Trump reyndi að byggja turn í Moskvu á meðan hann var í framboði Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2017 10:15 Fyrirtæki Trump leitaði hófanna hjá rússneskum stjórnvöldum með viðskiptatækifæri á sama tíma og hann var í forsetaframboði. Vísir/AFP Fasteignaveldi Donalds Trump vann að verkefni um að reisa háhýsi í nafni auðkýfingsins í Moskvu á sama tíma og hann var í forsetaframboði síðla árs 2015 og snemma á síðasta ári.Washington Post segir að verktaki af rússneskum ættum hafi hvatt Trump til að koma til Moskvu til að kynna verkefnið og lagði til að hann gæti fengið Vladimír Pútín, forseti Rússlands, til þess að segja „frábæra hluti“ um Trump. Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins rannsakar nú afskipti rússneskra stjórnvalda af forsetakosningunum sem Trump vann í fyrra og hvort að framboð hans hafi átt í samráði við Rússa.Vísbendingar um fundi með einstaklingum sem tengjast RússlandiAldrei varð þó af því að Trump færi til Moskvu þó að fyrirtæki hans og fjárfestar hefðu skrifað undir viljayfirlýsingu um byggingu Trump-turns í borginni. Byggingaráformin voru svo lögð til hliðar í janúar í fyrra, rétt áður en forval Repúblikanaflokksins fyrir kosningarnar hófst, þar sem að tilskilin leyfi fengust ekki fyrir þeim. Þrátt fyrir það segir Washington Post að samningurinn sýni að fyrirtæki Trump voru að elta umsvifamikil viðskiptatækifæri í Rússlandi á sama tíma og hann var að reyna að komast í Hvíta húsið. Í tölvupóstunum sem blaðið byggir frétt sína á koma ennfremur fram vísbendingar um fleiri fundi samstarfsmanna Trump með einstaklingum sem tengjast rússneskum stjórnvöldum en greint hefur verið frá fram að þessu. Donald Trump Tengdar fréttir Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars. 3. ágúst 2017 21:50 Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Reyna að koma í veg fyrir að Trump reki sérstakan rannsakanda Þingmenn úr báðum flokkum í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa lagt fram frumvörp sem myndu setja Donald Trump forseta stólinn fyrir dyrnar hyggist hann reyna að láta reka sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á meintu samráði framboðs hans við Rússa. 4. ágúst 2017 07:31 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Fasteignaveldi Donalds Trump vann að verkefni um að reisa háhýsi í nafni auðkýfingsins í Moskvu á sama tíma og hann var í forsetaframboði síðla árs 2015 og snemma á síðasta ári.Washington Post segir að verktaki af rússneskum ættum hafi hvatt Trump til að koma til Moskvu til að kynna verkefnið og lagði til að hann gæti fengið Vladimír Pútín, forseti Rússlands, til þess að segja „frábæra hluti“ um Trump. Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins rannsakar nú afskipti rússneskra stjórnvalda af forsetakosningunum sem Trump vann í fyrra og hvort að framboð hans hafi átt í samráði við Rússa.Vísbendingar um fundi með einstaklingum sem tengjast RússlandiAldrei varð þó af því að Trump færi til Moskvu þó að fyrirtæki hans og fjárfestar hefðu skrifað undir viljayfirlýsingu um byggingu Trump-turns í borginni. Byggingaráformin voru svo lögð til hliðar í janúar í fyrra, rétt áður en forval Repúblikanaflokksins fyrir kosningarnar hófst, þar sem að tilskilin leyfi fengust ekki fyrir þeim. Þrátt fyrir það segir Washington Post að samningurinn sýni að fyrirtæki Trump voru að elta umsvifamikil viðskiptatækifæri í Rússlandi á sama tíma og hann var að reyna að komast í Hvíta húsið. Í tölvupóstunum sem blaðið byggir frétt sína á koma ennfremur fram vísbendingar um fleiri fundi samstarfsmanna Trump með einstaklingum sem tengjast rússneskum stjórnvöldum en greint hefur verið frá fram að þessu.
Donald Trump Tengdar fréttir Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars. 3. ágúst 2017 21:50 Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Reyna að koma í veg fyrir að Trump reki sérstakan rannsakanda Þingmenn úr báðum flokkum í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa lagt fram frumvörp sem myndu setja Donald Trump forseta stólinn fyrir dyrnar hyggist hann reyna að láta reka sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á meintu samráði framboðs hans við Rússa. 4. ágúst 2017 07:31 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars. 3. ágúst 2017 21:50
Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38
Reyna að koma í veg fyrir að Trump reki sérstakan rannsakanda Þingmenn úr báðum flokkum í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa lagt fram frumvörp sem myndu setja Donald Trump forseta stólinn fyrir dyrnar hyggist hann reyna að láta reka sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á meintu samráði framboðs hans við Rússa. 4. ágúst 2017 07:31
Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27