Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 14. ágúst 2017 13:30 Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiðin fylgi Dýrafjarðargöngum. Fjallað var verkefnið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Vegagerðin hefur kynnt drög að matsáætlun vegna nýs vegar yfir heiðina milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en einnig til Bíldudals. Vegalengdin er alls um 70 kílómetrar en Dynjandisheiðin er einn lengsti samfelldi ómalbikaði kaflinn sem eftir er á aðalþjóðvegakerfi landsins. Helsta breyting á vegstæði verður við Dynjandisvog. Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þar verður talsverð breyting á veglínu til þess að fullnægja hönnunarskilyrðum um langhalla vegar þar upp. En að stórum hluta fylgir vegurinn mikið til gamla veginum sem var lagður og opnaður 1959,” segir Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði. Í Vatnsfirði er áformað að færa veginn suður yfir ána Pennu og fjær Flókalundi en þar eru hættuleg gatnamót. „Nú er þetta náttúrlega friðland í Vatnsfirði alveg upp á fjallabrúnir þannig að þetta verður dálítið viðkvæmt. Þar er óhjákvæmilegt að þurfi að fara í gegnum kjarrlendi til að rýma fyrir nýjum vegi. En á móti kemur að það er auðvelt að plægja upp gamla veginn og planta í hann í staðinn, - skila honum til baka sem skógi. Og sama er auðvitað við Dynjanda, sem er friðlýst náttúruvætti. Það er auðvitað viðkvæm öll vegarlagning þar,” segir Guðmundur.Í Vatnsfirði ofan Flókalundar er áformað að vegurinn flytjist suður yfir ána Pennu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Efst á heiðinni verður vegurinn fluttur yfir í snjóléttari holt, beygjur rúnaðar af og dregið úr halla vegarins svo hann fari hvergi yfir sjö prósent. Yfirverkstjórinn telur að þannig fáist góður heilsársvegur yfir Dynjandisheiði. „Þar er vorkoman svona kannski mánuði fyrr heldur en á Steingrímsfjarðarheiði. Þannig að ég hef fulla trú á því, með nútíma vegarlagningu, góðum fláum, háum vegi og góðum skeringum, þá sé ekkert mál að hafa þjónustuhæfan veg þarna yfir heiðina,” segir Guðmundur. Frá Vestfjarðavegi um Dynjandisheiði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Framkvæmdir eru hafnar við Dýrafjarðargöng en þau eru til lítils gagns nema leiðin sé fær yfir Dynjandisheiði. „Það hefur alltaf verið talað um að það sé gert samhliða jarðgöngunum þannig að þegar jarðgöngin verða tilbúin þá verði vegurinn svona að mestu leyti kominn,” segir Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar.Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En fyrst þarf Dynjandisheiði að fá grænt ljós í mats- og skipulagsferli. „Þetta er langt ferli. En ef vel tekst til þá á það að geta unnist á kannski 2-3 árum og menn sjái það fyrir sér að um líkt leyti, kannski 2020, þegar við förum að opna Dýrafjarðargöng, þá verði þessi vinna komin í gang. Það er í raun ekkert sem ætti að aftra því í sjálfu sér,” segir Guðmundur, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði. Dýrafjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Bíldudalstenging hluti nýs vegar um Dynjandisheiði Tenging til Bíldudals verður höfð með í endurgerð vegarins um Dynjandisheiði, segir vegamálastjóri. 6. júní 2016 21:36 Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiðin fylgi Dýrafjarðargöngum. Fjallað var verkefnið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Vegagerðin hefur kynnt drög að matsáætlun vegna nýs vegar yfir heiðina milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en einnig til Bíldudals. Vegalengdin er alls um 70 kílómetrar en Dynjandisheiðin er einn lengsti samfelldi ómalbikaði kaflinn sem eftir er á aðalþjóðvegakerfi landsins. Helsta breyting á vegstæði verður við Dynjandisvog. Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þar verður talsverð breyting á veglínu til þess að fullnægja hönnunarskilyrðum um langhalla vegar þar upp. En að stórum hluta fylgir vegurinn mikið til gamla veginum sem var lagður og opnaður 1959,” segir Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði. Í Vatnsfirði er áformað að færa veginn suður yfir ána Pennu og fjær Flókalundi en þar eru hættuleg gatnamót. „Nú er þetta náttúrlega friðland í Vatnsfirði alveg upp á fjallabrúnir þannig að þetta verður dálítið viðkvæmt. Þar er óhjákvæmilegt að þurfi að fara í gegnum kjarrlendi til að rýma fyrir nýjum vegi. En á móti kemur að það er auðvelt að plægja upp gamla veginn og planta í hann í staðinn, - skila honum til baka sem skógi. Og sama er auðvitað við Dynjanda, sem er friðlýst náttúruvætti. Það er auðvitað viðkvæm öll vegarlagning þar,” segir Guðmundur.Í Vatnsfirði ofan Flókalundar er áformað að vegurinn flytjist suður yfir ána Pennu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Efst á heiðinni verður vegurinn fluttur yfir í snjóléttari holt, beygjur rúnaðar af og dregið úr halla vegarins svo hann fari hvergi yfir sjö prósent. Yfirverkstjórinn telur að þannig fáist góður heilsársvegur yfir Dynjandisheiði. „Þar er vorkoman svona kannski mánuði fyrr heldur en á Steingrímsfjarðarheiði. Þannig að ég hef fulla trú á því, með nútíma vegarlagningu, góðum fláum, háum vegi og góðum skeringum, þá sé ekkert mál að hafa þjónustuhæfan veg þarna yfir heiðina,” segir Guðmundur. Frá Vestfjarðavegi um Dynjandisheiði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Framkvæmdir eru hafnar við Dýrafjarðargöng en þau eru til lítils gagns nema leiðin sé fær yfir Dynjandisheiði. „Það hefur alltaf verið talað um að það sé gert samhliða jarðgöngunum þannig að þegar jarðgöngin verða tilbúin þá verði vegurinn svona að mestu leyti kominn,” segir Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar.Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En fyrst þarf Dynjandisheiði að fá grænt ljós í mats- og skipulagsferli. „Þetta er langt ferli. En ef vel tekst til þá á það að geta unnist á kannski 2-3 árum og menn sjái það fyrir sér að um líkt leyti, kannski 2020, þegar við förum að opna Dýrafjarðargöng, þá verði þessi vinna komin í gang. Það er í raun ekkert sem ætti að aftra því í sjálfu sér,” segir Guðmundur, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði.
Dýrafjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Bíldudalstenging hluti nýs vegar um Dynjandisheiði Tenging til Bíldudals verður höfð með í endurgerð vegarins um Dynjandisheiði, segir vegamálastjóri. 6. júní 2016 21:36 Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
Bíldudalstenging hluti nýs vegar um Dynjandisheiði Tenging til Bíldudals verður höfð með í endurgerð vegarins um Dynjandisheiði, segir vegamálastjóri. 6. júní 2016 21:36
Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45
Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent