Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 14. ágúst 2017 13:30 Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiðin fylgi Dýrafjarðargöngum. Fjallað var verkefnið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Vegagerðin hefur kynnt drög að matsáætlun vegna nýs vegar yfir heiðina milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en einnig til Bíldudals. Vegalengdin er alls um 70 kílómetrar en Dynjandisheiðin er einn lengsti samfelldi ómalbikaði kaflinn sem eftir er á aðalþjóðvegakerfi landsins. Helsta breyting á vegstæði verður við Dynjandisvog. Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þar verður talsverð breyting á veglínu til þess að fullnægja hönnunarskilyrðum um langhalla vegar þar upp. En að stórum hluta fylgir vegurinn mikið til gamla veginum sem var lagður og opnaður 1959,” segir Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði. Í Vatnsfirði er áformað að færa veginn suður yfir ána Pennu og fjær Flókalundi en þar eru hættuleg gatnamót. „Nú er þetta náttúrlega friðland í Vatnsfirði alveg upp á fjallabrúnir þannig að þetta verður dálítið viðkvæmt. Þar er óhjákvæmilegt að þurfi að fara í gegnum kjarrlendi til að rýma fyrir nýjum vegi. En á móti kemur að það er auðvelt að plægja upp gamla veginn og planta í hann í staðinn, - skila honum til baka sem skógi. Og sama er auðvitað við Dynjanda, sem er friðlýst náttúruvætti. Það er auðvitað viðkvæm öll vegarlagning þar,” segir Guðmundur.Í Vatnsfirði ofan Flókalundar er áformað að vegurinn flytjist suður yfir ána Pennu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Efst á heiðinni verður vegurinn fluttur yfir í snjóléttari holt, beygjur rúnaðar af og dregið úr halla vegarins svo hann fari hvergi yfir sjö prósent. Yfirverkstjórinn telur að þannig fáist góður heilsársvegur yfir Dynjandisheiði. „Þar er vorkoman svona kannski mánuði fyrr heldur en á Steingrímsfjarðarheiði. Þannig að ég hef fulla trú á því, með nútíma vegarlagningu, góðum fláum, háum vegi og góðum skeringum, þá sé ekkert mál að hafa þjónustuhæfan veg þarna yfir heiðina,” segir Guðmundur. Frá Vestfjarðavegi um Dynjandisheiði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Framkvæmdir eru hafnar við Dýrafjarðargöng en þau eru til lítils gagns nema leiðin sé fær yfir Dynjandisheiði. „Það hefur alltaf verið talað um að það sé gert samhliða jarðgöngunum þannig að þegar jarðgöngin verða tilbúin þá verði vegurinn svona að mestu leyti kominn,” segir Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar.Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En fyrst þarf Dynjandisheiði að fá grænt ljós í mats- og skipulagsferli. „Þetta er langt ferli. En ef vel tekst til þá á það að geta unnist á kannski 2-3 árum og menn sjái það fyrir sér að um líkt leyti, kannski 2020, þegar við förum að opna Dýrafjarðargöng, þá verði þessi vinna komin í gang. Það er í raun ekkert sem ætti að aftra því í sjálfu sér,” segir Guðmundur, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði. Dýrafjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Bíldudalstenging hluti nýs vegar um Dynjandisheiði Tenging til Bíldudals verður höfð með í endurgerð vegarins um Dynjandisheiði, segir vegamálastjóri. 6. júní 2016 21:36 Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiðin fylgi Dýrafjarðargöngum. Fjallað var verkefnið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Vegagerðin hefur kynnt drög að matsáætlun vegna nýs vegar yfir heiðina milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en einnig til Bíldudals. Vegalengdin er alls um 70 kílómetrar en Dynjandisheiðin er einn lengsti samfelldi ómalbikaði kaflinn sem eftir er á aðalþjóðvegakerfi landsins. Helsta breyting á vegstæði verður við Dynjandisvog. Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þar verður talsverð breyting á veglínu til þess að fullnægja hönnunarskilyrðum um langhalla vegar þar upp. En að stórum hluta fylgir vegurinn mikið til gamla veginum sem var lagður og opnaður 1959,” segir Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði. Í Vatnsfirði er áformað að færa veginn suður yfir ána Pennu og fjær Flókalundi en þar eru hættuleg gatnamót. „Nú er þetta náttúrlega friðland í Vatnsfirði alveg upp á fjallabrúnir þannig að þetta verður dálítið viðkvæmt. Þar er óhjákvæmilegt að þurfi að fara í gegnum kjarrlendi til að rýma fyrir nýjum vegi. En á móti kemur að það er auðvelt að plægja upp gamla veginn og planta í hann í staðinn, - skila honum til baka sem skógi. Og sama er auðvitað við Dynjanda, sem er friðlýst náttúruvætti. Það er auðvitað viðkvæm öll vegarlagning þar,” segir Guðmundur.Í Vatnsfirði ofan Flókalundar er áformað að vegurinn flytjist suður yfir ána Pennu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Efst á heiðinni verður vegurinn fluttur yfir í snjóléttari holt, beygjur rúnaðar af og dregið úr halla vegarins svo hann fari hvergi yfir sjö prósent. Yfirverkstjórinn telur að þannig fáist góður heilsársvegur yfir Dynjandisheiði. „Þar er vorkoman svona kannski mánuði fyrr heldur en á Steingrímsfjarðarheiði. Þannig að ég hef fulla trú á því, með nútíma vegarlagningu, góðum fláum, háum vegi og góðum skeringum, þá sé ekkert mál að hafa þjónustuhæfan veg þarna yfir heiðina,” segir Guðmundur. Frá Vestfjarðavegi um Dynjandisheiði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Framkvæmdir eru hafnar við Dýrafjarðargöng en þau eru til lítils gagns nema leiðin sé fær yfir Dynjandisheiði. „Það hefur alltaf verið talað um að það sé gert samhliða jarðgöngunum þannig að þegar jarðgöngin verða tilbúin þá verði vegurinn svona að mestu leyti kominn,” segir Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar.Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En fyrst þarf Dynjandisheiði að fá grænt ljós í mats- og skipulagsferli. „Þetta er langt ferli. En ef vel tekst til þá á það að geta unnist á kannski 2-3 árum og menn sjái það fyrir sér að um líkt leyti, kannski 2020, þegar við förum að opna Dýrafjarðargöng, þá verði þessi vinna komin í gang. Það er í raun ekkert sem ætti að aftra því í sjálfu sér,” segir Guðmundur, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði.
Dýrafjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Bíldudalstenging hluti nýs vegar um Dynjandisheiði Tenging til Bíldudals verður höfð með í endurgerð vegarins um Dynjandisheiði, segir vegamálastjóri. 6. júní 2016 21:36 Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Bíldudalstenging hluti nýs vegar um Dynjandisheiði Tenging til Bíldudals verður höfð með í endurgerð vegarins um Dynjandisheiði, segir vegamálastjóri. 6. júní 2016 21:36
Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45
Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35