Kynning: Stór hópur tískubloggara og annara áhrifavalda kom saman á Mathúsi Garðabæjar á fimmtudaginn. Tilefnið var að kynna nýju haustvörurnar og gefa innsýn í það sem er að gerast í búðum BESTSELLER á næstunni.
Það sem vakti mesta athygli er nýjung frá Vero Moda sem kallast AWARE. Um er að ræða mjög áhugaverða línu þar sem áhersla er lögð á umhverfisvænni efnistegundir en eftirspurnin eftir slíku er alltaf að aukast. Gífurleg spenna myndaðist á staðnum og það verður gaman að fylgjast með öllum þessum nýju vörum koma í búðir á næstu vikum.
