Fræða ferðamenn um berrassaða Íslendinga Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. ágúst 2017 07:00 Hjónin Lora og Eric Newman með börnunum fimm. Fjölskyldan dvaldi á Íslandi í tólf vikur sumarið 2016 og safnaði efni á vefsíðuna. Lora og Eric Newman, bandarísk hjón með fimm börn, eiga vefsíðuna icelandwithkids.com þar sem þau deila reynslu sinni af fjölskylduferðum til Íslands. Vefsíðan nýtur töluverðra vinsælda segir Eric, sem er með ferðahandbók í smíðum um fjölskylduferðir til Íslands. „Þetta er sjálfstætt verkefni hjá okkur og ekki unnið í samstarfi við neina ferðaþjónustuaðila á Íslandi,“ segir Eric en bætir við að Promote Iceland hafi aðstoðað þau aðeins í aðdraganda ferðarinnar sem þau fóru hingað árið 2016. „En að öðru leyti erum við alfarið á eigin vegum með þetta verkefni.“ Newman-fjölskyldan kom fyrst til Íslands árið 2009, þá með þrjú börn og það fjórða á leiðinni. Eric, sem starfar fyrir lítið fjármálafyrirtæki í nágrenni Philadelphiu, átti langt sumarfrí sumarið 2016 og fjölskyldan ákvað að fara í frí til Íslands og vinna í leiðinni að hugmyndinni um vefsíðuna sem kviknað hafði hjá þeim. Fjölskyldan dvaldi á Íslandi í 12 vikur, ferðaðist í tvo mánuði og vann að vefsíðunni síðasta mánuð dvalarinnar. Á síðunni má finna upplýsingar um allt frá undirbúningi fjölskylduferðar til Íslands, hverju á að pakka, hvenær best sé að heimsækja það, áhugaverða áfangastaði, hvað eigi að gera og hvað alls ekki að gera. Þar er einnig orðabanki með hagnýtum orðum og orðasamböndum á íslensku, meðal annars orðin Ófært og Lokað með útskýringunni „Ef þið sjáið skilti með þessum orðum, snúið við, Íslendingar nota ekki þessi orð nema þeim sé alvara.“ Aðspurður segir Eric leiðbeiningar Loru eiginkonu hans, um sturtuklefa íslenskra sundlauga, meðal þess sem er hvað vinsælast. Leiðbeiningarnar varpa ljósi á upplifun erlendra ferðamanna af hreinlætisreglum í íslenskum sundlaugum. „Það sem þið hafið heyrt er satt, þið þurfið að þvo ykkur nakin áður en haldið er til laugar,“ segir þar meðal annars. „Það er bannað að sleppa þessum þætti. Nei, börnin geta ekki sleppt þessu, alveg sama þótt þau vilji ekki vera allsnakin innan um annað fólk.“ Meðal þess sem Lora mælir sérstaklega með er að sundlaugargestir byrji á því þegar komið er í sundklefann að taka svæðið út og átta sig á staðháttum, í stað þess að berhátta sig strax, standa svo ráðvilltur fyrir framan alla og allsnakinn í þokkabót. Fjölskyldan stefnir á enn eina ferð til Íslands næsta sumar, enda þurfi að halda vefnum vel við og ljúka við gerð bókarinnar. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Lora og Eric Newman, bandarísk hjón með fimm börn, eiga vefsíðuna icelandwithkids.com þar sem þau deila reynslu sinni af fjölskylduferðum til Íslands. Vefsíðan nýtur töluverðra vinsælda segir Eric, sem er með ferðahandbók í smíðum um fjölskylduferðir til Íslands. „Þetta er sjálfstætt verkefni hjá okkur og ekki unnið í samstarfi við neina ferðaþjónustuaðila á Íslandi,“ segir Eric en bætir við að Promote Iceland hafi aðstoðað þau aðeins í aðdraganda ferðarinnar sem þau fóru hingað árið 2016. „En að öðru leyti erum við alfarið á eigin vegum með þetta verkefni.“ Newman-fjölskyldan kom fyrst til Íslands árið 2009, þá með þrjú börn og það fjórða á leiðinni. Eric, sem starfar fyrir lítið fjármálafyrirtæki í nágrenni Philadelphiu, átti langt sumarfrí sumarið 2016 og fjölskyldan ákvað að fara í frí til Íslands og vinna í leiðinni að hugmyndinni um vefsíðuna sem kviknað hafði hjá þeim. Fjölskyldan dvaldi á Íslandi í 12 vikur, ferðaðist í tvo mánuði og vann að vefsíðunni síðasta mánuð dvalarinnar. Á síðunni má finna upplýsingar um allt frá undirbúningi fjölskylduferðar til Íslands, hverju á að pakka, hvenær best sé að heimsækja það, áhugaverða áfangastaði, hvað eigi að gera og hvað alls ekki að gera. Þar er einnig orðabanki með hagnýtum orðum og orðasamböndum á íslensku, meðal annars orðin Ófært og Lokað með útskýringunni „Ef þið sjáið skilti með þessum orðum, snúið við, Íslendingar nota ekki þessi orð nema þeim sé alvara.“ Aðspurður segir Eric leiðbeiningar Loru eiginkonu hans, um sturtuklefa íslenskra sundlauga, meðal þess sem er hvað vinsælast. Leiðbeiningarnar varpa ljósi á upplifun erlendra ferðamanna af hreinlætisreglum í íslenskum sundlaugum. „Það sem þið hafið heyrt er satt, þið þurfið að þvo ykkur nakin áður en haldið er til laugar,“ segir þar meðal annars. „Það er bannað að sleppa þessum þætti. Nei, börnin geta ekki sleppt þessu, alveg sama þótt þau vilji ekki vera allsnakin innan um annað fólk.“ Meðal þess sem Lora mælir sérstaklega með er að sundlaugargestir byrji á því þegar komið er í sundklefann að taka svæðið út og átta sig á staðháttum, í stað þess að berhátta sig strax, standa svo ráðvilltur fyrir framan alla og allsnakinn í þokkabót. Fjölskyldan stefnir á enn eina ferð til Íslands næsta sumar, enda þurfi að halda vefnum vel við og ljúka við gerð bókarinnar.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira