Viðbragðsaðilar og bakland skátahreyfingarinnar skiptu sköpum Ingvar Þór Björnsson skrifar 13. ágúst 2017 12:38 Elín Esther Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni, segir í samtali við Vísi að það hafi gengið lygilega vel síðustu daga miðað við aðstæður. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Síðustu skátarnir sem höfðu sýkst af nóró-veiru voru útskrifaðir úr fjöldahjálparstöðinni í Hveragerði rétt fyrir klukkan 10 í morgun. Þar með er formlegum aðgerðum lokið en fjöldahjálparstöðin var opnuð aðfaranótt fimmtudags eftir að fjöldi skáta á Úlfljótsvatni veiktist. Alls voru 181 skáti fluttur í Hveragerði en af þeim veiktust um 70 á einhverjum tímapunkti. Elín Esther Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni, segir í samtali við Vísi að það hafi gengið lygilega vel síðustu daga miðað við aðstæður. „Það hefur verið mjög gott að finna að það er til kerfi til að taka við svona viðburðum og að það kerfi virkar,“ segir Elín. „Allir viðbragðsaðilar sem að þessu hafa komið hafa reynst vel en svo höfum við líka notið þess að vera með afbragðsgott starfsfólk með okkur. Þá hefur bakland okkar í skátahreyfingunni líka tekið að sér mörg verkefni núna á síðustu dögum“. Í fréttatilkynningu koma samtökin á framfæri þökkum til þeirra sem hafa komið að þessari aðgerð. „Rauði krossinn, heilbrigðisstarfsfólk, björgunarsveitir, lögregla og aðrir viðbragðsaðilar voru fljótir til að bregðast við kalli um aðstoð en líka bæjaryfirvöld í Hveragerði og fjöldi einstaklinga, meðal annars úr skátahreyfingunni, sem hefur tekið að sér stærri og minni verkefni,“ segir í tilkynningunni. Af þeim fimm hópum sem voru á Úlfljótsvatni þegar sýkingin kom upp hafa tveir þegar flogið heim. Elín segir að þriðji hópurinn fari í fyrramálið og tveir síðustu aðfaranótt miðvikudags. „Við erum svo að taka við nýjum hóp í kvöld sem hefur verið á hálfgerðu biðsvæði í Hafnarfirði og átti að koma á Úlfljótsvatn núna á fimmtudaginn. Skátar í Hafnarfirði tóku á móti þeim og þar hafa þeir verið í góðu yfirlæti.“ Enn á eftir að fá niðurstöður úr sýnatöku Heilbrigðiseftirlitsins en Elín vonar að þær niðurstöður liggi fyrir á mánudag. „Í dag og á morgun erum við svo að færa okkur aftur yfir í venjulega starfsemi,“ bætir Elín við að lokum. Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Sjá meira
Síðustu skátarnir sem höfðu sýkst af nóró-veiru voru útskrifaðir úr fjöldahjálparstöðinni í Hveragerði rétt fyrir klukkan 10 í morgun. Þar með er formlegum aðgerðum lokið en fjöldahjálparstöðin var opnuð aðfaranótt fimmtudags eftir að fjöldi skáta á Úlfljótsvatni veiktist. Alls voru 181 skáti fluttur í Hveragerði en af þeim veiktust um 70 á einhverjum tímapunkti. Elín Esther Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni, segir í samtali við Vísi að það hafi gengið lygilega vel síðustu daga miðað við aðstæður. „Það hefur verið mjög gott að finna að það er til kerfi til að taka við svona viðburðum og að það kerfi virkar,“ segir Elín. „Allir viðbragðsaðilar sem að þessu hafa komið hafa reynst vel en svo höfum við líka notið þess að vera með afbragðsgott starfsfólk með okkur. Þá hefur bakland okkar í skátahreyfingunni líka tekið að sér mörg verkefni núna á síðustu dögum“. Í fréttatilkynningu koma samtökin á framfæri þökkum til þeirra sem hafa komið að þessari aðgerð. „Rauði krossinn, heilbrigðisstarfsfólk, björgunarsveitir, lögregla og aðrir viðbragðsaðilar voru fljótir til að bregðast við kalli um aðstoð en líka bæjaryfirvöld í Hveragerði og fjöldi einstaklinga, meðal annars úr skátahreyfingunni, sem hefur tekið að sér stærri og minni verkefni,“ segir í tilkynningunni. Af þeim fimm hópum sem voru á Úlfljótsvatni þegar sýkingin kom upp hafa tveir þegar flogið heim. Elín segir að þriðji hópurinn fari í fyrramálið og tveir síðustu aðfaranótt miðvikudags. „Við erum svo að taka við nýjum hóp í kvöld sem hefur verið á hálfgerðu biðsvæði í Hafnarfirði og átti að koma á Úlfljótsvatn núna á fimmtudaginn. Skátar í Hafnarfirði tóku á móti þeim og þar hafa þeir verið í góðu yfirlæti.“ Enn á eftir að fá niðurstöður úr sýnatöku Heilbrigðiseftirlitsins en Elín vonar að þær niðurstöður liggi fyrir á mánudag. „Í dag og á morgun erum við svo að færa okkur aftur yfir í venjulega starfsemi,“ bætir Elín við að lokum.
Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Sjá meira