Skaðlegum dísilbílum fjölgað um 36 þúsund frá árinu 2009 Sigurður Mikael Jónsson skrifar 25. ágúst 2017 06:00 Svifryksmengun í Reykjavík. Samkvæmt tölum frá 2013 var samsetning svifryks í borginni orðin 30% sót en var 7% tíu árum áður. vísir/gva Skráðum dísilbifreiðum hér á landi fjölgaði um ríflega 36 þúsund frá árinu 2009 til 2016 á sama tíma og bensínbifreiðum fækkaði. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra boðar hærri álögur á dísilolíu í fjárlögum sem hluta af grænni skattastefnu ríkisstjórnarinnar í von um að vinda ofan af þróuninni. Dísilbílasprengingin sem orðið hefur hér á landi á undanförnum árum er áhyggjuefni enda losa dísilbílar umtalsvert meira af efnum sem skaðleg eru heilsu fólks. Sót, skaðleg nituroxíðsambönd, NO og NO2, og krabbameinsvaldandi PAH-efni á borð við díoxín eru meðal þess sem finna má í talsverðu magni í útblæstri dísilbifreiða umfram bensínbíla.„Fyrir 20 árum var dísilbíll að menga kannski hundrað til þúsund sinnum meira af sóti en bensínbíll,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. „Núna er hann að menga kannski tíu sinnum meira. Þannig að nýr dísilbíll með agnasíu er samt að losa meira af sóti en bensínbíll og meira af niturdíoxíðsamböndum.“ Þorsteinn, sem fjallað hefur um heilsufarsleg áhrif loftmengunar frá bensín- og dísilbílum, bendir á að í Evrópu sem og hér hafi hvatar verið auknir og áhersla lögð á að fjölga dísilbílum þar sem þeir losa minna af gróðurhúsalofttegundum, á borð við CO2. Neytendur þustu til bjargar umhverfinu og keyptu dísilbíla en skaðleg áhrif þeirra á heilsufar fólks eru alltaf að koma betur í ljós. „Þú ert að græða kannski 15-25% minni losun gróðurhúsalofttegunda á hvern ekinn kílómetra á jafn þungum bíl með dísil. En á móti kemur að þú ert að fá meira af NOx og sóti sem ekki er mælt í prósentum heldur er kannski 10-15 sinnum meira.“ Samkvæmt tölum sem Fréttablaðið tók saman frá Samgöngustofu yfir fjölda skráðra bifreiða frá 2009 til 2016 voru 61.420 dísilbifreiðar á landinu öllu 2009. Hægt og sígandi fjölgaði þeim og varð verulegt stökk milli 2012-2013. Síðustu ár hefur svo sprenging orðið. Í árslok 2016 var fjöldi dísilbíla orðinn 97.989 og nemur fjölgunin 60 prósentum. Þó enn sé mun meira af bensínbifreiðum á götunni þá hefur dregið verulega saman á undanförnum árum og þeim fækkað um tæplega þúsund á sama tíma. Þó aðrir orkugjafar eins og tvinnvélar, tengiltvinnvélar og rafvélar hafi sótt töluvert í sig veðrið á síðustu misserum þá er ljóst af nýskráningum bíla að dísilbíllinn er fyrsta val hjá flestum. Fjármálaráðherra lýsti því yfir í fréttum RÚV á dögunum að grænir skattar stjórnarinnar muni hækka kolefnisgjöld og verð á dísilolíu um áramótin auk þess sem hann hyggst leggja til að afnám tolla og vörugjalda af rafbílum muni gilda næstu þrjú árin. Þorsteinn tekur undir að það sé skref í rétta átt að reyna að sporna gegn þessari dísilbílaþróun. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Skráðum dísilbifreiðum hér á landi fjölgaði um ríflega 36 þúsund frá árinu 2009 til 2016 á sama tíma og bensínbifreiðum fækkaði. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra boðar hærri álögur á dísilolíu í fjárlögum sem hluta af grænni skattastefnu ríkisstjórnarinnar í von um að vinda ofan af þróuninni. Dísilbílasprengingin sem orðið hefur hér á landi á undanförnum árum er áhyggjuefni enda losa dísilbílar umtalsvert meira af efnum sem skaðleg eru heilsu fólks. Sót, skaðleg nituroxíðsambönd, NO og NO2, og krabbameinsvaldandi PAH-efni á borð við díoxín eru meðal þess sem finna má í talsverðu magni í útblæstri dísilbifreiða umfram bensínbíla.„Fyrir 20 árum var dísilbíll að menga kannski hundrað til þúsund sinnum meira af sóti en bensínbíll,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. „Núna er hann að menga kannski tíu sinnum meira. Þannig að nýr dísilbíll með agnasíu er samt að losa meira af sóti en bensínbíll og meira af niturdíoxíðsamböndum.“ Þorsteinn, sem fjallað hefur um heilsufarsleg áhrif loftmengunar frá bensín- og dísilbílum, bendir á að í Evrópu sem og hér hafi hvatar verið auknir og áhersla lögð á að fjölga dísilbílum þar sem þeir losa minna af gróðurhúsalofttegundum, á borð við CO2. Neytendur þustu til bjargar umhverfinu og keyptu dísilbíla en skaðleg áhrif þeirra á heilsufar fólks eru alltaf að koma betur í ljós. „Þú ert að græða kannski 15-25% minni losun gróðurhúsalofttegunda á hvern ekinn kílómetra á jafn þungum bíl með dísil. En á móti kemur að þú ert að fá meira af NOx og sóti sem ekki er mælt í prósentum heldur er kannski 10-15 sinnum meira.“ Samkvæmt tölum sem Fréttablaðið tók saman frá Samgöngustofu yfir fjölda skráðra bifreiða frá 2009 til 2016 voru 61.420 dísilbifreiðar á landinu öllu 2009. Hægt og sígandi fjölgaði þeim og varð verulegt stökk milli 2012-2013. Síðustu ár hefur svo sprenging orðið. Í árslok 2016 var fjöldi dísilbíla orðinn 97.989 og nemur fjölgunin 60 prósentum. Þó enn sé mun meira af bensínbifreiðum á götunni þá hefur dregið verulega saman á undanförnum árum og þeim fækkað um tæplega þúsund á sama tíma. Þó aðrir orkugjafar eins og tvinnvélar, tengiltvinnvélar og rafvélar hafi sótt töluvert í sig veðrið á síðustu misserum þá er ljóst af nýskráningum bíla að dísilbíllinn er fyrsta val hjá flestum. Fjármálaráðherra lýsti því yfir í fréttum RÚV á dögunum að grænir skattar stjórnarinnar muni hækka kolefnisgjöld og verð á dísilolíu um áramótin auk þess sem hann hyggst leggja til að afnám tolla og vörugjalda af rafbílum muni gilda næstu þrjú árin. Þorsteinn tekur undir að það sé skref í rétta átt að reyna að sporna gegn þessari dísilbílaþróun.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira