Fleiri munu þurfa að segja upp starfsfólki vegna Costco Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. ágúst 2017 21:30 Íslenskir framleiðendur standa frammi fyrir áskorunum jafnt sem tækifærum eftir opnun Costco í Kauptúni. Vísir/eyþór Þó gert hafi verið ráð fyrir því að koma verslunarrisans Costco til landsins myndi hafa einhver áhrif gerðu fáir sér í hugarlund að þar yrðu vörur seldar undir kostnaðarverði. Fyrirséð er að fleiri íslenskir framleiðendur munu þurfa að segja upp starfsfólk ef fram heldur sem horfir. Rykið eigi þó enn eftir að setjast. Þetta er mat Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, sem ræddi fréttir af kröggum íslenskra framleiðenda við Reykjavík sídegis.Fréttablaðið greindi frá því í gær að Papco, eini framleiðandi landsins á hreinlætispappír, hafi sagt sex starfsmönnum upp störfum eða einni fullmannaðri vakt í framleiðslu frá því að Costco kom inn á markaðinn. Aðstoðarframkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði í samtali við blaðið að það versta væri að „í Costco eru vörur seldar undir kostnaðarverði út úr búð“ og furðuðu aðstandendur Papco sig á því að „pappírinn er töluvert ódýrari hjá Costco hér á landi heldur en hjá verslunum fyrirtækisins í Bretlandi,“ eins og Alexander Kárason orðaði það.Þá hafa íslenskir jarðaberjabændur lýst því að nú seljist ber þeirra lítið sem ekkert. Þurfi þeir því að frysta margfalt meira magn berja en þeir hafi gert undanfarin ár.Fengið margar ábendingar um of lágt verðSigurður segir Samtök iðnaðarins hafa verið í góðum samskiptum við sýna félagsmenn eftir komu Costco og óhætt sé að fullyrða að margir þeirra horfi fram á mjög breytt landslag. „Við erum að sjá það að sumt sem er verið að selja í Costco er selt undir kostnaðarverði,“ segir Sigurður og bætir við að samtökin hafi fengið fjöldamörg dæmi sem renni stoðum undir þá fullyrðingu. Hann segir hin kröftuga innkoma Costco hafi skapað óvissu á markaðnum. Rykið eigi þó eftir að setjast og því erfitt að átta sig á því hver langtímaáhrifin kunni að vera. „En staðan er auðvitað sú að einhverjir framleiðendur horfa fram á að það að þurfa að segja upp fólk ef fram heldur sem horfir.“Sigurður Hannesson segir Samtök Iðnaðarins fylgjast grannt með stöðunni.Aðspurður játar Sigurður að samtökin hafi áhyggjur af stöðunni, vel sé þó fylgst með henni og því hver þróunin kann að verða. Áhrifin af komu Costco hafi verið meiri en búist var við - sérílagi hafi ekki verið gert ráð fyrir því að Costco myndi selja vörur undir kostnaðarverði. „En kannski er það eitthvað sem búast má við þegar nýr aðili kemur inn á markaðinn, að hann geri það til að ná markaðsstöðu,“ segir Sigurður. Hann bætir við að mikilvægt sé að horfa til þess að það eru ekki allar vörur ódýrar í Costco. Sumar séu jafnvel dýrari en í öðrum verslunum. „Svoleiðis að þetta er ekki heilt yfir línuna,“ segir Sigurður.Líka jákvæð áhrif fyrir framleiðendurÁhrifin af komu Costco geta þó að mati Sigurðar einnig verið jákvæð - „að því leyti að þar kunni að vera tækifæri fyrir íslenska framleiðendur að koma vörum sínum að hjá Costco. Við megum ekki gleyma því að Costco starfar ekki aðeins hér á landi heldur er alþjóðleg, stór verslunarkeðja.“ Þó svo að samtökin hafi ekki sjálf farið þess á leit við verslunina veit Sigurður til þess að einhverjir félagsmanna þeirra hafi óskað eftir samstarfi við Costco. Nú þegar sé nokkur fjöldi þeirra kominn í samstarf hér á landi; til dæmis framleiðendur íslensks sælgætis, kjöts og mjólkurvara. Tíminn verði svo að leiða í ljós hvort þetta samstarf megi færa út fyrir landsteinana. Sigurður segir að þó íslenskir framleiðendur kvarti ekki undan samkeppni þurfi hún að vera á eðlilegum forsendum. Spjall hans við Reykjavík sídegis má heyra hér að neðan. Costco Tengdar fréttir Íslensk jarðarber seljast ekki Ófremdarástand er að skapast hjá þeim garðyrkjubændum sem rækta íslensk jarðaber. 11. ágúst 2017 20:20 Papco segir upp fólki vegna komu Costco Eini framleiðandi landsins á hreinlætispappír hefur sagt upp sex manns eða fullmannaðri vakt síðan Costco opnaði. 15. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Sjá meira
Þó gert hafi verið ráð fyrir því að koma verslunarrisans Costco til landsins myndi hafa einhver áhrif gerðu fáir sér í hugarlund að þar yrðu vörur seldar undir kostnaðarverði. Fyrirséð er að fleiri íslenskir framleiðendur munu þurfa að segja upp starfsfólk ef fram heldur sem horfir. Rykið eigi þó enn eftir að setjast. Þetta er mat Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, sem ræddi fréttir af kröggum íslenskra framleiðenda við Reykjavík sídegis.Fréttablaðið greindi frá því í gær að Papco, eini framleiðandi landsins á hreinlætispappír, hafi sagt sex starfsmönnum upp störfum eða einni fullmannaðri vakt í framleiðslu frá því að Costco kom inn á markaðinn. Aðstoðarframkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði í samtali við blaðið að það versta væri að „í Costco eru vörur seldar undir kostnaðarverði út úr búð“ og furðuðu aðstandendur Papco sig á því að „pappírinn er töluvert ódýrari hjá Costco hér á landi heldur en hjá verslunum fyrirtækisins í Bretlandi,“ eins og Alexander Kárason orðaði það.Þá hafa íslenskir jarðaberjabændur lýst því að nú seljist ber þeirra lítið sem ekkert. Þurfi þeir því að frysta margfalt meira magn berja en þeir hafi gert undanfarin ár.Fengið margar ábendingar um of lágt verðSigurður segir Samtök iðnaðarins hafa verið í góðum samskiptum við sýna félagsmenn eftir komu Costco og óhætt sé að fullyrða að margir þeirra horfi fram á mjög breytt landslag. „Við erum að sjá það að sumt sem er verið að selja í Costco er selt undir kostnaðarverði,“ segir Sigurður og bætir við að samtökin hafi fengið fjöldamörg dæmi sem renni stoðum undir þá fullyrðingu. Hann segir hin kröftuga innkoma Costco hafi skapað óvissu á markaðnum. Rykið eigi þó eftir að setjast og því erfitt að átta sig á því hver langtímaáhrifin kunni að vera. „En staðan er auðvitað sú að einhverjir framleiðendur horfa fram á að það að þurfa að segja upp fólk ef fram heldur sem horfir.“Sigurður Hannesson segir Samtök Iðnaðarins fylgjast grannt með stöðunni.Aðspurður játar Sigurður að samtökin hafi áhyggjur af stöðunni, vel sé þó fylgst með henni og því hver þróunin kann að verða. Áhrifin af komu Costco hafi verið meiri en búist var við - sérílagi hafi ekki verið gert ráð fyrir því að Costco myndi selja vörur undir kostnaðarverði. „En kannski er það eitthvað sem búast má við þegar nýr aðili kemur inn á markaðinn, að hann geri það til að ná markaðsstöðu,“ segir Sigurður. Hann bætir við að mikilvægt sé að horfa til þess að það eru ekki allar vörur ódýrar í Costco. Sumar séu jafnvel dýrari en í öðrum verslunum. „Svoleiðis að þetta er ekki heilt yfir línuna,“ segir Sigurður.Líka jákvæð áhrif fyrir framleiðendurÁhrifin af komu Costco geta þó að mati Sigurðar einnig verið jákvæð - „að því leyti að þar kunni að vera tækifæri fyrir íslenska framleiðendur að koma vörum sínum að hjá Costco. Við megum ekki gleyma því að Costco starfar ekki aðeins hér á landi heldur er alþjóðleg, stór verslunarkeðja.“ Þó svo að samtökin hafi ekki sjálf farið þess á leit við verslunina veit Sigurður til þess að einhverjir félagsmanna þeirra hafi óskað eftir samstarfi við Costco. Nú þegar sé nokkur fjöldi þeirra kominn í samstarf hér á landi; til dæmis framleiðendur íslensks sælgætis, kjöts og mjólkurvara. Tíminn verði svo að leiða í ljós hvort þetta samstarf megi færa út fyrir landsteinana. Sigurður segir að þó íslenskir framleiðendur kvarti ekki undan samkeppni þurfi hún að vera á eðlilegum forsendum. Spjall hans við Reykjavík sídegis má heyra hér að neðan.
Costco Tengdar fréttir Íslensk jarðarber seljast ekki Ófremdarástand er að skapast hjá þeim garðyrkjubændum sem rækta íslensk jarðaber. 11. ágúst 2017 20:20 Papco segir upp fólki vegna komu Costco Eini framleiðandi landsins á hreinlætispappír hefur sagt upp sex manns eða fullmannaðri vakt síðan Costco opnaði. 15. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Sjá meira
Íslensk jarðarber seljast ekki Ófremdarástand er að skapast hjá þeim garðyrkjubændum sem rækta íslensk jarðaber. 11. ágúst 2017 20:20
Papco segir upp fólki vegna komu Costco Eini framleiðandi landsins á hreinlætispappír hefur sagt upp sex manns eða fullmannaðri vakt síðan Costco opnaði. 15. ágúst 2017 06:00