Segir Brynjar Níelsson vera siðleysingja Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. ágúst 2017 23:46 Gunnar Hrafn krefst þess að Brynjar biðjist afsökunar á ummælum sem hann hefur látið falla um andleg veikindi. Vísir/anton/Eyþór Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, segir Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, afhjúpa sig sem siðleysingja fyrir að hæðast að andlegum veikindum. Hann krefst þess að hann biðji þá sem hafa þjáðst af þeim sökum afsökunar á ummælum sínum. Þetta segir Gunnar á Facebookþræði þar sem Brynjar segir, í hæðni, að sér finnist Gunnar bestur þegar hann segi frá veikindum sínum. Kveikjan að þessum snörpu orðaskiptum var umfjöllun Bergs Þórs Ingólfssonar, föður eins af þolendum Robert Downeys, sem vakti á því athygli að Brynjar ætti það sameiginlegt með Robert að hafa sinnt lögmannsstörfum fyrir skemmtistaðinn Bóhem sem rekinn var við Grensásveg á árum áður.Bergur Þór Ingólfsson, faðir þolanda í máli Robert Downeys vakti athygli á því að Brynjar hefði sinnt lögmannsstörfum fyrir skemmtistaðinn BóhemVísir/stefánBrynjar kannaðist ekki við að hafa starfað fyrir hönd staðarins og brást raunar ókvæða við á Facebook síðu sinni. Þar segir að honum fallist hendur yfir „óheiðarleika og illgirni netsóða“ og segir hann að unnið sé hörðum höndum að því að sá tortryggni í hans garð og Sjálfstæðisflokksins.Tveimur dögum síðar birti Stundin aftur á móti bréf sem Brynjar Níelsson sendi fyrir hönd Bóhem til Reykjavíkurborgar árið 2003. Gunnar Hrafn gerði stöðu Brynjars að umfjöllunarefni í pistli eftir að þetta kom í ljós. Gunnar segir Brynjar verða að útskýra ummæli sín um tengsl við strippstaðinn Bóhem. Hann segir auk þess að nefndin „sé marklaus á meðan formaður hennar er frá meirihlutanum, svo ekki sé talað um þá stöðu sem Brynjar er búinn að koma sér í.“Brynjar Níelsson er formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar.Vísir/VilhelmJakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður á Vísi, deildi frétt DV um viðbrögð Gunnars Hrafns á Facebook-síðu sinni. Brynjar beindi þar sjónum sínum að veikindum Gunnars Hrafns sem hefur ekki farið í felur með glímu sína við þunglyndi. „Mér finnst Gunnar bestur þegar hann segir okkur frá veikindum sínum. Kannski þarf ég að útskýra næst öll tengsl mín við brotamenn sem ég hef varið í gegnum tíðina,“ skrifaði Brynjar. Þegar honum var bent á að hann hefði í frammi útúrsnúning og hroka, brást Brynjar við með því að segja að umræðan um lögmannsstörfin væri hinn raunverulegi útúrsnúningur. Í kjölfarið ritaði Gunnar Hrafn stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann talar um árás Brynjars á andlega veikt fólk. Gunnar segir þar: „Ég krefst þess að hann biðji alla AÐRA sem þjáðst hafa af andlegum veikindum afsökunar, hann má alveg taka mig út fyrir sviga enda ljóst að hann svífst einskis í pólitískum árásum. Brynjar: Láttu þær þá beinast gegn mér en ekki sjúkdómi sem dregur fjölda Íslendinga til dauða á hverju ári. Skammastu þín,“ segir Gunnar. Uppreist æru Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, segir Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, afhjúpa sig sem siðleysingja fyrir að hæðast að andlegum veikindum. Hann krefst þess að hann biðji þá sem hafa þjáðst af þeim sökum afsökunar á ummælum sínum. Þetta segir Gunnar á Facebookþræði þar sem Brynjar segir, í hæðni, að sér finnist Gunnar bestur þegar hann segi frá veikindum sínum. Kveikjan að þessum snörpu orðaskiptum var umfjöllun Bergs Þórs Ingólfssonar, föður eins af þolendum Robert Downeys, sem vakti á því athygli að Brynjar ætti það sameiginlegt með Robert að hafa sinnt lögmannsstörfum fyrir skemmtistaðinn Bóhem sem rekinn var við Grensásveg á árum áður.Bergur Þór Ingólfsson, faðir þolanda í máli Robert Downeys vakti athygli á því að Brynjar hefði sinnt lögmannsstörfum fyrir skemmtistaðinn BóhemVísir/stefánBrynjar kannaðist ekki við að hafa starfað fyrir hönd staðarins og brást raunar ókvæða við á Facebook síðu sinni. Þar segir að honum fallist hendur yfir „óheiðarleika og illgirni netsóða“ og segir hann að unnið sé hörðum höndum að því að sá tortryggni í hans garð og Sjálfstæðisflokksins.Tveimur dögum síðar birti Stundin aftur á móti bréf sem Brynjar Níelsson sendi fyrir hönd Bóhem til Reykjavíkurborgar árið 2003. Gunnar Hrafn gerði stöðu Brynjars að umfjöllunarefni í pistli eftir að þetta kom í ljós. Gunnar segir Brynjar verða að útskýra ummæli sín um tengsl við strippstaðinn Bóhem. Hann segir auk þess að nefndin „sé marklaus á meðan formaður hennar er frá meirihlutanum, svo ekki sé talað um þá stöðu sem Brynjar er búinn að koma sér í.“Brynjar Níelsson er formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar.Vísir/VilhelmJakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður á Vísi, deildi frétt DV um viðbrögð Gunnars Hrafns á Facebook-síðu sinni. Brynjar beindi þar sjónum sínum að veikindum Gunnars Hrafns sem hefur ekki farið í felur með glímu sína við þunglyndi. „Mér finnst Gunnar bestur þegar hann segir okkur frá veikindum sínum. Kannski þarf ég að útskýra næst öll tengsl mín við brotamenn sem ég hef varið í gegnum tíðina,“ skrifaði Brynjar. Þegar honum var bent á að hann hefði í frammi útúrsnúning og hroka, brást Brynjar við með því að segja að umræðan um lögmannsstörfin væri hinn raunverulegi útúrsnúningur. Í kjölfarið ritaði Gunnar Hrafn stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann talar um árás Brynjars á andlega veikt fólk. Gunnar segir þar: „Ég krefst þess að hann biðji alla AÐRA sem þjáðst hafa af andlegum veikindum afsökunar, hann má alveg taka mig út fyrir sviga enda ljóst að hann svífst einskis í pólitískum árásum. Brynjar: Láttu þær þá beinast gegn mér en ekki sjúkdómi sem dregur fjölda Íslendinga til dauða á hverju ári. Skammastu þín,“ segir Gunnar.
Uppreist æru Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira