Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Atli Ísleifsson skrifar 15. ágúst 2017 15:30 Peter Madsen neitar því enn að hafa banað Wall sem fór með honum í ferð í heimasmíðuðum kafbát, UC3 Nautilus. Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku – þekktur fyrir að vera mjög vinnusamur og nánast heltekinn af því að ná einhvern daginn að komast út í geim í heimasmíðaðri geimflaug. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. Blaðamaðurinn Thomas Djursing hjá Ingeniøren hefur skrifað ótal greinar um Madsen og segir að bæði vinir Madsen og óvinir séu í áfalli vegna kafbátamálsins, undrandi, og nagi nú neglunar og voni að málið allt sé á misskilningi byggt. Að hann hafi ekki verið valdur að dauða Wall. Madsen neitar því enn að hafa banað Wall sem fór með honum í ferð í heimasmíðuðum kafbát, UC3 Nautilus. Ekkert hefur spurst til hennar síðan á fimmtudag, en hún ferðaðist með bátnum í þeim tilgangi að skrifa um kafbátinn og siglinguna. Leit stendur nú yfir að Wall. Síðast sást til sænsku blaðakonunnar Kim Wall á fimmtudaginn. Ekkert hefur spurst til hennar síðan.Vísir/EPA Ólst upp á heimili aldraðs föður Sænska Aftonbladet skrifar í grein sinni að Djursing hafi á sínum tíma ákveðið að skrifa um Madsen sjálfan eftir að hafa skrifa mörg hundruð greinar um uppátæki hins sérlundaða uppfinningamanns og athafnamanns. „Til að skilja Peter Madsen verður maður fyrst að þekkja til föður hans,“ segir Djursing sem er höfundur bókarinnar „Raket-Madsen – Danmarks gør-det-selv astronaut“. Í bókinni skrifar hann um óvenjulegt lífshlaup Madsen. Foreldrar Madsen skildu þegar hann var fjögurra ára og eftir það ólst hann upp á heimili aldraðs föður síns. Djursing lýsir föðurnum sem gamaldags, íhaldssömum og ströngum. Sonurinn Peter hafi hins vegar verið augasteinn hans og hafi faðirinn verið reiðubúinn að gera hvað sem er fyrir soninn. Árið 2008 hóf Peter Madsen árangursríkt samstarf við arkitektinn Kristian von Bengtson. Þessi mynd var tekin þegar allt lék í lyndi.Vísir/Getty Einmana sem barnDjursing segir að Peter Madsen hafi verið einmana sem barn, alist upp í heimi föður síns sem sagði sögur frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar og geimkapphlaupi kalda stríðsins. Peter gerði sínar fyrstu tilraunir með eldsneyti ungur að árum. Á táningsaldri hafi hann neyðst til að hlúa að veikum föður sínum sem lést þegar Peter var sautján ára að aldri. Peter Madsen hóf nám í verkfræði í háskóla en hætti þegar hann hafði lært nægilega mikið til að smíða eldflaugar og kafbáta. Sömuleiðis stundaði hann nám í blikksmíði, en hætti því um leið og hann taldi sig kunna nægilega mikið í faginu. Djursing segir að deilur við samferðamenn hans í lífinu hafi verið rauður þráður í lífi Madsen. Hann eigi í vandræðum með að eiga í góðum samskiptum við annað fólk, sé metnaðarfullur og vilji gera allt á sinn eigin máta. UC3 Nautilus er stærsti kafbátur heims sem er í einkaeigu.Vísir/EPA Danska geimkapphlaupiðÁrið 2008 hafi Madsen svo hafið árangursríkt samstarf við arkitektinn Kristian von Bengtson sem hafði áður starfað hjá Bandarísku geimvísindastofnuninni NASA. Fyrstu sex árin þróuðu þeir saman fjölda eldflauga, en síðan slettist upp á vinskapinn og þeir urðu óvinir. Djursung gengur meira að segja svo langt að segja að þeir hati hvorn annan. Þeir héldu vinnunni áfram hvor í sínu lagi svo úr varð eigið Geimkapphlaup Danmerkur. Markmið Madsen hefur verið að ferðast 100 kílómetra út í geim í eigin geimflaug, en hann smíðar flaugar sínar í RML Spacelab á Refshaleøen í Kaupmannahöfn. Hann geri sér fullkomlega grein fyrir því að takmark hans sé lífshættulegt, en hann hefur sagst vera reiðubúinn að halda út um leið og hættan á brotlendingu er talin minni en 30 prósent. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Neitar enn að hafa orðið blaðakonunni að bana Peter Madsen, danskur auðkýfingur og kafbátasmiður, ætlar ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurði. 14. ágúst 2017 11:40 Lögregla vill komast í samband við fyrri farþega kafbátsins Lögregla í Danmörku telur að sænska blaðakonan Kim Wall kunni vera á sænsku hafsvæði. 14. ágúst 2017 15:36 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku – þekktur fyrir að vera mjög vinnusamur og nánast heltekinn af því að ná einhvern daginn að komast út í geim í heimasmíðaðri geimflaug. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. Blaðamaðurinn Thomas Djursing hjá Ingeniøren hefur skrifað ótal greinar um Madsen og segir að bæði vinir Madsen og óvinir séu í áfalli vegna kafbátamálsins, undrandi, og nagi nú neglunar og voni að málið allt sé á misskilningi byggt. Að hann hafi ekki verið valdur að dauða Wall. Madsen neitar því enn að hafa banað Wall sem fór með honum í ferð í heimasmíðuðum kafbát, UC3 Nautilus. Ekkert hefur spurst til hennar síðan á fimmtudag, en hún ferðaðist með bátnum í þeim tilgangi að skrifa um kafbátinn og siglinguna. Leit stendur nú yfir að Wall. Síðast sást til sænsku blaðakonunnar Kim Wall á fimmtudaginn. Ekkert hefur spurst til hennar síðan.Vísir/EPA Ólst upp á heimili aldraðs föður Sænska Aftonbladet skrifar í grein sinni að Djursing hafi á sínum tíma ákveðið að skrifa um Madsen sjálfan eftir að hafa skrifa mörg hundruð greinar um uppátæki hins sérlundaða uppfinningamanns og athafnamanns. „Til að skilja Peter Madsen verður maður fyrst að þekkja til föður hans,“ segir Djursing sem er höfundur bókarinnar „Raket-Madsen – Danmarks gør-det-selv astronaut“. Í bókinni skrifar hann um óvenjulegt lífshlaup Madsen. Foreldrar Madsen skildu þegar hann var fjögurra ára og eftir það ólst hann upp á heimili aldraðs föður síns. Djursing lýsir föðurnum sem gamaldags, íhaldssömum og ströngum. Sonurinn Peter hafi hins vegar verið augasteinn hans og hafi faðirinn verið reiðubúinn að gera hvað sem er fyrir soninn. Árið 2008 hóf Peter Madsen árangursríkt samstarf við arkitektinn Kristian von Bengtson. Þessi mynd var tekin þegar allt lék í lyndi.Vísir/Getty Einmana sem barnDjursing segir að Peter Madsen hafi verið einmana sem barn, alist upp í heimi föður síns sem sagði sögur frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar og geimkapphlaupi kalda stríðsins. Peter gerði sínar fyrstu tilraunir með eldsneyti ungur að árum. Á táningsaldri hafi hann neyðst til að hlúa að veikum föður sínum sem lést þegar Peter var sautján ára að aldri. Peter Madsen hóf nám í verkfræði í háskóla en hætti þegar hann hafði lært nægilega mikið til að smíða eldflaugar og kafbáta. Sömuleiðis stundaði hann nám í blikksmíði, en hætti því um leið og hann taldi sig kunna nægilega mikið í faginu. Djursing segir að deilur við samferðamenn hans í lífinu hafi verið rauður þráður í lífi Madsen. Hann eigi í vandræðum með að eiga í góðum samskiptum við annað fólk, sé metnaðarfullur og vilji gera allt á sinn eigin máta. UC3 Nautilus er stærsti kafbátur heims sem er í einkaeigu.Vísir/EPA Danska geimkapphlaupiðÁrið 2008 hafi Madsen svo hafið árangursríkt samstarf við arkitektinn Kristian von Bengtson sem hafði áður starfað hjá Bandarísku geimvísindastofnuninni NASA. Fyrstu sex árin þróuðu þeir saman fjölda eldflauga, en síðan slettist upp á vinskapinn og þeir urðu óvinir. Djursung gengur meira að segja svo langt að segja að þeir hati hvorn annan. Þeir héldu vinnunni áfram hvor í sínu lagi svo úr varð eigið Geimkapphlaup Danmerkur. Markmið Madsen hefur verið að ferðast 100 kílómetra út í geim í eigin geimflaug, en hann smíðar flaugar sínar í RML Spacelab á Refshaleøen í Kaupmannahöfn. Hann geri sér fullkomlega grein fyrir því að takmark hans sé lífshættulegt, en hann hefur sagst vera reiðubúinn að halda út um leið og hættan á brotlendingu er talin minni en 30 prósent.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Neitar enn að hafa orðið blaðakonunni að bana Peter Madsen, danskur auðkýfingur og kafbátasmiður, ætlar ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurði. 14. ágúst 2017 11:40 Lögregla vill komast í samband við fyrri farþega kafbátsins Lögregla í Danmörku telur að sænska blaðakonan Kim Wall kunni vera á sænsku hafsvæði. 14. ágúst 2017 15:36 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Neitar enn að hafa orðið blaðakonunni að bana Peter Madsen, danskur auðkýfingur og kafbátasmiður, ætlar ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurði. 14. ágúst 2017 11:40
Lögregla vill komast í samband við fyrri farþega kafbátsins Lögregla í Danmörku telur að sænska blaðakonan Kim Wall kunni vera á sænsku hafsvæði. 14. ágúst 2017 15:36