Trump vitnaði til ímyndaðs fjöldamorðs á múslimum eftir Barselóna Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2017 08:03 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vísaði til ímyndaðs fjöldamorðs Bandarísks hershöfðingja á múslimum í Filippseyjum í kjölfar árásarinnar í Barselóna í gær. Samkvæmt mýtunni barðist hershöfðinginn gegn íslamistum með því að nota svínsblóð í fjöldamorði. „Kynnið ykkur hvað Pershing, hershöfðingi Bandaríkjanna, gerði við hryðjuverkamenn sem voru gómaðir. Þar voru engin hryðjuverk íslamista í 35 ár!“ skrifaði forsetinn á Twitter.Study what General Pershing of the United States did to terrorists when caught. There was no more Radical Islamic Terror for 35 years!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 17, 2017 Hvíta húsið vildi ekki útskýra nánar til hvers forsetinn var að vísa til. Trump hefur hins vegar áður vísað til sögusagnar um hershöfðingjann John J. Pershing. Pershing, sem barðist gegn íslamistum í Filippseyjum í byrjun síðustu aldar er sagður hafa safnað saman 50 hryðjuverkamönnum. Þá á hann að hafa skipað mönnum sínum að skjóta 49 þeirra í höfuðið með byssukúlum sem búið var að dífa í svínablóð. Þessum eina sem ekki var skotinn á að hafa verið sagt að segja fólki sínu hvað gerðist. Samkvæmt trúarsetningu múslima eru svín óhrein dýr og er múslimum alfarið meinað að borða kjöt þeirra. Samkvæmt sögusögnunum um Pershing átti þetta að koma í veg fyrir að hryðjuverkamennirnir kæmust til himnaríkis.Vill hafa staðreyndir á hreinu Sagnfræðingar og aðrir sérfræðingar segja þó að ekkert sé til í þessum sögusögnum um Pershing. Ýmsar útgáfur af sögunni hafa verið í dreifingu í Bandaríkjunum frá árásinni á Tvíburaturnana í New York 2001. Í frétt BBC er bent á kaldhæðnina í því að Trump vísi til sögusagna sem hafi fyrir löngu verið afsannaðar í sömu viku og hann sagðist ekki tjá sig um hryðjuverk án þess að hafa kynnt sér allar staðreyndirnar. Þá var hann að tala um árásina í Charlottesville þar sem maður ók inn í hóp fólks um síðustu helgi. Ein kona dó og fjölmargir særðust. Donald Trump Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vísaði til ímyndaðs fjöldamorðs Bandarísks hershöfðingja á múslimum í Filippseyjum í kjölfar árásarinnar í Barselóna í gær. Samkvæmt mýtunni barðist hershöfðinginn gegn íslamistum með því að nota svínsblóð í fjöldamorði. „Kynnið ykkur hvað Pershing, hershöfðingi Bandaríkjanna, gerði við hryðjuverkamenn sem voru gómaðir. Þar voru engin hryðjuverk íslamista í 35 ár!“ skrifaði forsetinn á Twitter.Study what General Pershing of the United States did to terrorists when caught. There was no more Radical Islamic Terror for 35 years!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 17, 2017 Hvíta húsið vildi ekki útskýra nánar til hvers forsetinn var að vísa til. Trump hefur hins vegar áður vísað til sögusagnar um hershöfðingjann John J. Pershing. Pershing, sem barðist gegn íslamistum í Filippseyjum í byrjun síðustu aldar er sagður hafa safnað saman 50 hryðjuverkamönnum. Þá á hann að hafa skipað mönnum sínum að skjóta 49 þeirra í höfuðið með byssukúlum sem búið var að dífa í svínablóð. Þessum eina sem ekki var skotinn á að hafa verið sagt að segja fólki sínu hvað gerðist. Samkvæmt trúarsetningu múslima eru svín óhrein dýr og er múslimum alfarið meinað að borða kjöt þeirra. Samkvæmt sögusögnunum um Pershing átti þetta að koma í veg fyrir að hryðjuverkamennirnir kæmust til himnaríkis.Vill hafa staðreyndir á hreinu Sagnfræðingar og aðrir sérfræðingar segja þó að ekkert sé til í þessum sögusögnum um Pershing. Ýmsar útgáfur af sögunni hafa verið í dreifingu í Bandaríkjunum frá árásinni á Tvíburaturnana í New York 2001. Í frétt BBC er bent á kaldhæðnina í því að Trump vísi til sögusagna sem hafi fyrir löngu verið afsannaðar í sömu viku og hann sagðist ekki tjá sig um hryðjuverk án þess að hafa kynnt sér allar staðreyndirnar. Þá var hann að tala um árásina í Charlottesville þar sem maður ók inn í hóp fólks um síðustu helgi. Ein kona dó og fjölmargir særðust.
Donald Trump Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira