Fimm skátar enn þá veikir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. ágúst 2017 20:00 Fjóla Einarsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi. Flestir skátar og foringjar þeirra hafa verið útskrifaðir úr sóttkví í fjöldahjálpastöðinni í Hveragerði. Átta voru eftir í húsinu í dag og þar af voru fimm ennþá veikir. Halda þarf stöðinni opinni að minnsta kosti til morguns. Alls voru 181 erlendur skáti og foringjar þeirra fluttir frá Úlfljótsvatni í fjöldahjálparmiðstöð í Grunnskólanum í Hveragerði á fimmtudagskvöld vegna nóróveirusýkingar sem kom upp í hópnum. Um var að ræða umfangsmestu aðgerðir sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands frá upphafi.Flestir hafa nú verið útskrifaðir og lögðu einhverjir af stað heim með flugi í morgun. „Núna eru flestir farnir úr húsi. Það eru átta skátar eftir í húsi. Þar af eru fiimm sem eru veikir og þar af fjórir sem eru ennþá með einkenni," segir Fjóla Einarsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi. Sóttvarnarlæknir tekur ákvarðanir um útskrift og fengu 59 skátar að yfirgefa miðstöðina í dag. Til þess að fá að útskrifast þurfa einstaklingar að hafa verið einkennalausir í að minnsta kosti átta klukkustundir. Þar sem fimm eru ennþá veikir er ekki útlit fyrir að hægt verði að loka miðstöðinni í dag. „Þeir verða sennilega hérna yfir nóttina og síðan verður staðan tekin á morgun. Hvernig heilsan þeirra er og hvort sóttvarnalæknir útskrifi þá," segir Fjóla. Nýja kerran notuð Erla Guðlaug Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Árnessýslu. Fyrir einungis tveimur mánuðum keypti Árnesingadeild Rauða Krossins neyðarkerru sem hugsuð var til nota í mögulegum jarðskjálftum eða hamförum. Þær reyndust nauðsynlegar í þessari aðgerð þar sem beddar og ýmis annar búnaður var þar til staðar. „Við vorum stolt þegar við gátum rennt úr hlaði með þessa kerru af því við áttum ekki von á að við þyrftum nokkurn tímann að nota hana. En annað kom nú á daginn og við erum búin að læra ótrúlega mikið á þessu," segir Erla Guðlaug Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Árnessýslu. Farga þurfti fatnaði einhverra skáta og þurftu því sumir á hreinum fötum og skóm að halda en Rauði Krossinn sá um að útvega það. Enginn sjálfboðaliði eða starfsmaður á svæðinu hefur veikst en Fjóla segir að álagið hafi verið mikið. „Það er búið að vera að sjálfsögðu mikið álag á öllum en við erum mjög stór hópur af sjálfboðaliðum og Rauða Krossinum og það hafa allir sinnt sínu hlutverki afskaplega vel," segir Fjóla. Veikindi hjá skátum Grímsnes- og Grafningshreppur Skátar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Flestir skátar og foringjar þeirra hafa verið útskrifaðir úr sóttkví í fjöldahjálpastöðinni í Hveragerði. Átta voru eftir í húsinu í dag og þar af voru fimm ennþá veikir. Halda þarf stöðinni opinni að minnsta kosti til morguns. Alls voru 181 erlendur skáti og foringjar þeirra fluttir frá Úlfljótsvatni í fjöldahjálparmiðstöð í Grunnskólanum í Hveragerði á fimmtudagskvöld vegna nóróveirusýkingar sem kom upp í hópnum. Um var að ræða umfangsmestu aðgerðir sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands frá upphafi.Flestir hafa nú verið útskrifaðir og lögðu einhverjir af stað heim með flugi í morgun. „Núna eru flestir farnir úr húsi. Það eru átta skátar eftir í húsi. Þar af eru fiimm sem eru veikir og þar af fjórir sem eru ennþá með einkenni," segir Fjóla Einarsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi. Sóttvarnarlæknir tekur ákvarðanir um útskrift og fengu 59 skátar að yfirgefa miðstöðina í dag. Til þess að fá að útskrifast þurfa einstaklingar að hafa verið einkennalausir í að minnsta kosti átta klukkustundir. Þar sem fimm eru ennþá veikir er ekki útlit fyrir að hægt verði að loka miðstöðinni í dag. „Þeir verða sennilega hérna yfir nóttina og síðan verður staðan tekin á morgun. Hvernig heilsan þeirra er og hvort sóttvarnalæknir útskrifi þá," segir Fjóla. Nýja kerran notuð Erla Guðlaug Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Árnessýslu. Fyrir einungis tveimur mánuðum keypti Árnesingadeild Rauða Krossins neyðarkerru sem hugsuð var til nota í mögulegum jarðskjálftum eða hamförum. Þær reyndust nauðsynlegar í þessari aðgerð þar sem beddar og ýmis annar búnaður var þar til staðar. „Við vorum stolt þegar við gátum rennt úr hlaði með þessa kerru af því við áttum ekki von á að við þyrftum nokkurn tímann að nota hana. En annað kom nú á daginn og við erum búin að læra ótrúlega mikið á þessu," segir Erla Guðlaug Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Árnessýslu. Farga þurfti fatnaði einhverra skáta og þurftu því sumir á hreinum fötum og skóm að halda en Rauði Krossinn sá um að útvega það. Enginn sjálfboðaliði eða starfsmaður á svæðinu hefur veikst en Fjóla segir að álagið hafi verið mikið. „Það er búið að vera að sjálfsögðu mikið álag á öllum en við erum mjög stór hópur af sjálfboðaliðum og Rauða Krossinum og það hafa allir sinnt sínu hlutverki afskaplega vel," segir Fjóla.
Veikindi hjá skátum Grímsnes- og Grafningshreppur Skátar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira