Ekki vitað hvað hreinsunarstarf á Úlfljótsvatni mun kosta Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. ágúst 2017 10:55 Einn af skálunum við Úlfljótsvatn í dag sem var þrifinn um helgina. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Síðustu skátahóparnir sem dvöldu á Úlfljótsvatni þegar nóróveirusýking kom þar upp í síðustu viku fara þaðan í dag. Nú tekur við umfangsmikið hreinsunarstarf. Ekki er vitað hver þarf að bera kostnaðinn af þrifunum. „Ég geri ráð fyrir því að hann lendi á okkur,“ segir Elín Esther Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Úlfljótsvatns í samtali við Vísi, aðspurð um hver muni bera kostnað af hreinsunarstarfi. Hún segist ekki vera viss um hve hár kostnaðurinn verður. „Nei það hlýtur að fara mjög mikið eftir því hvernig við gerum þetta. Við munum vonandi fá leiðbeiningar í dag um það hvaða leiðir eru færar og munum þá meta hvað myndi meika mest sens. Lokað í þrjár vikur Elín segir að þau leggi ekki áherslu á að hreinsunarstarfið taki fljótt af. Ákvörðun hafi verið tekin um að loka staðnum næstu þrjár vikurnar. „Að þeim loknum á ekki að vera mögulegt að veiran sé enn til staðar. Þess vegna er þetta ekki klukkutímaspursmál að hefja hreinsunina en við þurfum auðvitað að gera það til að geta notað byggingar og undirbúa opnun á ný.“ Á níunda tug höfðu sýkst af nóróveirusýkingu á Úlfljótsvatni á fimm dögum. Tíu manns, þar af einn starfsmaður, á Úlfljótsvatni voru enn veikir af sýkingunni um hádegi í gær. 181 erlendur skáti og foringjar voru færðir í einangrun í grunnskólann í Hveragerði aðfaranótt föstudags eftir að á sjötta tug þeirra greindust með fyrrnefnd einkenni nóróveiru. Bati flestra var þó fljótur og allir höfðu verið útskrifaðir á sunnudag. Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Síðustu skátahóparnir sem dvöldu á Úlfljótsvatni þegar nóróveirusýking kom þar upp í síðustu viku fara þaðan í dag. Nú tekur við umfangsmikið hreinsunarstarf. Ekki er vitað hver þarf að bera kostnaðinn af þrifunum. „Ég geri ráð fyrir því að hann lendi á okkur,“ segir Elín Esther Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Úlfljótsvatns í samtali við Vísi, aðspurð um hver muni bera kostnað af hreinsunarstarfi. Hún segist ekki vera viss um hve hár kostnaðurinn verður. „Nei það hlýtur að fara mjög mikið eftir því hvernig við gerum þetta. Við munum vonandi fá leiðbeiningar í dag um það hvaða leiðir eru færar og munum þá meta hvað myndi meika mest sens. Lokað í þrjár vikur Elín segir að þau leggi ekki áherslu á að hreinsunarstarfið taki fljótt af. Ákvörðun hafi verið tekin um að loka staðnum næstu þrjár vikurnar. „Að þeim loknum á ekki að vera mögulegt að veiran sé enn til staðar. Þess vegna er þetta ekki klukkutímaspursmál að hefja hreinsunina en við þurfum auðvitað að gera það til að geta notað byggingar og undirbúa opnun á ný.“ Á níunda tug höfðu sýkst af nóróveirusýkingu á Úlfljótsvatni á fimm dögum. Tíu manns, þar af einn starfsmaður, á Úlfljótsvatni voru enn veikir af sýkingunni um hádegi í gær. 181 erlendur skáti og foringjar voru færðir í einangrun í grunnskólann í Hveragerði aðfaranótt föstudags eftir að á sjötta tug þeirra greindust með fyrrnefnd einkenni nóróveiru. Bati flestra var þó fljótur og allir höfðu verið útskrifaðir á sunnudag.
Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira