Lífið

Bein útsending: Fylgstu með Ungfrú Ísland 2017 á Vísi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
24 stúlkur keppa um titilinn Ungfrú Ísland í kvöld
24 stúlkur keppa um titilinn Ungfrú Ísland í kvöld Ungfrú Ísland
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland fer fram í Hörpunni í kvöld. Uppselt var á keppnina en hún er sýnd í beinni útsendingu í gegnum Facebook síðu Ungfrú Ísland. Hægt er að horfa á keppnina í spilaranum hér fyrir neðan. 

„Stemningin í hópnum er mjög góð og mikil tilhlökkun,” segir Birgitta Líf Björnsdóttir framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland við Vísi. 

„Ég viðurkenni að ég er örlítið stressuð en held að það sé aðallega spenna.”

Titilhafarnir í fyrra krýna arftaka sína. Valin er Ungfrú Ísland, Íþróttastúlkan, Hæfileikastúlkan, Vinsælasta stúlkan og Fyrirsætustúlkan.

„Lokaæfingin gekk mjög vel og sömuleiðis rennslið í dag, það er allt að smella,“ segir Birgitta.

Útskrifaðir nemendur úr Reykjavík Makeup School sjá um förðunina á keppninni og stelpurnar greiða sér sjálfar. „Þær fengu kennslu í hárgreiðslu hjá bpro og Harakademiunni í sumar.“

24 stúlkur keppa um titilinn og segir Birgitta Líf að hópurinn sé fjölbreyttur. „Við hlökkum til að sýna afrakstur sumarsins með frábæru showi þar sem íslensk fegurð, hönnun og tónlist verður í hávegum höfð.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×