Papco segir upp fólki vegna komu Costco Haraldur Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2017 06:00 Papco segja heljarinnar salernispappírssölu í Costco. vísir/ernir Sala Papco á salernispappír og öðrum hreinlætisvörum hefur dregist saman um allt að 30 prósent frá opnun Costco í Garðabæ í maí. Fyrirtækið, sem er eini framleiðandi landsins á hreinlætispappír, hefur síðan þá sagt sex starfsmönnum upp störfum eða einni fullmannaðri vakt í framleiðslu. „Staðan er sú að það er alveg heljarinnar sala búin að fara í gegnum Costco og það hefur mikil áhrif á okkur sem íslenskan framleiðanda. Þetta hefur áhrif á okkar framleiðslu og starfsemi og við höfum þurft að aðlagast þessu,“ segir Alexander Kárason, aðstoðarframkvæmdastjóri Papco, í samtali við Fréttablaðið.Alexander Kárason, aðstoðarframkvæmdastjóri Papco.vísir/ernirPapco selur vörur í heildsölu til verslana, fyrirtækja og stofnana. Um 35 manns vinna nú hjá fyrirtækinu. Costco hefur að sögn Alexanders ekki keypt vörur af Papco til smásölu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur sala á hreinlætisvörum í öðrum verslunum hér á landi dregist töluvert saman frá opnuninni í Kauptúni. „Það versta er að í Costco eru vörur seldar undir kostnaðarverði út úr búð. Það er eitthvað sem er ekki hægt að nálgast því pappírinn er náttúrulega á heimsmarkaðsverði eins og olía og stál. Samkeppni er fín og við höfum átt í mikilli samkeppni við innfluttan pappír síðustu ár og áratugi. Erlendi pappírinn hefur þannig stýrt verðlagningunni. Það sem er óskiljandi fyrir okkur er að pappírinn er töluvert ódýrari hjá Costco hér á landi heldur en hjá verslunum fyrirtækisins í Bretlandi,“ segir Alexander. Richard Kristinsson, framkvæmdastjóri Mjallar Friggjar, sem framleiðir uppþvottalög, þvottaefni og aðrar hreinlætisvörur, óttast ekki að koma Costco hafi langvarandi áhrif á rekstur fyrirtækisins. „Við erum lítið á neytendamarkaði og að því leytinu til hefur þetta engin áhrif á okkur. Þetta hefur smávægileg áhrif þegar kemur að minni fyrirtækjum sem hafa verið að versla við okkur en fara og kaupa sambærilega vöru í Costco. Hins vegar hefur komið upp að pakkningastærðir og annað hjá Costco hentar ekki og þá hafa margir komið aftur til okkar. Langvarandi og stórvægileg áhrif gagnvart okkur verða því mjög lítil,“ segir Richard. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Sala Papco á salernispappír og öðrum hreinlætisvörum hefur dregist saman um allt að 30 prósent frá opnun Costco í Garðabæ í maí. Fyrirtækið, sem er eini framleiðandi landsins á hreinlætispappír, hefur síðan þá sagt sex starfsmönnum upp störfum eða einni fullmannaðri vakt í framleiðslu. „Staðan er sú að það er alveg heljarinnar sala búin að fara í gegnum Costco og það hefur mikil áhrif á okkur sem íslenskan framleiðanda. Þetta hefur áhrif á okkar framleiðslu og starfsemi og við höfum þurft að aðlagast þessu,“ segir Alexander Kárason, aðstoðarframkvæmdastjóri Papco, í samtali við Fréttablaðið.Alexander Kárason, aðstoðarframkvæmdastjóri Papco.vísir/ernirPapco selur vörur í heildsölu til verslana, fyrirtækja og stofnana. Um 35 manns vinna nú hjá fyrirtækinu. Costco hefur að sögn Alexanders ekki keypt vörur af Papco til smásölu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur sala á hreinlætisvörum í öðrum verslunum hér á landi dregist töluvert saman frá opnuninni í Kauptúni. „Það versta er að í Costco eru vörur seldar undir kostnaðarverði út úr búð. Það er eitthvað sem er ekki hægt að nálgast því pappírinn er náttúrulega á heimsmarkaðsverði eins og olía og stál. Samkeppni er fín og við höfum átt í mikilli samkeppni við innfluttan pappír síðustu ár og áratugi. Erlendi pappírinn hefur þannig stýrt verðlagningunni. Það sem er óskiljandi fyrir okkur er að pappírinn er töluvert ódýrari hjá Costco hér á landi heldur en hjá verslunum fyrirtækisins í Bretlandi,“ segir Alexander. Richard Kristinsson, framkvæmdastjóri Mjallar Friggjar, sem framleiðir uppþvottalög, þvottaefni og aðrar hreinlætisvörur, óttast ekki að koma Costco hafi langvarandi áhrif á rekstur fyrirtækisins. „Við erum lítið á neytendamarkaði og að því leytinu til hefur þetta engin áhrif á okkur. Þetta hefur smávægileg áhrif þegar kemur að minni fyrirtækjum sem hafa verið að versla við okkur en fara og kaupa sambærilega vöru í Costco. Hins vegar hefur komið upp að pakkningastærðir og annað hjá Costco hentar ekki og þá hafa margir komið aftur til okkar. Langvarandi og stórvægileg áhrif gagnvart okkur verða því mjög lítil,“ segir Richard.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira