Það er félagsleg athöfn að skrifa Stílvopnið kynnir 15. ágúst 2017 11:00 Björg Árnadóttir rithöfundur skoðar ritlist frá ótal sjónarhornum á námskeiðum Stílvopnsins. mynd/eyþór MYND/EYÞÓR Mér hefur aldrei þótt einmanalegt að skrifa,“ segir Björg Árnadóttir rithöfundur og stofnandi Stílvopnsins, en fyrirtækið hefur vakið athygli vegna námskeiða sem leiða saman skrifandi fólk. Námskeiðin eru haldin í ReykjavíkurAkademíunni en hægt er að panta þau hvert á land sem er.Að skrifa skáldskapBjörg kynntist skapandi skrifum í Svíþjóð fyrir þrjátíu árum og hefur kennt ritun síðan. „Ég fór til Svíþjóðar sem myndlistarkennari en kom heim sex árum síðar sem blaðamaður og ritunarkennari og bætti svo við mig meistaranámi í menntunarfræðum skapandi greina.“ Skapandi skrif snúast um að virkja sköpunarhæfnina en Björg leggur líka áherslu á að fólk skrifi sögur. „Ég þjálfa persónusköpun, ritun samtala og uppbyggingu frásagnar en reyni auðvitað líka að hlusta eftir hinu raunverulega erindi hvers höfundar. Í haust býð ég nýtt námskeið eða ritsmiðju þar sem þátttakendur nýta kraftinn í hópnum til að þróa eigin hugmyndir í stað þess að leysa verkefni kennarans,“ segir Björg og bætir við að fólk komi á ritunarnámskeið af ólíkum ástæðum. „Sumir hafa atvinnu af því að skrifa en aðra langar bara að prófa eða vilja verða betri lesendur. Breiddin í hópnum er kennslufræðilegt tækifæri sem eykur möguleika allra á að læra af hinum. Það skemmtilega er að á ritunarnámskeiðum þarf ekkert að tyggja ofan í fólk. Við kunnum öll að segja sögur og þekkjum aðferðir bókmenntanna úr bókum og bíómyndum. Í raun þarf lítið að kenna heldur galdra fram dulda þekkingu fólks.“Að skrifa um skoðanir og endurminningarBreidd hópsins er líka mikil á námskeiðum um greinaskrif og um ritun endurminninga. „Fólk sem kemur til að skrifa um minningar er á þrítugsaldri og upp úr. Flestir skrifa eigin minningar en ótrúlega margir koma samt af því að þá langar til að varðveita minningar annarra. Þetta er þó ekki fagnámskeið í sagnfræðilegri ævisagnaritun heldur nota ég margvíslegar kveikjur til að vekja minningar, oft löngu gleymdar, og bendi á ólíkar aðferðir við að skrá þær,“ segir Björg og bætir við að námskeiðið um greinaskrif sé hins vegar tilraun til að taka umræðu um hvernig við tökum umræðuna. „Ég hjálpa fólki að finna flöt á þeim málefnum sem brenna á því, ydda skoðanir sínar og setja þær í viðeigandi búning fyrir ólíka miðla.“ Ritunarnámskeið Stílvopnsins fjalla um að fanga hugmyndir og gera þær læsilegar. „Lítill tími gefst þó til að grannskoða málfar og stíl hvers og eins. Úr því ætla ég að bæta í haust með námskeiði þar sem möguleikar tungumálsins verða rannsakaðir og rýnt í stíl hvers þátttakanda,“ segir Björg sem undanfarinn áratug hefur tekið virkan þátt í Evrópusamstarfi um valdeflandi og félagsörvandi kennsluaðferðir. „Þær nýti ég á námskeiðunum en býð einnig smiðjur um félagsörvun og skapandi valdeflingu. Öll námskeið Stílvopnsins er hægt að fá sérsniðin fyrir hópa og vinnustaði.“ Sjá nánar hér Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Fleiri fréttir Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
Mér hefur aldrei þótt einmanalegt að skrifa,“ segir Björg Árnadóttir rithöfundur og stofnandi Stílvopnsins, en fyrirtækið hefur vakið athygli vegna námskeiða sem leiða saman skrifandi fólk. Námskeiðin eru haldin í ReykjavíkurAkademíunni en hægt er að panta þau hvert á land sem er.Að skrifa skáldskapBjörg kynntist skapandi skrifum í Svíþjóð fyrir þrjátíu árum og hefur kennt ritun síðan. „Ég fór til Svíþjóðar sem myndlistarkennari en kom heim sex árum síðar sem blaðamaður og ritunarkennari og bætti svo við mig meistaranámi í menntunarfræðum skapandi greina.“ Skapandi skrif snúast um að virkja sköpunarhæfnina en Björg leggur líka áherslu á að fólk skrifi sögur. „Ég þjálfa persónusköpun, ritun samtala og uppbyggingu frásagnar en reyni auðvitað líka að hlusta eftir hinu raunverulega erindi hvers höfundar. Í haust býð ég nýtt námskeið eða ritsmiðju þar sem þátttakendur nýta kraftinn í hópnum til að þróa eigin hugmyndir í stað þess að leysa verkefni kennarans,“ segir Björg og bætir við að fólk komi á ritunarnámskeið af ólíkum ástæðum. „Sumir hafa atvinnu af því að skrifa en aðra langar bara að prófa eða vilja verða betri lesendur. Breiddin í hópnum er kennslufræðilegt tækifæri sem eykur möguleika allra á að læra af hinum. Það skemmtilega er að á ritunarnámskeiðum þarf ekkert að tyggja ofan í fólk. Við kunnum öll að segja sögur og þekkjum aðferðir bókmenntanna úr bókum og bíómyndum. Í raun þarf lítið að kenna heldur galdra fram dulda þekkingu fólks.“Að skrifa um skoðanir og endurminningarBreidd hópsins er líka mikil á námskeiðum um greinaskrif og um ritun endurminninga. „Fólk sem kemur til að skrifa um minningar er á þrítugsaldri og upp úr. Flestir skrifa eigin minningar en ótrúlega margir koma samt af því að þá langar til að varðveita minningar annarra. Þetta er þó ekki fagnámskeið í sagnfræðilegri ævisagnaritun heldur nota ég margvíslegar kveikjur til að vekja minningar, oft löngu gleymdar, og bendi á ólíkar aðferðir við að skrá þær,“ segir Björg og bætir við að námskeiðið um greinaskrif sé hins vegar tilraun til að taka umræðu um hvernig við tökum umræðuna. „Ég hjálpa fólki að finna flöt á þeim málefnum sem brenna á því, ydda skoðanir sínar og setja þær í viðeigandi búning fyrir ólíka miðla.“ Ritunarnámskeið Stílvopnsins fjalla um að fanga hugmyndir og gera þær læsilegar. „Lítill tími gefst þó til að grannskoða málfar og stíl hvers og eins. Úr því ætla ég að bæta í haust með námskeiði þar sem möguleikar tungumálsins verða rannsakaðir og rýnt í stíl hvers þátttakanda,“ segir Björg sem undanfarinn áratug hefur tekið virkan þátt í Evrópusamstarfi um valdeflandi og félagsörvandi kennsluaðferðir. „Þær nýti ég á námskeiðunum en býð einnig smiðjur um félagsörvun og skapandi valdeflingu. Öll námskeið Stílvopnsins er hægt að fá sérsniðin fyrir hópa og vinnustaði.“ Sjá nánar hér
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Fleiri fréttir Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira