Miðhálendið Björt Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2017 06:00 Miðhálendið með sínum kynngimögnuðu óbyggðum er einn helsti fjársjóður okkar Íslendinga. Á svæðinu breiða úr sér ein stærstu víðerni Evrópu og kvik og lifandi átök eldfjalla og jökla hafa skapað landslag sem er engu líkt. Landslag sem vísindamenn NASA rannsaka í samanburði við aðrar plánetur, og landslag sem fyllir útivistarfólk og aðra ferðamenn orku við það eitt að berja það augum. Miðhálendið er þannig eitt af undrum Íslands sem okkur ber skylda til að varðveita og vernda. Sótt hefur verið inn á hálendið í auknum mæli á undanförnum árum og landsvæðum raskað. Þessi þróun á sér ekki bara stað á Íslandi því stöðugt fækkar í heiminum stórum, óbyggðum svæðum þar sem náttúran ræður ríkjum. Á miðhálendinu eru til dæmis átta virkjanir og mörg uppistöðulón og því er krafan um að sem minnstu verði raskað í viðbót ekki ósanngjörn. Að mínu mati er því gríðarlega mikilvægt að varðveita náttúruverðmæti miðhálendisins og hef ég sem ráðherra umhverfis- og auðlindamála sett fram hugmyndina um Miðhálendisþjóðgarð sem eitt af mínum helstu stefnumálum. Þar finnst mér lykilatriði að heimamenn séu með í að skapa umgjörðina og móta stefnuna til að þannig þjóðgarður megi nýtast samfélögum og byggðunum sem best. Í þessu ferli þurfum við að spyrja okkur: Hvað þýðir miðhálendisþjóðgarður og hvaða markmiðum verður hann að þjóna? Af þeim ástæðum hóf ég í byrjun sumars fundaröð með sveitarfélögunum 22 sem hafa skipulagsvald á miðhálendinu til að hlusta á sjónarmið og ábendingar sem ég mun taka með í áframhaldandi stefnumörkun um verndun svæðisins. Einnig hef ég nýlokið við að heimsækja öll rekstrarsvæði Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem ég ræddi við þjóðgarðsverði, landverði og fulltrúa sveitarfélaga um kosti og áskoranir sem fylgja þeim þjóðgarði og aukinni vernd á miðhálendinu. Ég er sannfærð um að það felast mikil tækifæri í miðhálendisþjóðgarði. Fyrir það fyrsta myndi samþætt stjórnunarform líkt og er í hinum valddreifða Vatnajökulsþjóðgarði opna á aukið samstarf þvert á sveitarfélög, þar sem allir hlutaðeigandi myndu eiga þátt í að móta verndar- og stjórnunaráætlun fyrir miðhálendið sem eina heild. Slík sýn, með skýr framtíðarmarkmið, gæti orðið grunnur að heildstæðu skipulagi um frekari vernd, þróun ferðamannaaðstöðu, fræðslu og aðra landnýtingu á miðhálendinu. Síðast en ekki síst gæti miðhálendisþjóðgarður ýtt undir öflugri byggðaþróun í nærsveitarfélögum, til að mynda í formi fjölbreyttari atvinnutækifæra – líkt og hefur sýnt sig í gróskunni á ýmsum nærsvæðum Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar hefur þjóðgarðsformið einnig eflt heildarskipulag á svæðum sem ná yfir fleiri en eitt sveitarfélag. Miðhálendisþjóðgarður yrði því hreint ekki nafnið eitt. Hann á að hafa í för með sér skipulag og vernd, áætlanagerð, dreift stjórnkerfi, samtal og samvinnu mismunandi aðila sem ætla að nýta svæðið, hvort sem um ræðir bændur, útivistarfólk, vísindamenn, ferðaþjónustuaðila eða aðra. Sem dæmi þyrfti að huga vel að því að sjálfbær hefðbundin nýting, til dæmis sjálfbær beit og sjálfbærar veiðar rúmist innan þjóðgarðsins. Nú í haust mun koma út skýrsla á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem unnin hefur verið í samvinnu við helstu hagsmunaaðila. Í henni er velt upp hugmyndum um hvernig best yrði staðið að því að vernda miðhálendið. Sú skýrsla mun nýtast vel við áframhaldandi stefnumörkun um þjóðgarð á miðhálendi Íslands. Ég er bjartsýn á að útkoman fái góðan stuðning. Gallup kannanir sem gerðar hafa verið sýna að hugmyndin nýtur mikils stuðnings landsmanna, en yfir 60% þeirra eru hlynnt henni. Kannanirnar sýna líka að stuðningurinn liggur þvert á stjórnmálaflokkana og því ættu allir flokkar á Alþingi að geta sameinast um þjóðgarð á miðhálendi Íslands. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björt Ólafsdóttir Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Miðhálendið með sínum kynngimögnuðu óbyggðum er einn helsti fjársjóður okkar Íslendinga. Á svæðinu breiða úr sér ein stærstu víðerni Evrópu og kvik og lifandi átök eldfjalla og jökla hafa skapað landslag sem er engu líkt. Landslag sem vísindamenn NASA rannsaka í samanburði við aðrar plánetur, og landslag sem fyllir útivistarfólk og aðra ferðamenn orku við það eitt að berja það augum. Miðhálendið er þannig eitt af undrum Íslands sem okkur ber skylda til að varðveita og vernda. Sótt hefur verið inn á hálendið í auknum mæli á undanförnum árum og landsvæðum raskað. Þessi þróun á sér ekki bara stað á Íslandi því stöðugt fækkar í heiminum stórum, óbyggðum svæðum þar sem náttúran ræður ríkjum. Á miðhálendinu eru til dæmis átta virkjanir og mörg uppistöðulón og því er krafan um að sem minnstu verði raskað í viðbót ekki ósanngjörn. Að mínu mati er því gríðarlega mikilvægt að varðveita náttúruverðmæti miðhálendisins og hef ég sem ráðherra umhverfis- og auðlindamála sett fram hugmyndina um Miðhálendisþjóðgarð sem eitt af mínum helstu stefnumálum. Þar finnst mér lykilatriði að heimamenn séu með í að skapa umgjörðina og móta stefnuna til að þannig þjóðgarður megi nýtast samfélögum og byggðunum sem best. Í þessu ferli þurfum við að spyrja okkur: Hvað þýðir miðhálendisþjóðgarður og hvaða markmiðum verður hann að þjóna? Af þeim ástæðum hóf ég í byrjun sumars fundaröð með sveitarfélögunum 22 sem hafa skipulagsvald á miðhálendinu til að hlusta á sjónarmið og ábendingar sem ég mun taka með í áframhaldandi stefnumörkun um verndun svæðisins. Einnig hef ég nýlokið við að heimsækja öll rekstrarsvæði Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem ég ræddi við þjóðgarðsverði, landverði og fulltrúa sveitarfélaga um kosti og áskoranir sem fylgja þeim þjóðgarði og aukinni vernd á miðhálendinu. Ég er sannfærð um að það felast mikil tækifæri í miðhálendisþjóðgarði. Fyrir það fyrsta myndi samþætt stjórnunarform líkt og er í hinum valddreifða Vatnajökulsþjóðgarði opna á aukið samstarf þvert á sveitarfélög, þar sem allir hlutaðeigandi myndu eiga þátt í að móta verndar- og stjórnunaráætlun fyrir miðhálendið sem eina heild. Slík sýn, með skýr framtíðarmarkmið, gæti orðið grunnur að heildstæðu skipulagi um frekari vernd, þróun ferðamannaaðstöðu, fræðslu og aðra landnýtingu á miðhálendinu. Síðast en ekki síst gæti miðhálendisþjóðgarður ýtt undir öflugri byggðaþróun í nærsveitarfélögum, til að mynda í formi fjölbreyttari atvinnutækifæra – líkt og hefur sýnt sig í gróskunni á ýmsum nærsvæðum Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar hefur þjóðgarðsformið einnig eflt heildarskipulag á svæðum sem ná yfir fleiri en eitt sveitarfélag. Miðhálendisþjóðgarður yrði því hreint ekki nafnið eitt. Hann á að hafa í för með sér skipulag og vernd, áætlanagerð, dreift stjórnkerfi, samtal og samvinnu mismunandi aðila sem ætla að nýta svæðið, hvort sem um ræðir bændur, útivistarfólk, vísindamenn, ferðaþjónustuaðila eða aðra. Sem dæmi þyrfti að huga vel að því að sjálfbær hefðbundin nýting, til dæmis sjálfbær beit og sjálfbærar veiðar rúmist innan þjóðgarðsins. Nú í haust mun koma út skýrsla á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem unnin hefur verið í samvinnu við helstu hagsmunaaðila. Í henni er velt upp hugmyndum um hvernig best yrði staðið að því að vernda miðhálendið. Sú skýrsla mun nýtast vel við áframhaldandi stefnumörkun um þjóðgarð á miðhálendi Íslands. Ég er bjartsýn á að útkoman fái góðan stuðning. Gallup kannanir sem gerðar hafa verið sýna að hugmyndin nýtur mikils stuðnings landsmanna, en yfir 60% þeirra eru hlynnt henni. Kannanirnar sýna líka að stuðningurinn liggur þvert á stjórnmálaflokkana og því ættu allir flokkar á Alþingi að geta sameinast um þjóðgarð á miðhálendi Íslands. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun