Eiríkur Bergmann um norsku kosningabaráttuna: „Stjórnmál í Noregi eru mjög kurteisisleg“ Atli Ísleifsson skrifar 29. ágúst 2017 13:00 Erna Solberg og Jonas Gahr Støre bítast um það hver mun gegna embætti forsætisráðherra eftir kosningar. Norðmenn munu kjósa sér nýtt þing mánudaginn 11. september næstkomandi þar sem vinstri flokkarnir undir forystu Jonas Gahr Støre munu leitast við að fella ríkisstjórn Ernu Solberg. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir að kosningabaráttan í Noregi hafi verið með hefðbundnum hætti þar sem vinstri og hægri vængurinn bítast um meirihluta á Stórþinginu. Minnihlutastjórn Hægriflokks Ernu Solberg forsætisráðherra og Framfaraflokks Siv Jensen fjármálaráðherra hefur verið við stjórn í Noregi frá árinu 2013. Ríkisstjórnin hefur notið stuðnings Kristilegra demókrata og Frjálslynda flokksins (Venstre). Stóra einvígið í kvöldEiríkur segir að síðustu skoðanakannanir bendi til að vinstri vængurinn sé aðeins stærri en sá hægri þó að litlu muni. „Kannanirnar benda til að Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins, og hans fylgiflokkar muni merja þetta. En það er nú ekkert frágengið. Stóra einvígið er í kvöld þar sem Solberg og Støre mætast tvö í sjónvarpskappræðum á NRK. Við erum óvön þessu. Þó að Norðmenn séu með svipað flokkakerfi og við erum með hér, þá er alveg ljóst fyrirfram hver myndar hvaða ríkisstjórn í Noregi. Flokkarnir eru búnir að skipa sér í lið, hægri vængur og vinstri vængur. Forsætisráðherraefni hvors vængs liggur alveg fyrir.“ Megum við eiga von á einhverjum sprengjum í kvöld? „Stjórnmál í Noregi eru mjög kurteisisleg, miklu hófstilltari en við eigum að venjast hérna. Það eru yfirleitt ekki miklar sprengjur í norskum stjórnmálum.“ Hvað er verið að takast á um? Hver hafa verið helstu kosningamálin? „Stjórnmál í Noregi lúta alltaf aðeins öðrum lögmálum en víðast hvar annars staðar, þar sem Noregur situr á gríðarlegum olíuauð. Þetta gengur því yfirleitt út á að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og koma í veg fyrir of mikla þenslu, halda Noregi samkeppnishæfu, lánafyrirgreiðslur til skipaiðnaðarins og þess háttar, deilur við verkalýðshreyfingar þar sem krafist er hærri launa í landi þar sem laun er þegar mjög há. Þetta eru svona mál.“ Siv Jensen, fjármálaráðherra og formaður Framfaraflokksins, og Erna Solberg, forsætisráðherra og formaður Hægriflokksins.Vísir/AFP Innflytjendamálin liggja alltaf undir niðriEiríkur segir að innflytjendamál og hvernig innflytendur aðlagast norsku samfélagi séu einnig í deiglunni. „Þessi mál liggja alltaf undir niðri. Kollegar mínir í Noregi segja að vængirnir þurfi að skerpa á málefnum sínum. Þeir séu ekki svo skýrir valkostirnir þrátt fyrir að ljóst sé hvaða ríkisstjórn verði mynduð við hvaða úrslit.“ Hann segir það hafa verið mjög óvanalegt að taka Framfaraflokkinn inn í ríkisstjórn fyrir fjórum árum. „Framfaraflokkurinn er þessi mildasta útgáfa af evrópskum þjóðernispopúlistaflokkum sem til er. Það er alveg spurning hvort hann sé það lengur satt að segja. Samt hefur hann verið að fikra sig aftur inn á þau mið núna rétt fyrir kosningarnar. Sylvi Listhaug, innflytjendamálaráðherrann, er búin að vera með ýmsar afgerandi yfirlýsingar að undanförnu. Sú norska er ein af fáum ríkisstjórnum þar sem þjóðernispopúlistar eru beinlínis við ríkisstjórnarborðið. Það varð banabiti Sannra Finna í Finnlandi en virðist ekki ætla að vera það með Framfaraflokknum. Hann dansar hins vegar á þessari markalínu milli hefðbundins hægriflokks og þjóðernispopúlistaflokks. Þetta hefur orðið til þess að hægristjórnin hefur tekið mjög stranga og harða afstöðu í innflytjendamálum. Hún hefur auðvitað verið gagnrýnd af vinstri vængnum en kannski af aðeins minni hörku en maður hefði getað átt von á. Það er hins vegar spurning hvort að það mál sé að spretta fram í kosningabaráttunni þessa dagana,“ segir Eiríkur Bergmann. Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Norðmenn duglegir að kjósa utan kjörfundar Norðmenn ganga til þingkosninga þann 11. september næstkomandi. 24. ágúst 2017 14:53 Róttækur vinstriflokkur næði mönnum inn á norska þingið Rødt fengi samkvæmt könnuninni 4,7 prósent fylgi, en þröskuldurinn til að ná mönnum inn á norska þingið er fjögur prósent. 15. ágúst 2017 09:38 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Norðmenn munu kjósa sér nýtt þing mánudaginn 11. september næstkomandi þar sem vinstri flokkarnir undir forystu Jonas Gahr Støre munu leitast við að fella ríkisstjórn Ernu Solberg. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir að kosningabaráttan í Noregi hafi verið með hefðbundnum hætti þar sem vinstri og hægri vængurinn bítast um meirihluta á Stórþinginu. Minnihlutastjórn Hægriflokks Ernu Solberg forsætisráðherra og Framfaraflokks Siv Jensen fjármálaráðherra hefur verið við stjórn í Noregi frá árinu 2013. Ríkisstjórnin hefur notið stuðnings Kristilegra demókrata og Frjálslynda flokksins (Venstre). Stóra einvígið í kvöldEiríkur segir að síðustu skoðanakannanir bendi til að vinstri vængurinn sé aðeins stærri en sá hægri þó að litlu muni. „Kannanirnar benda til að Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins, og hans fylgiflokkar muni merja þetta. En það er nú ekkert frágengið. Stóra einvígið er í kvöld þar sem Solberg og Støre mætast tvö í sjónvarpskappræðum á NRK. Við erum óvön þessu. Þó að Norðmenn séu með svipað flokkakerfi og við erum með hér, þá er alveg ljóst fyrirfram hver myndar hvaða ríkisstjórn í Noregi. Flokkarnir eru búnir að skipa sér í lið, hægri vængur og vinstri vængur. Forsætisráðherraefni hvors vængs liggur alveg fyrir.“ Megum við eiga von á einhverjum sprengjum í kvöld? „Stjórnmál í Noregi eru mjög kurteisisleg, miklu hófstilltari en við eigum að venjast hérna. Það eru yfirleitt ekki miklar sprengjur í norskum stjórnmálum.“ Hvað er verið að takast á um? Hver hafa verið helstu kosningamálin? „Stjórnmál í Noregi lúta alltaf aðeins öðrum lögmálum en víðast hvar annars staðar, þar sem Noregur situr á gríðarlegum olíuauð. Þetta gengur því yfirleitt út á að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og koma í veg fyrir of mikla þenslu, halda Noregi samkeppnishæfu, lánafyrirgreiðslur til skipaiðnaðarins og þess háttar, deilur við verkalýðshreyfingar þar sem krafist er hærri launa í landi þar sem laun er þegar mjög há. Þetta eru svona mál.“ Siv Jensen, fjármálaráðherra og formaður Framfaraflokksins, og Erna Solberg, forsætisráðherra og formaður Hægriflokksins.Vísir/AFP Innflytjendamálin liggja alltaf undir niðriEiríkur segir að innflytjendamál og hvernig innflytendur aðlagast norsku samfélagi séu einnig í deiglunni. „Þessi mál liggja alltaf undir niðri. Kollegar mínir í Noregi segja að vængirnir þurfi að skerpa á málefnum sínum. Þeir séu ekki svo skýrir valkostirnir þrátt fyrir að ljóst sé hvaða ríkisstjórn verði mynduð við hvaða úrslit.“ Hann segir það hafa verið mjög óvanalegt að taka Framfaraflokkinn inn í ríkisstjórn fyrir fjórum árum. „Framfaraflokkurinn er þessi mildasta útgáfa af evrópskum þjóðernispopúlistaflokkum sem til er. Það er alveg spurning hvort hann sé það lengur satt að segja. Samt hefur hann verið að fikra sig aftur inn á þau mið núna rétt fyrir kosningarnar. Sylvi Listhaug, innflytjendamálaráðherrann, er búin að vera með ýmsar afgerandi yfirlýsingar að undanförnu. Sú norska er ein af fáum ríkisstjórnum þar sem þjóðernispopúlistar eru beinlínis við ríkisstjórnarborðið. Það varð banabiti Sannra Finna í Finnlandi en virðist ekki ætla að vera það með Framfaraflokknum. Hann dansar hins vegar á þessari markalínu milli hefðbundins hægriflokks og þjóðernispopúlistaflokks. Þetta hefur orðið til þess að hægristjórnin hefur tekið mjög stranga og harða afstöðu í innflytjendamálum. Hún hefur auðvitað verið gagnrýnd af vinstri vængnum en kannski af aðeins minni hörku en maður hefði getað átt von á. Það er hins vegar spurning hvort að það mál sé að spretta fram í kosningabaráttunni þessa dagana,“ segir Eiríkur Bergmann.
Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Norðmenn duglegir að kjósa utan kjörfundar Norðmenn ganga til þingkosninga þann 11. september næstkomandi. 24. ágúst 2017 14:53 Róttækur vinstriflokkur næði mönnum inn á norska þingið Rødt fengi samkvæmt könnuninni 4,7 prósent fylgi, en þröskuldurinn til að ná mönnum inn á norska þingið er fjögur prósent. 15. ágúst 2017 09:38 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Norðmenn duglegir að kjósa utan kjörfundar Norðmenn ganga til þingkosninga þann 11. september næstkomandi. 24. ágúst 2017 14:53
Róttækur vinstriflokkur næði mönnum inn á norska þingið Rødt fengi samkvæmt könnuninni 4,7 prósent fylgi, en þröskuldurinn til að ná mönnum inn á norska þingið er fjögur prósent. 15. ágúst 2017 09:38
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent