Erlent

Trump veldur titringi í Rómönsku-Ameríku

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, veldur titringi í Rómönsku-Ameríku.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, veldur titringi í Rómönsku-Ameríku. Vísir/AFP
Suðurameríska fríverslunar- og tollabandalagið Mercosur hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að segjast vera að íhuga hernaðaríhlutun í Venesúela og fullyrða að samtal og samningar séu einu leiðirnar til að efla framgang lýðræðis í Venesúela.

Utanríkisráðherra Venesúela sagði orð Trumps hafa verið fjandsamleg og full virðingarleysis og að þau gætu raskað jafnvægi í rómönsku Ameríku. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Óeirðalögreglan í Venesúela að störfum. Maduro, forseti landsins hefur verið gagnrýndur fyrir að vera and-lýðræðislegur.visir/getty
Mótmæli hafa kostað meira en 120 manns lífið í Venesúela síðan í apríl.

Hið nýja stjórnlagaþing Nicolas Maduros, forseta landsins, sem getur endurskrifað stjórnarskrána og hugsanlega vikið þinginu frá en þar er stjórnarandstaðan með meirihluta, hefur verið gagnrýnt víða fyrir að vera andlýðræðislegt.

Mercosur, sem inniheldur stærstu hagkerfi S-Ameríku, Argentínu og Brasilíu en auk þess Paragvæ og Úrugvæ, vék Venesúela ótímabundið úr bandalaginu, í síðustu viku.

Önnur ríki Rómönsku-Ameríku hafa einnig gagnrýnt orð Donalds Trump, þar á meðal Mexíkó, Kólumbía og Perú sem segja orð hans stangast á við grunngildi Sameinuðu Þjóðanna.


Tengdar fréttir

Tveir drepnir og tíu handteknir í árás á herstöð

Um er að ræða misheppnaða tilraun lítils hóps hermanna til uppreisnar gegn forseta landsins, Nicolás Maduro. Mennirnir gerðu árás á herstöð í Valencia, þriðju stærstu borg Venesúela.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×