Nýr samskiptastjóri kominn í Hvíta húsið tímabundið Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2017 16:09 Hicks með Stephen Bannon, aðalráðgjafa Trump. Sögur um að Bannon verði rekinn hafa gengið fjöllunum hærra síðustu daga. Vísir/AFP Hope Hicks, náinn ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur verið ráðin í starf samskiptastjóra Hvíta hússins tímabundið. Forveri hennar, Anthony Scaramucci, entist aðeins tíu daga í starfi. Hicks er 28 ára gömul og er sögð einn hollasti aðstoðarmaður forsetans, að sögn Washington Post. Hún var blaðafulltrúi Trump í kosningabaráttunni og tengist Ivönku, dóttur Trump, og Jared Kushner eiginmanni hennar nánum böndum. Hún er sögð munu gegn starfi samskiptastjóra tímabundið og aðstoða við leit að varanlegum eftirmanni Scaramucci. Ljóst er að Hicks bíður töluvert verk. Trump liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli sín um samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina sem lauk með dauða mótmælenda þeirra. Forsetinn kenndi bæði þjóðernisöfgamönnum og mótmælendum þeirra um ofbeldið. Háttsettir repúblikanar eru á meðal þeirra sem hafa sagt ummæli Trump óásættanleg.Frekari breytingar mögulegarSkammt er síðan Trump skipti út starfsmanna- og samskiptastjórum Hvíta hússins og Sean Spicer, blaðafulltrúi hans, steig til hliðar. Fjölmiðlar hafa verið fullir af fréttum um að starf Stephens Bannon, aðalráðgjafa Trump, sé nú í hættu. Honum sé kennt um að hafa sveigt forsetann í átt að hvítri þjóðernishyggju. Trump sagði sjálfur á blaðamannafundinum alræmda í gær að Bannon væri „ekki rasisti“ en að koma þyrfti í ljós hvað yrði um hann. Donald Trump Tengdar fréttir Allt á öðrum endanum í Hvíta húsinu Allt gengur á afturfótunum vegna erja á milli starfsmanna forsetans og stöðugs ótta við leka til fjölmiðla. 29. júlí 2017 19:53 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Trump rekur samskiptastjóra Hvíta hússins eftir aðeins tíu daga starf Nýr starfsmannastjóri Hvíta hússins er sagður hafa krafist þess að Donald Trump forseti léti Anthony Scaramucci, orðljótan samskiptastjóra Hvíta hússins, fara. Trump hefur nú rekið Scaramucci. 31. júlí 2017 18:51 Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14 Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Hope Hicks, náinn ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur verið ráðin í starf samskiptastjóra Hvíta hússins tímabundið. Forveri hennar, Anthony Scaramucci, entist aðeins tíu daga í starfi. Hicks er 28 ára gömul og er sögð einn hollasti aðstoðarmaður forsetans, að sögn Washington Post. Hún var blaðafulltrúi Trump í kosningabaráttunni og tengist Ivönku, dóttur Trump, og Jared Kushner eiginmanni hennar nánum böndum. Hún er sögð munu gegn starfi samskiptastjóra tímabundið og aðstoða við leit að varanlegum eftirmanni Scaramucci. Ljóst er að Hicks bíður töluvert verk. Trump liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli sín um samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina sem lauk með dauða mótmælenda þeirra. Forsetinn kenndi bæði þjóðernisöfgamönnum og mótmælendum þeirra um ofbeldið. Háttsettir repúblikanar eru á meðal þeirra sem hafa sagt ummæli Trump óásættanleg.Frekari breytingar mögulegarSkammt er síðan Trump skipti út starfsmanna- og samskiptastjórum Hvíta hússins og Sean Spicer, blaðafulltrúi hans, steig til hliðar. Fjölmiðlar hafa verið fullir af fréttum um að starf Stephens Bannon, aðalráðgjafa Trump, sé nú í hættu. Honum sé kennt um að hafa sveigt forsetann í átt að hvítri þjóðernishyggju. Trump sagði sjálfur á blaðamannafundinum alræmda í gær að Bannon væri „ekki rasisti“ en að koma þyrfti í ljós hvað yrði um hann.
Donald Trump Tengdar fréttir Allt á öðrum endanum í Hvíta húsinu Allt gengur á afturfótunum vegna erja á milli starfsmanna forsetans og stöðugs ótta við leka til fjölmiðla. 29. júlí 2017 19:53 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Trump rekur samskiptastjóra Hvíta hússins eftir aðeins tíu daga starf Nýr starfsmannastjóri Hvíta hússins er sagður hafa krafist þess að Donald Trump forseti léti Anthony Scaramucci, orðljótan samskiptastjóra Hvíta hússins, fara. Trump hefur nú rekið Scaramucci. 31. júlí 2017 18:51 Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14 Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Allt á öðrum endanum í Hvíta húsinu Allt gengur á afturfótunum vegna erja á milli starfsmanna forsetans og stöðugs ótta við leka til fjölmiðla. 29. júlí 2017 19:53
Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29
Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00
Trump rekur samskiptastjóra Hvíta hússins eftir aðeins tíu daga starf Nýr starfsmannastjóri Hvíta hússins er sagður hafa krafist þess að Donald Trump forseti léti Anthony Scaramucci, orðljótan samskiptastjóra Hvíta hússins, fara. Trump hefur nú rekið Scaramucci. 31. júlí 2017 18:51
Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14
Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07