Vísbendingar um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2017 10:05 Tveir menn sviptu sig lífi á geðdeild Landspítalans á tveggja vikna tímabili nú í ágústmánuði. Vísir/Vilhelm Vísbendingar eru um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum og hafa margir leitað til Landspítalans vegna sjálfsvígshugsana. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá spítalanum, velferðarráðuneyti og Embætti landlæknis sem send er í kjölfar þess að maður framdi sjálfsvíg á geðdeild spítalans í liðinni viku. Var það annað sjálfsvígið á geðdeild spítalans á tveimur vikum. Maðurinn var lagður inn á geðdeild í kjölfar þess að hann var handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum eftir ofsaakstur á Reykjanesbraut sem endaði með því að maðurinn ók á eina af flugstöðvarbyggingum Keflavíkurflugvallar. Í yfirlýsingu Landspítalans segir að mikill harmur hafi knúið að dyrum hjá fjölskyldu og vinum þeirra sem í hlut eiga og er þeim vottuð djúp samúð. Þá segir að vegna þessara alvarlegu atburða, sem eru til rannsóknar hjá lögreglu, hafi velferðarráðuneytið, Embætti landlæknis og Landspítali haft náið samráð og eru bæði málin í ítarlegri greiningu og skoðun. „Fyrir liggur að mikilvægt er að gera úrbætur á húsnæði geðdeildarinnar og er unnið að þeim. Vísbendingar eru um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum og margir hafa leitað til Landspítala vegna sjálfsvígshugsana. Sérstökum ábendingum hefur verið komið á framfæri við aðrar heilbrigðisstofnanir á landinu af hálfu velferðarráðuneytisins og Embættis landlæknis vegna þessa. Undirritaðir hvetja þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir til að vera í sambandi við sína meðferðaraðila eða hringja í hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717 og ræða sína líðan. Séu sjálfsvígsáform til staðar, þá skal hiklaust leita á bráðamóttöku geðdeilda eða almennar bráðamóttökur,“ segir í yfirlýsingunni. Vinir og aðstandendur mannsins sem lést á geðdeild Landspítalans í síðustu viku standa fyrir minningarathöfn um hann í kvöld á svokölluðum Skatepark í Seljahverfi. Minningarathöfnin hefst klukkan 20.Yfirlýsingu Landspítalans, velferðarráðuneytisins og embættis landslæknis má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Tvö andlát hafa orðið á geðdeild Landspítala á síðustu vikum. Mikill harmur hefur knúið að dyrum fjölskyldu og vina þeirra sem í hlut eiga og er þeim vottuð djúp samúð.Vegna þessara alvarlegu atburða, sem þegar eru til rannsóknar hjá lögreglu, hafa velferðarráðuneytið, Embætti landlæknis og Landspítali átt náið samráð og eru bæði málin í ítarlegri skoðun og greiningu. Fyrir liggur að mikilvægt er að gera úrbætur á húsnæði geðdeildarinnar og er unnið að þeim.Vísbendingar eru um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum og margir hafa leitað til Landspítala vegna sjálfsvígshugsana. Sérstökum ábendingum hefur verið komið á framfæri við aðrar heilbrigðisstofnanir á landinu af hálfu velferðarráðuneytisins og Embættis landlæknis vegna þessa.Undirritaðir hvetja þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir til að vera í sambandi við sína meðferðaraðila eða hringja í hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717 og ræða sína líðan. Séu sjálfsvígsáform til staðar, þá skal hiklaust leita á bráðamóttöku geðdeilda eða almennar bráðamóttökur.VelferðarráðuneytiðEmbætti landlæknisLandspítali Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ingólfur skrifar til ungra karlmanna sem vilja deyja: „Þú ert ekki einn“ Ingólfur glímir sjálfur við geðsjúkdóm en hann var á unglingsaldri þegar hann var greindur með kvíðaröskun. 28. ágúst 2017 10:17 Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24 Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Vísbendingar eru um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum og hafa margir leitað til Landspítalans vegna sjálfsvígshugsana. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá spítalanum, velferðarráðuneyti og Embætti landlæknis sem send er í kjölfar þess að maður framdi sjálfsvíg á geðdeild spítalans í liðinni viku. Var það annað sjálfsvígið á geðdeild spítalans á tveimur vikum. Maðurinn var lagður inn á geðdeild í kjölfar þess að hann var handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum eftir ofsaakstur á Reykjanesbraut sem endaði með því að maðurinn ók á eina af flugstöðvarbyggingum Keflavíkurflugvallar. Í yfirlýsingu Landspítalans segir að mikill harmur hafi knúið að dyrum hjá fjölskyldu og vinum þeirra sem í hlut eiga og er þeim vottuð djúp samúð. Þá segir að vegna þessara alvarlegu atburða, sem eru til rannsóknar hjá lögreglu, hafi velferðarráðuneytið, Embætti landlæknis og Landspítali haft náið samráð og eru bæði málin í ítarlegri greiningu og skoðun. „Fyrir liggur að mikilvægt er að gera úrbætur á húsnæði geðdeildarinnar og er unnið að þeim. Vísbendingar eru um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum og margir hafa leitað til Landspítala vegna sjálfsvígshugsana. Sérstökum ábendingum hefur verið komið á framfæri við aðrar heilbrigðisstofnanir á landinu af hálfu velferðarráðuneytisins og Embættis landlæknis vegna þessa. Undirritaðir hvetja þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir til að vera í sambandi við sína meðferðaraðila eða hringja í hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717 og ræða sína líðan. Séu sjálfsvígsáform til staðar, þá skal hiklaust leita á bráðamóttöku geðdeilda eða almennar bráðamóttökur,“ segir í yfirlýsingunni. Vinir og aðstandendur mannsins sem lést á geðdeild Landspítalans í síðustu viku standa fyrir minningarathöfn um hann í kvöld á svokölluðum Skatepark í Seljahverfi. Minningarathöfnin hefst klukkan 20.Yfirlýsingu Landspítalans, velferðarráðuneytisins og embættis landslæknis má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Tvö andlát hafa orðið á geðdeild Landspítala á síðustu vikum. Mikill harmur hefur knúið að dyrum fjölskyldu og vina þeirra sem í hlut eiga og er þeim vottuð djúp samúð.Vegna þessara alvarlegu atburða, sem þegar eru til rannsóknar hjá lögreglu, hafa velferðarráðuneytið, Embætti landlæknis og Landspítali átt náið samráð og eru bæði málin í ítarlegri skoðun og greiningu. Fyrir liggur að mikilvægt er að gera úrbætur á húsnæði geðdeildarinnar og er unnið að þeim.Vísbendingar eru um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum og margir hafa leitað til Landspítala vegna sjálfsvígshugsana. Sérstökum ábendingum hefur verið komið á framfæri við aðrar heilbrigðisstofnanir á landinu af hálfu velferðarráðuneytisins og Embættis landlæknis vegna þessa.Undirritaðir hvetja þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir til að vera í sambandi við sína meðferðaraðila eða hringja í hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717 og ræða sína líðan. Séu sjálfsvígsáform til staðar, þá skal hiklaust leita á bráðamóttöku geðdeilda eða almennar bráðamóttökur.VelferðarráðuneytiðEmbætti landlæknisLandspítali
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ingólfur skrifar til ungra karlmanna sem vilja deyja: „Þú ert ekki einn“ Ingólfur glímir sjálfur við geðsjúkdóm en hann var á unglingsaldri þegar hann var greindur með kvíðaröskun. 28. ágúst 2017 10:17 Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24 Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Ingólfur skrifar til ungra karlmanna sem vilja deyja: „Þú ert ekki einn“ Ingólfur glímir sjálfur við geðsjúkdóm en hann var á unglingsaldri þegar hann var greindur með kvíðaröskun. 28. ágúst 2017 10:17
Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24
Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53