Kínverjar hvetja til stillingar á meðan Trump heldur hótunum áfram Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2017 07:59 Trump slær úr og í um möguleikann á hernaðaraðgerðum gegn Norður-Kóreu. Vísir/AFP Norður-Kóreumenn mega eiga von á „miklum vandræðum“ ráðist þeir að Gvam. Þetta segir Donald Trump Bandaríkjaforseti á sama tíma og Xi Jinping forseti kallar eftir að „viðeigandi aðilar“ sýni stillingu og forðist að auka spennuna. Hótanir hafa gengið á víxl á milli norður-kóreskra stjórnvalda og Trump síðustu daga eftir að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu hertar refsiaðgerðir vegna eldflauga- og kjarnorkutilrauna útlagaríkisins. Trump virtist meðal annars hóta Norður-Kóreumönnum kjarnorkuárás þegar hann talaði um að hann myndi láta rigna yfir þá eldi og brennisteini sem heimsbyggðin hefði aldrei orðið vitni að áður. Norður-Kóreumenn hafa á móti hótað að skjóta eldflaugum að Gvam, yfirráðasvæði Bandaríkjanna í Kyrrahafi. Bandaríkjaforseti endurtók hótanir sínar við blaðamenn á golfvelli sínum í New Jersey þar sem Trump er í fríi í gær. Taldi forsetinn að Gvam, yfirráðasvæði Bandaríkjanna í Kyrrahafi, yrði „mjög öruggt, trúið mér“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þá sagði Trump að bandarísk stjórnvöld gætu lagt frekari refsiaðgerðir á Norður-Kóreu, „eins harðar og þær verða“.Til stóð að Xi Jinping, forseti Kína, ræddi við Trump í síma í gærkvöldi.Vísir/AFPRangt að fara fram með gífuryrðumXi Jinping, forseti Kína, hefur hvatt til stillingar og segir að það sé í hag bæði Kínverja og Bandaríkjamanna að Kóreuskaginn verði afkjarnavopnavæddur. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, tók í svipaðan streng í gær og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir enga hernaðarlausn vera á ástandinu í Norður-Kóreu. Það væri röng leið að fara fram með gífuryrðum.Sagði engan „elska“ friðsamlega lausn eins og hannTrump virtist þó ekki útiloka möguleikann á viðræðum við Norður-Kóreumenn. „Enginn elskar friðsamlega lausn meira en Trump forseti, ég get sagt ykkur það,“ sagði Trump um sjálfan sig í þriðju persónu en varaði jafnframt við að lausnin gæti orðið „slæm“.Washington Post segir að þegar blaðamaður spurði forsetann hvort hann væri að íhuga stríð við Norður-Kóreu svaraði Trump: „Ég held að þú viti svarið við því“. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50 Rússar segja hótanir vegna Norður-Kóreu fara yfir strikið Stjórnvöld í Kreml hafa áhyggjur af stríðsæsingatali Bandaríkjamanna og Norður-Kóreumanna vegna kjarnorkuáætlunar þeirra síðarnefndu. Vonast þau til að skynsemin ráði för. 11. ágúst 2017 14:59 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Norður-Kóreumenn mega eiga von á „miklum vandræðum“ ráðist þeir að Gvam. Þetta segir Donald Trump Bandaríkjaforseti á sama tíma og Xi Jinping forseti kallar eftir að „viðeigandi aðilar“ sýni stillingu og forðist að auka spennuna. Hótanir hafa gengið á víxl á milli norður-kóreskra stjórnvalda og Trump síðustu daga eftir að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu hertar refsiaðgerðir vegna eldflauga- og kjarnorkutilrauna útlagaríkisins. Trump virtist meðal annars hóta Norður-Kóreumönnum kjarnorkuárás þegar hann talaði um að hann myndi láta rigna yfir þá eldi og brennisteini sem heimsbyggðin hefði aldrei orðið vitni að áður. Norður-Kóreumenn hafa á móti hótað að skjóta eldflaugum að Gvam, yfirráðasvæði Bandaríkjanna í Kyrrahafi. Bandaríkjaforseti endurtók hótanir sínar við blaðamenn á golfvelli sínum í New Jersey þar sem Trump er í fríi í gær. Taldi forsetinn að Gvam, yfirráðasvæði Bandaríkjanna í Kyrrahafi, yrði „mjög öruggt, trúið mér“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þá sagði Trump að bandarísk stjórnvöld gætu lagt frekari refsiaðgerðir á Norður-Kóreu, „eins harðar og þær verða“.Til stóð að Xi Jinping, forseti Kína, ræddi við Trump í síma í gærkvöldi.Vísir/AFPRangt að fara fram með gífuryrðumXi Jinping, forseti Kína, hefur hvatt til stillingar og segir að það sé í hag bæði Kínverja og Bandaríkjamanna að Kóreuskaginn verði afkjarnavopnavæddur. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, tók í svipaðan streng í gær og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir enga hernaðarlausn vera á ástandinu í Norður-Kóreu. Það væri röng leið að fara fram með gífuryrðum.Sagði engan „elska“ friðsamlega lausn eins og hannTrump virtist þó ekki útiloka möguleikann á viðræðum við Norður-Kóreumenn. „Enginn elskar friðsamlega lausn meira en Trump forseti, ég get sagt ykkur það,“ sagði Trump um sjálfan sig í þriðju persónu en varaði jafnframt við að lausnin gæti orðið „slæm“.Washington Post segir að þegar blaðamaður spurði forsetann hvort hann væri að íhuga stríð við Norður-Kóreu svaraði Trump: „Ég held að þú viti svarið við því“.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50 Rússar segja hótanir vegna Norður-Kóreu fara yfir strikið Stjórnvöld í Kreml hafa áhyggjur af stríðsæsingatali Bandaríkjamanna og Norður-Kóreumanna vegna kjarnorkuáætlunar þeirra síðarnefndu. Vonast þau til að skynsemin ráði för. 11. ágúst 2017 14:59 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25
Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33
Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50
Rússar segja hótanir vegna Norður-Kóreu fara yfir strikið Stjórnvöld í Kreml hafa áhyggjur af stríðsæsingatali Bandaríkjamanna og Norður-Kóreumanna vegna kjarnorkuáætlunar þeirra síðarnefndu. Vonast þau til að skynsemin ráði för. 11. ágúst 2017 14:59