Íslendingur í Houston: „Eigum vistir fyrir viku til tíu daga“ Hrund Þórsdóttir skrifar 28. ágúst 2017 20:00 Búist er við að um hálf milljón manna þurfi að sækja sér hjálp vegna fellibylsins Harvey sem kom að landi í Texas á föstudaginn og er nú skilgreindur sem hitabeltisstormur. Allt að þrjátíu þúsund gætu þurft að hafast við í neyðarskýlum og það versta virðist ekki yfirstaðið. Alls hefur 75 sentímetra úrkoma fallið í Houston, fjórðu stærstu borg Bandaríkjanna og eru heilu hverfin á floti. Viðbragðsaðilar hafa bjargað þúsundum manna en minnst fimm hafa látið lífið. Áfram er varað við hættulegum flóðum og Kristinn Bergmann Eggertsson, sem býr nálægt miðborginni í Houston, segir borgina í lamasessi. „Harvey er fastur yfir Houston núna og virðist ætla að vera það næstu daga. Hann hreyfist eiginlega ekkert, en síðan virðist sem hann muni fara aftur út á Mexíkóflóa, styrkjast þar og koma aftur yfir Houston,” segir Kristinn. Elaine Duke, starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í dag hafa miklar áhyggjur af fólki í Houston og minnti á að Harvey væri ennþá hættulegur. Karl Schultz, varaflotaforingi í bandarísku strandgæslunni, tók í sama streng og sagði fólk alls ekki mega vanmeta vandann sem blasti við næstu daga. „Það eru stíflur norðan megin við borgina sem stefnir í að flæði yfir, svo nú er reynt að stjórna flæðinu svo ekki verði algjört hrun,” segir Kristinn. “Hér er ennþá mikið vatn og fólk er beðið að halda sig heima. Borgin er í raun lokuð út vikuna.” Áður en óveðrinu slotar er talið að svæðið fái meira en ársúrkomu á innan við viku. Þúsundir heimila eru án rafmagns, skólar eru lokaðir og rýma þurfti tvö sjúkrahús í borginni. Þá torvelda flóðin björgunarstarf. Aðspurður segir Kristinn sig og eiginkonu sína, Stephanie Karas Bergmann, hafa undirbúið sig fyrir óveðrið með því að afla vista. „Við pössuðum að eiga nóg af mat og drykkjarvatni fyrir viku til tíu daga, ef við skyldum missa rafmagn og rennandi vatn,” segir hann. “Svo erum við búin að tæma neðri hæðina okkar af húsgögnum, ef hún skyldi fyllast af vatni.” Spár gera ráð fyrir að flóðin nái hámarki í Texas um miðja vikuna og mun Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsækja ríkið á morgun til að skoða skemmdirnar eftir þessar fyrstu stóru náttúruhamfarir í landinu, síðan hann tók við embætti í janúar. Fellibylurinn Harvey Veður Tengdar fréttir Hátt í hálf milljón manna leitar hjálpar vegna Harvey Um þrjátíu þúsund manns í Texas gætu þurft að hafast við í tímabundnum neyðarskýlum eftir flóðin af völdum hitabeltisstormsins Harvey. 28. ágúst 2017 12:33 Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56 Ógnarkraftar fellibyljanna varpa ljósi á loftslagsbreytingar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, telur að kraftur fellibyljanna á Atlantshafssvæðinu varpi ljósi á loftslagsbreytingar. Bara við eina gráðu í aukningu sjávarhita eykst geta og kraftur fellibylja til mikilla muna. Það hafi sést greinilega á því hversu skyndilega Harvey var orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann gekk á land. Í samtali við Vísi segir Einar að líklegt sé að stærri fellibyljum muni koma til með að fjölga vegna kyndiáhrifa og hækkandi sjávarhita. 27. ágúst 2017 20:55 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
Búist er við að um hálf milljón manna þurfi að sækja sér hjálp vegna fellibylsins Harvey sem kom að landi í Texas á föstudaginn og er nú skilgreindur sem hitabeltisstormur. Allt að þrjátíu þúsund gætu þurft að hafast við í neyðarskýlum og það versta virðist ekki yfirstaðið. Alls hefur 75 sentímetra úrkoma fallið í Houston, fjórðu stærstu borg Bandaríkjanna og eru heilu hverfin á floti. Viðbragðsaðilar hafa bjargað þúsundum manna en minnst fimm hafa látið lífið. Áfram er varað við hættulegum flóðum og Kristinn Bergmann Eggertsson, sem býr nálægt miðborginni í Houston, segir borgina í lamasessi. „Harvey er fastur yfir Houston núna og virðist ætla að vera það næstu daga. Hann hreyfist eiginlega ekkert, en síðan virðist sem hann muni fara aftur út á Mexíkóflóa, styrkjast þar og koma aftur yfir Houston,” segir Kristinn. Elaine Duke, starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í dag hafa miklar áhyggjur af fólki í Houston og minnti á að Harvey væri ennþá hættulegur. Karl Schultz, varaflotaforingi í bandarísku strandgæslunni, tók í sama streng og sagði fólk alls ekki mega vanmeta vandann sem blasti við næstu daga. „Það eru stíflur norðan megin við borgina sem stefnir í að flæði yfir, svo nú er reynt að stjórna flæðinu svo ekki verði algjört hrun,” segir Kristinn. “Hér er ennþá mikið vatn og fólk er beðið að halda sig heima. Borgin er í raun lokuð út vikuna.” Áður en óveðrinu slotar er talið að svæðið fái meira en ársúrkomu á innan við viku. Þúsundir heimila eru án rafmagns, skólar eru lokaðir og rýma þurfti tvö sjúkrahús í borginni. Þá torvelda flóðin björgunarstarf. Aðspurður segir Kristinn sig og eiginkonu sína, Stephanie Karas Bergmann, hafa undirbúið sig fyrir óveðrið með því að afla vista. „Við pössuðum að eiga nóg af mat og drykkjarvatni fyrir viku til tíu daga, ef við skyldum missa rafmagn og rennandi vatn,” segir hann. “Svo erum við búin að tæma neðri hæðina okkar af húsgögnum, ef hún skyldi fyllast af vatni.” Spár gera ráð fyrir að flóðin nái hámarki í Texas um miðja vikuna og mun Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsækja ríkið á morgun til að skoða skemmdirnar eftir þessar fyrstu stóru náttúruhamfarir í landinu, síðan hann tók við embætti í janúar.
Fellibylurinn Harvey Veður Tengdar fréttir Hátt í hálf milljón manna leitar hjálpar vegna Harvey Um þrjátíu þúsund manns í Texas gætu þurft að hafast við í tímabundnum neyðarskýlum eftir flóðin af völdum hitabeltisstormsins Harvey. 28. ágúst 2017 12:33 Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56 Ógnarkraftar fellibyljanna varpa ljósi á loftslagsbreytingar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, telur að kraftur fellibyljanna á Atlantshafssvæðinu varpi ljósi á loftslagsbreytingar. Bara við eina gráðu í aukningu sjávarhita eykst geta og kraftur fellibylja til mikilla muna. Það hafi sést greinilega á því hversu skyndilega Harvey var orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann gekk á land. Í samtali við Vísi segir Einar að líklegt sé að stærri fellibyljum muni koma til með að fjölga vegna kyndiáhrifa og hækkandi sjávarhita. 27. ágúst 2017 20:55 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
Hátt í hálf milljón manna leitar hjálpar vegna Harvey Um þrjátíu þúsund manns í Texas gætu þurft að hafast við í tímabundnum neyðarskýlum eftir flóðin af völdum hitabeltisstormsins Harvey. 28. ágúst 2017 12:33
Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56
Ógnarkraftar fellibyljanna varpa ljósi á loftslagsbreytingar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, telur að kraftur fellibyljanna á Atlantshafssvæðinu varpi ljósi á loftslagsbreytingar. Bara við eina gráðu í aukningu sjávarhita eykst geta og kraftur fellibylja til mikilla muna. Það hafi sést greinilega á því hversu skyndilega Harvey var orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann gekk á land. Í samtali við Vísi segir Einar að líklegt sé að stærri fellibyljum muni koma til með að fjölga vegna kyndiáhrifa og hækkandi sjávarhita. 27. ágúst 2017 20:55
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent