlutastarf. Þar af vantar 74 starfsmenn í sértækar félagsmiðstöðvar fyrir fötluð börn. Í frístundastarfi Klettaskóla vantar að ráða í 42 stöðugildi þannig að börnin fá vistun aðeins þrjá daga í viku.Manneklan endurspegli stærra vandamál Þórir Jónsson Hraundal, formaður Foreldrafélags Klettaskóla, segir ástandið hafa slæm áhrif á börnin og fjölskyldulífið. „Auðvitað hefur þetta slæm áhrif á fjölskyldur, bæði foreldra og sömuleiðis börnin sjálf sem mörg hver eru háð sinni rútínu. Þannig að þetta er afar óheppilegt að þetta skuli aftur vera komið upp, þó þetta líti aðeins betur út í ár. Þetta er eitthvað sem er farið að gerast trekk í trekk sem þarf að bregðast við,“ segir Þórir, og bætir við að manneklan endurspegli stærra vandamál. „Það er annars vegar hvernig við lítum á þennan allra viðkvæmasta hóp í landinu, fötluð börn og hins vegar umönnunarstörf. Kjarni málsins er að það þarf að gera þessi störf eftirsóknarverðari og hvort sem það er með hærri launum, fríðindum, eða einhverju slíku að þá þarf að bregðast við þessu á einhvern raunhæfan hátt. Ekki bara vona að þetta verði alltaf í lagi á hverju ári.“Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri.Margir að bítast um sama vinnuaflið Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri, segir marga vera að bítast um sama vinnuaflið í borginni. „Staðan er betri þetta haustið, heldur en síðasta haust þar sem okkur vantaði mun fleira fólk. Þar gátum við í raun og veru ekki boðið þriggja daga vistun, en staðan er betri í dag. Við viljum hafa þetta betra, en svona er staðan,“ segir hann. „Það er er verið að taka viðtöl. Þetta gengur hægt og rólega en við vonumst til þess að þetta skáni, hratt.“
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira