Furðu brött þrátt fyrir allt Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. ágúst 2017 06:00 Alvarleg veikindi komu upp í sumarbúðum Skáta á Úlfljóftsvatni. Skátarnir sem sýktust af nóróveiru í útilífsmiðstöð skáta við Úlfljótsvatn í gær og fyrradag eru flestir á batavegi. Alls var 181 ungmenni frá Bretlandi flutt frá Úlfljótsvatni í fjöldahjálparmiðstöð í Grunnskólanum í Hveragerði í fyrrakvöld, vegna alvarlegra veikinda sem komu upp í hópnum. Vegna þess hve margir veiktust kviknaði grunur um nóróveiru og var sá grunur staðfestur af sóttvarnarlækni í gær. Í gærkvöldi höfðu allir sem ekki hafa fundið til einkenna verið útskrifaðir. Alls veiktust 67 skátar og af þeim eru sex enn veikir. Þessir 67 voru í sóttkví í austurálmu Grunnskólans í Hveragerði í nótt. Flestir þeirra eru á unglingsaldri, 12 til 16 ára. „Vel fer um krakkana og þau eru furðu brött eftir þetta ævintýri,“ segir Fjóla Einarsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi. Nóróveirusýking er bráðsmitandi og smitast með uppköstum og saurmengun sem borist getur með menguðu vatni og matvælum. Einkenna getur orðið vart 1-2 dögum eftir smit og gera má ráð fyrir að viðkomandi geti smitað í tvo daga eftir að einkenni ganga yfir. Ekki er þó talið að almenningi stafi hætta af þessari sýkingu, segir í tilkynningu frá Landlækni. Fyllsta hreinlætis þarf þó að gæta þegar svona hópsýking kemur upp og sótthreinsa þarf skátabúðirnar, rútur skátanna og fleira. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Mikill viðbúnaður var við Úlfljótsvatn og í Hveragerði vegna hópsýkingarinnar. Strax og grunur kviknaði um nóróveirusýkingu voru allir viðbragðsaðilar kallaðir út; almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, björgunarsveitir, sóttvarnalæknir og fulltrúar frá Rauða krossinum. Læknar og hjúkrunarfræðingar voru einnig kallaðir út í fyrrakvöld til að veita hinum veiku aðhlynningu og meðferð. Flutningur ungmennanna frá Úlfljótsvatni í fjöldahjálparmiðstöðina eru umfangsmestu aðgerðir sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands frá upphafi. „Það er lán í óláni að skátarnir voru nýbúnir að taka á móti 6.000 skátum á heimsmóti skáta og allar viðbragðsáætlanir þeirra því nýgerðar og vel niðurnegldar,“ segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra, sem heimsótti skáta á heimsmótið, sem haldið var hér á landi, í síðasta mánuði. „Undirbúningsvinna skátanna fyrir alla þessa gesti var eftirtektarverð og þegar þetta kemur upp núna bregðast skátarnir strax við með hárréttum hætti, gerðu réttum aðilum viðvart og ferlið hefur allt verið mjög faglegt af hálfu allra sem að þessu erfiða verkefni hafa komið,“ segir ráðherra og bætir við: „Skátarnir eru ávallt viðbúnir, það virðist aldrei bregðast.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Skipt var um mynd þar sem sú fyrri var ekki við hæfi. Beðist er velvirðingar á birtingunni. Birtist í Fréttablaðinu Veikindi hjá skátum Grímsnes- og Grafningshreppur Skátar Heilbrigðisstofnun Suðurlands Sjúkraflutningar Tengdar fréttir 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04 Veikindi hjá skátum: 181 verið fluttur í fjöldahjálparstöðina 181 einstaklingur hefur verið fluttur frá Úlfjljótsvatni í fjöldarhjálpastöðina í Hveragerði. 11. ágúst 2017 12:45 Allir skátar á batavegi Langflestir munu væntanlega útskrifast af fjöldahjálparstöðinni í kvöld eða á morgun. 11. ágúst 2017 17:59 Staðfest að um nóróveirusýkingu sé að ræða Alvarleg veikindi komu upp í sumarbúðum Skáta á Úlfljóftsvatni í gærkvöldi og er nú staðfest að um Nóróveirusýkingu sé að ræða. 11. ágúst 2017 16:47 Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29 Sótthreinsunarstarf framundan á Úlfljótsvatni Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir ekki ástæðu til að hafa almenna áhyggur af ástandinu á Suðurlandi þrátt fyrir bráðsmitandi nóróveiru. 11. ágúst 2017 10:36 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Skátarnir sem sýktust af nóróveiru í útilífsmiðstöð skáta við Úlfljótsvatn í gær og fyrradag eru flestir á batavegi. Alls var 181 ungmenni frá Bretlandi flutt frá Úlfljótsvatni í fjöldahjálparmiðstöð í Grunnskólanum í Hveragerði í fyrrakvöld, vegna alvarlegra veikinda sem komu upp í hópnum. Vegna þess hve margir veiktust kviknaði grunur um nóróveiru og var sá grunur staðfestur af sóttvarnarlækni í gær. Í gærkvöldi höfðu allir sem ekki hafa fundið til einkenna verið útskrifaðir. Alls veiktust 67 skátar og af þeim eru sex enn veikir. Þessir 67 voru í sóttkví í austurálmu Grunnskólans í Hveragerði í nótt. Flestir þeirra eru á unglingsaldri, 12 til 16 ára. „Vel fer um krakkana og þau eru furðu brött eftir þetta ævintýri,“ segir Fjóla Einarsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi. Nóróveirusýking er bráðsmitandi og smitast með uppköstum og saurmengun sem borist getur með menguðu vatni og matvælum. Einkenna getur orðið vart 1-2 dögum eftir smit og gera má ráð fyrir að viðkomandi geti smitað í tvo daga eftir að einkenni ganga yfir. Ekki er þó talið að almenningi stafi hætta af þessari sýkingu, segir í tilkynningu frá Landlækni. Fyllsta hreinlætis þarf þó að gæta þegar svona hópsýking kemur upp og sótthreinsa þarf skátabúðirnar, rútur skátanna og fleira. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Mikill viðbúnaður var við Úlfljótsvatn og í Hveragerði vegna hópsýkingarinnar. Strax og grunur kviknaði um nóróveirusýkingu voru allir viðbragðsaðilar kallaðir út; almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, björgunarsveitir, sóttvarnalæknir og fulltrúar frá Rauða krossinum. Læknar og hjúkrunarfræðingar voru einnig kallaðir út í fyrrakvöld til að veita hinum veiku aðhlynningu og meðferð. Flutningur ungmennanna frá Úlfljótsvatni í fjöldahjálparmiðstöðina eru umfangsmestu aðgerðir sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands frá upphafi. „Það er lán í óláni að skátarnir voru nýbúnir að taka á móti 6.000 skátum á heimsmóti skáta og allar viðbragðsáætlanir þeirra því nýgerðar og vel niðurnegldar,“ segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra, sem heimsótti skáta á heimsmótið, sem haldið var hér á landi, í síðasta mánuði. „Undirbúningsvinna skátanna fyrir alla þessa gesti var eftirtektarverð og þegar þetta kemur upp núna bregðast skátarnir strax við með hárréttum hætti, gerðu réttum aðilum viðvart og ferlið hefur allt verið mjög faglegt af hálfu allra sem að þessu erfiða verkefni hafa komið,“ segir ráðherra og bætir við: „Skátarnir eru ávallt viðbúnir, það virðist aldrei bregðast.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Skipt var um mynd þar sem sú fyrri var ekki við hæfi. Beðist er velvirðingar á birtingunni.
Birtist í Fréttablaðinu Veikindi hjá skátum Grímsnes- og Grafningshreppur Skátar Heilbrigðisstofnun Suðurlands Sjúkraflutningar Tengdar fréttir 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04 Veikindi hjá skátum: 181 verið fluttur í fjöldahjálparstöðina 181 einstaklingur hefur verið fluttur frá Úlfjljótsvatni í fjöldarhjálpastöðina í Hveragerði. 11. ágúst 2017 12:45 Allir skátar á batavegi Langflestir munu væntanlega útskrifast af fjöldahjálparstöðinni í kvöld eða á morgun. 11. ágúst 2017 17:59 Staðfest að um nóróveirusýkingu sé að ræða Alvarleg veikindi komu upp í sumarbúðum Skáta á Úlfljóftsvatni í gærkvöldi og er nú staðfest að um Nóróveirusýkingu sé að ræða. 11. ágúst 2017 16:47 Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29 Sótthreinsunarstarf framundan á Úlfljótsvatni Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir ekki ástæðu til að hafa almenna áhyggur af ástandinu á Suðurlandi þrátt fyrir bráðsmitandi nóróveiru. 11. ágúst 2017 10:36 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04
Veikindi hjá skátum: 181 verið fluttur í fjöldahjálparstöðina 181 einstaklingur hefur verið fluttur frá Úlfjljótsvatni í fjöldarhjálpastöðina í Hveragerði. 11. ágúst 2017 12:45
Allir skátar á batavegi Langflestir munu væntanlega útskrifast af fjöldahjálparstöðinni í kvöld eða á morgun. 11. ágúst 2017 17:59
Staðfest að um nóróveirusýkingu sé að ræða Alvarleg veikindi komu upp í sumarbúðum Skáta á Úlfljóftsvatni í gærkvöldi og er nú staðfest að um Nóróveirusýkingu sé að ræða. 11. ágúst 2017 16:47
Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29
Sótthreinsunarstarf framundan á Úlfljótsvatni Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir ekki ástæðu til að hafa almenna áhyggur af ástandinu á Suðurlandi þrátt fyrir bráðsmitandi nóróveiru. 11. ágúst 2017 10:36