Ekki stjórnvalda að reisa upp æru manna Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2017 13:44 Brynjar Níelsson segir að þeir sem uppfylli skilyrði laga um uppreist æru fái hana veitta. Vísir/Vilhelm Hugtakið „uppreist æru“ hefur ruglað umræðu um hvort veita eigi einstaklingum sem hafa hlotið refsidóma aftur borgararéttindi, að mati Brynjars Níelssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hann segir ekki sjálfgefið að menn fái fyrri starfsréttindi aftur eftir dóm. Mál Roberts Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarson, hefur vakið mikla athygli. Hann var dæmdur í fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum árið 2008 en fékk uppreist æru í fyrra. Hæstiréttur staðfesti fyrr á þessu ári að hann gæti óskað eftir að fá lögmannsréttindi aftur.Ekki nokkurs konar syndaaflausnBrynjar var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann hugtakið „uppreist æru“ leiða umræðuna um víðan völl. „Þetta þarf auðvitað ekkert að heita uppreist æru. Mér finnst það rugla umræðuna mjög mikið. Það er eins og menn líti þá á að stjórnvöld séu bara að stroka yfir þetta og veita mönnum syndaaflaun eða eitthvað slíkt. Þetta er auðvitað ekkert þannig," segir Brynjar sem telur það ekki hlutverk stjórnvalda að reisa upp æru manna. Lögin um uppreist æru eru gömul og segir Brynjar ástæðu til að taka þau til endurskoðunar eins og dómsmálaráðherra sé að gera.Ekki sjálfgefið að menn geti fengið starfsréttindi afturHugsunin á bak við refsidómum sé að refsingu sé lokið þegar menn hafi afplánað þá og að þeim sé ekki refsað endalaust þannig að þeir eigi ekki möguleika á að endurheimta borgararéttindi sem þeir hafi misst við dóm. „Ég hef auðvitað verið þeirrar skoðunar að það eigi allir sem hafa fengið dóm, líka fyrir alvarleg brot, að geta fengið sín borgaralegu réttindi aftur,“ segir Brynjar. Hann telur þó ekki endilega sjálfgefið að menn geti fengið ákveðin starfsréttindi aftur. Það fari að hans mati eftir eðli starfsréttindanna og hvernig brot þeirra hafi verið. Uppreist æru Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Hugtakið „uppreist æru“ hefur ruglað umræðu um hvort veita eigi einstaklingum sem hafa hlotið refsidóma aftur borgararéttindi, að mati Brynjars Níelssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hann segir ekki sjálfgefið að menn fái fyrri starfsréttindi aftur eftir dóm. Mál Roberts Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarson, hefur vakið mikla athygli. Hann var dæmdur í fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum árið 2008 en fékk uppreist æru í fyrra. Hæstiréttur staðfesti fyrr á þessu ári að hann gæti óskað eftir að fá lögmannsréttindi aftur.Ekki nokkurs konar syndaaflausnBrynjar var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann hugtakið „uppreist æru“ leiða umræðuna um víðan völl. „Þetta þarf auðvitað ekkert að heita uppreist æru. Mér finnst það rugla umræðuna mjög mikið. Það er eins og menn líti þá á að stjórnvöld séu bara að stroka yfir þetta og veita mönnum syndaaflaun eða eitthvað slíkt. Þetta er auðvitað ekkert þannig," segir Brynjar sem telur það ekki hlutverk stjórnvalda að reisa upp æru manna. Lögin um uppreist æru eru gömul og segir Brynjar ástæðu til að taka þau til endurskoðunar eins og dómsmálaráðherra sé að gera.Ekki sjálfgefið að menn geti fengið starfsréttindi afturHugsunin á bak við refsidómum sé að refsingu sé lokið þegar menn hafi afplánað þá og að þeim sé ekki refsað endalaust þannig að þeir eigi ekki möguleika á að endurheimta borgararéttindi sem þeir hafi misst við dóm. „Ég hef auðvitað verið þeirrar skoðunar að það eigi allir sem hafa fengið dóm, líka fyrir alvarleg brot, að geta fengið sín borgaralegu réttindi aftur,“ segir Brynjar. Hann telur þó ekki endilega sjálfgefið að menn geti fengið ákveðin starfsréttindi aftur. Það fari að hans mati eftir eðli starfsréttindanna og hvernig brot þeirra hafi verið.
Uppreist æru Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira