Íslenskt Ali Dia-mál á Króknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2017 11:16 Stólarnir sitja í 7. sæti 2. deildar. mynd/facebook-síða tindastóls Lið Tindastóls í 2. deild karla í fótbolta var blekkt til að semja við leikmann rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði um síðustu mánaðarmót. Fótbolti.net greinir frá þessu sérkennilega máli í dag. Tindastóll samdi við leikmann að nafni Jonathan Ayotunde Olaleye en af myndböndunum sem Stólarnir fengu send að dæma virtist ýmislegt í hann spunnið. Fljótlega kom ljós að svo var ekki enda fengu Stólararnir send myndbönd af öðrum leikmanni en Jonathan. Þetta mál minnir óneitanlega á það þegar Southampton samdi við Senegalann Ali Dia árið 1996. Greame Souness, knattspyrnustjóri Dýrlinganna, fékk þá símtal frá manni sem þóttist vera George Weah og mælti með því að Southampton myndi semja við „frænda“ sinn. Souness grunaði ekki neitt og samdi við Dia. Hann lék einn leik fyrir Southampton þar sem það kom bersýnilega í ljós að maðurinn gat ekkert í fótbolta. Dia var svo leystur undan samningi við Southampton.Þurftu leikmenn eftir þjálfaraskipti Tindastóll skipti um þjálfara seinni partinn í júlí. Annar brottreknu þjálfaranna, Stephen Walmsley, var einnig leikmaður liðsins. Tindastóll missti tvo erlenda leikmenn til viðbótar. Stólarnir þurftu því að hafa hraðar hendur við að finna leikmenn áður en félagskiptaglugginn lokaði um mánaðarmótin. Tindastóll fékk þrjá nýja leikmenn fyrir lok félagskiptagluggans. Tveir þeirra hafa reynst liðinu vel en Jonathan reyndist ekki sá leikmaður sem Stólarnir töldu sig hafa fengið. „Við vorum með tölvupósta og myndbönd af fullt af leikmönnum og einn heillaði okkur meira og höfðum við samband við umboðsmann hans sem var búinn að senda okkur „profile“ af fleiri leikmönnum og trúðum því að hann væri 100%. Við heyrðum í leikmanninum í síma ásamt bréfaskrifum og lýsti hann sér sem þeim leikmanni sem stemmdi við videoið sem við vorum búnir að sjá. Þessi leikmaður var með írskt vegabréf en nafnið var afrískt,“ sagði Stefán Arnar Ómarsson, þjálfari Tindastóls, í samtali við Fótbolta.net. „Hann kom síðan til landsins frá London tveimur dögum seinna og síðan þegar fyrsta æfing var búin sáu allir sem voru á þeirri æfingu að þetta var ekki leikmaður sem myndi styrkja liðið, veikja það ef eitthvað væri.“Ekki sami leikmaður og í myndbandinu Fljótlega komust Stólarnir að því að það var maðkur í mysunni. „Við fengum síðan vísbendingu frá góðum manni að mögulega væri þessi leikmaður ekki sá sem hann segðist vera á myndbandinu. Fengum við sent myndband af öðrum leikmanni og í því voru sömu klippurnar og við höfðum séð hjá þeim sem við fengum til okkar. Við höfðum samband við þann leikmann og fengum við sönnur á það að það væri „rétti“ leikmaðurinn,“ sagði Stefán Arnar. „Þá kom líka í ljós að leikmaðurinn sem við höfðum fengið hafði tekið út ákveðna grafík úr upprunalega myndbandinu sem villti enn frekar fyrir okkur. Um leið og þetta svindl og persónuþjófnaður var uppgötvaður var maðurinn sendur heim með næstu vél.“ Að sögn Stefáns Arnars segist umboðsmaður Jonathans vera alsaklaus. Stólarnir séu hins vegar reynslunni ríkari eftir þetta mál. Umræddur Jonathan spilaði aðeins einn leik fyrir Tindastól. Hann kom inn á sem varamaður á 84. mínútu í 6-1 sigri á Hetti á laugardaginn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Lið Tindastóls í 2. deild karla í fótbolta var blekkt til að semja við leikmann rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði um síðustu mánaðarmót. Fótbolti.net greinir frá þessu sérkennilega máli í dag. Tindastóll samdi við leikmann að nafni Jonathan Ayotunde Olaleye en af myndböndunum sem Stólarnir fengu send að dæma virtist ýmislegt í hann spunnið. Fljótlega kom ljós að svo var ekki enda fengu Stólararnir send myndbönd af öðrum leikmanni en Jonathan. Þetta mál minnir óneitanlega á það þegar Southampton samdi við Senegalann Ali Dia árið 1996. Greame Souness, knattspyrnustjóri Dýrlinganna, fékk þá símtal frá manni sem þóttist vera George Weah og mælti með því að Southampton myndi semja við „frænda“ sinn. Souness grunaði ekki neitt og samdi við Dia. Hann lék einn leik fyrir Southampton þar sem það kom bersýnilega í ljós að maðurinn gat ekkert í fótbolta. Dia var svo leystur undan samningi við Southampton.Þurftu leikmenn eftir þjálfaraskipti Tindastóll skipti um þjálfara seinni partinn í júlí. Annar brottreknu þjálfaranna, Stephen Walmsley, var einnig leikmaður liðsins. Tindastóll missti tvo erlenda leikmenn til viðbótar. Stólarnir þurftu því að hafa hraðar hendur við að finna leikmenn áður en félagskiptaglugginn lokaði um mánaðarmótin. Tindastóll fékk þrjá nýja leikmenn fyrir lok félagskiptagluggans. Tveir þeirra hafa reynst liðinu vel en Jonathan reyndist ekki sá leikmaður sem Stólarnir töldu sig hafa fengið. „Við vorum með tölvupósta og myndbönd af fullt af leikmönnum og einn heillaði okkur meira og höfðum við samband við umboðsmann hans sem var búinn að senda okkur „profile“ af fleiri leikmönnum og trúðum því að hann væri 100%. Við heyrðum í leikmanninum í síma ásamt bréfaskrifum og lýsti hann sér sem þeim leikmanni sem stemmdi við videoið sem við vorum búnir að sjá. Þessi leikmaður var með írskt vegabréf en nafnið var afrískt,“ sagði Stefán Arnar Ómarsson, þjálfari Tindastóls, í samtali við Fótbolta.net. „Hann kom síðan til landsins frá London tveimur dögum seinna og síðan þegar fyrsta æfing var búin sáu allir sem voru á þeirri æfingu að þetta var ekki leikmaður sem myndi styrkja liðið, veikja það ef eitthvað væri.“Ekki sami leikmaður og í myndbandinu Fljótlega komust Stólarnir að því að það var maðkur í mysunni. „Við fengum síðan vísbendingu frá góðum manni að mögulega væri þessi leikmaður ekki sá sem hann segðist vera á myndbandinu. Fengum við sent myndband af öðrum leikmanni og í því voru sömu klippurnar og við höfðum séð hjá þeim sem við fengum til okkar. Við höfðum samband við þann leikmann og fengum við sönnur á það að það væri „rétti“ leikmaðurinn,“ sagði Stefán Arnar. „Þá kom líka í ljós að leikmaðurinn sem við höfðum fengið hafði tekið út ákveðna grafík úr upprunalega myndbandinu sem villti enn frekar fyrir okkur. Um leið og þetta svindl og persónuþjófnaður var uppgötvaður var maðurinn sendur heim með næstu vél.“ Að sögn Stefáns Arnars segist umboðsmaður Jonathans vera alsaklaus. Stólarnir séu hins vegar reynslunni ríkari eftir þetta mál. Umræddur Jonathan spilaði aðeins einn leik fyrir Tindastól. Hann kom inn á sem varamaður á 84. mínútu í 6-1 sigri á Hetti á laugardaginn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira